Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

Landafræðiþrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í rauninni svæsinn kynþáttahatari og skerti hlut svartra íbúa í Bandaríkjunum og urðu áhrif hans á því sviði langvinn og skaðleg. Hvað heitir maðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   Perm heitir borg ein í Evrópu þar sem býr milljón manns. Í hvaða landi er Perm?

2.   Olga Khokhlova, úkraínskur ballettdansari — Marie-Thérèse Walter, frönsk fyrirsæta — Marie Françoise Gilot, franskur málari. Burtséð frá öðru sem þær áttu sameiginlegt, þá áttu þær allar börn með einum og sama listamanninum. Hver var sá?

3.   Út í hvaða haf fellur Dóná?

4.   Hver var norræni þrumuguðinn?

5.   Bandaríska geimferðastofnunin hefur nú valið hóp geimfara sem eiga að fara til tunglsins er fram líða stundir. Áætlunin kallast Artemis og heitir eftir grískri gyðju. Hvernig gyðja var Artemis?

6.   Hver fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkonan árið 1991 fyrir hlutverk sitt sem kná og þrautseig FBI-kona?

7.   Hvað kallast þinghúsið í London?

8.   Á Kollafirði, skammt norður af Viðey og Geldinganesi og um 400 metra vestur af Þerney, er lítil eyja. Það ber ekki mikið á henni en þar er gríðarlega mikið fuglalíf og alveg sérstaklega blómleg lundabyggð. Hvað heitir þessi litla eyja?

9.   Hvað kallast skipaskurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauða hafs?

10.   „Nú er frost á Fróni, / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð ...“ Ha? Hver kveður kuldaljóð?

***

Aukaspurning, sú hin síðari:

Kona sýnir öll merki þess að vilja meiða fót, sem sést neðst á myndinni. Sem betur fer gerðist þetta ekki í alvörunni, heldur í bíómynd, og konan fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Leikkonan heitir Kathy Bates, en hvað hét bíómyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Picasso.

3.   Svartahaf.

4.   Þór.

5.   Veiðigyðja.

6.   Jodie Foster.

7.   Westminster.

8.   Lundey.

9.   Súez.

10.   Kári í jötunmóð.

***

Svör við aðalspurningum:

Bandaríkjaforsetinn hét Wilson.

Bíómyndin er Misery, eða Eymd.

***

Og svo er hér hlekkur á landafræðiþrautina síðan í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu