Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir

Skot­ið var á hús­næði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í nótt. Skotárás­irn­ar eru ekki tal­in ein­angr­uð til­vik þar eð skot­ið hef­ur ver­ið á hús­næði fleiri stjórn­mála­flokka síð­ustu mán­uði og miss­eri.

Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Rannsaka skotárásir á stjórnmálaflokka Lögreglan rannsakar skotárásir á húsnæði stjórnmálaflokka. Mynd: Pressphotos

Skotið var á glugga á skrifstofum Samfylkingarinnar í nótt sem leið. Skotárásin er ekki einangrað tilvik heldur hefur áður verið skotið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka, síðustu mánuði og ár. Þannig var skotið á húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á og á húsnæði Viðreisnar á síðasta ári og árið 2019. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að stjórnmálafólki hafi verið uppálagt að fara varlega, nú eftir skotárásina á húsnæði Samfylkingarinnar. Þau skilaboð munu hafa komið frá lögreglunni.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málanna í nótt á frumstigi. Talið sé að málin öll séu tengd. „Það voru mál í fyrra, í Valhöll og hjá Viðreisn líka. Þetta er ekki ósvipað.“

Spurður hvort einhverjar vísbendingar liggi fyrir um hver eða hverjir kunni að hafa verið að verki í nótt neitar Jóhann Karl því. „Við vorum ekki með neinar vísbendingar í hinum málunum heldur, það er verið að skoða þetta. Þetta virðist vera eitthvað lítið vopn, loftriffill eða eitthvað af því tagi.“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir í samtali við Stundina ekki geta staðfest hvort málin séu komin inn á borð hjá embættinu. „Ef þetta telst ógn gegn ríkisstjórninni eða þingmönnum kemur þetta inn á borð til okkar. Ef lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur, eftir að hafa hafið rannsókn, að þetta sé þannig vaxið þá gerir hún okkur viðvart. Ef þetta verður metið svo að þetta séu bara eignaspjöll sem beinist ekki að fólki sérstaklega mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara með málið.“

Uppfært 14:45

Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að málið sé ekki komið inn á borð til ríkislögreglustjóra. „Embætti ríkislögreglustjóra ber ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Þetta kemur inn á borð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað fylgjumst við með en þetta svona tilfelli koma almennt ekki inn á borð hjá okkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki séð ástæðu til að vísa þessu til okkar svo ég viti.“

Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, staðfestir að skotið hafi verið á húsnæði Viðreisnar oftar en einu sinni. „Ég hef verið framkvæmdastjóri Viðreisnar frá því í maí í fyrra og það hefur aldrei neitt komið fyrir á þeim tíma, þannig að manni var rosa brugðið við að sjá þetta. Það voru einhver tvö eða þrjú tilvik eins og þetta hjá okkur, fyrir minn tíma, sem að tekin var ákvörðun um að ræða ekki í smáatriðum til að spilla ekki rannsóknarhagsmunum. Það er það eina sem ég get sagt.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
4
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár