Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

Landafræðiþrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í rauninni svæsinn kynþáttahatari og skerti hlut svartra íbúa í Bandaríkjunum og urðu áhrif hans á því sviði langvinn og skaðleg. Hvað heitir maðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   Perm heitir borg ein í Evrópu þar sem býr milljón manns. Í hvaða landi er Perm?

2.   Olga Khokhlova, úkraínskur ballettdansari — Marie-Thérèse Walter, frönsk fyrirsæta — Marie Françoise Gilot, franskur málari. Burtséð frá öðru sem þær áttu sameiginlegt, þá áttu þær allar börn með einum og sama listamanninum. Hver var sá?

3.   Út í hvaða haf fellur Dóná?

4.   Hver var norræni þrumuguðinn?

5.   Bandaríska geimferðastofnunin hefur nú valið hóp geimfara sem eiga að fara til tunglsins er fram líða stundir. Áætlunin kallast Artemis og heitir eftir grískri gyðju. Hvernig gyðja var Artemis?

6.   Hver fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkonan árið 1991 fyrir hlutverk sitt sem kná og þrautseig FBI-kona?

7.   Hvað kallast þinghúsið í London?

8.   Á Kollafirði, skammt norður af Viðey og Geldinganesi og um 400 metra vestur af Þerney, er lítil eyja. Það ber ekki mikið á henni en þar er gríðarlega mikið fuglalíf og alveg sérstaklega blómleg lundabyggð. Hvað heitir þessi litla eyja?

9.   Hvað kallast skipaskurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauða hafs?

10.   „Nú er frost á Fróni, / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð ...“ Ha? Hver kveður kuldaljóð?

***

Aukaspurning, sú hin síðari:

Kona sýnir öll merki þess að vilja meiða fót, sem sést neðst á myndinni. Sem betur fer gerðist þetta ekki í alvörunni, heldur í bíómynd, og konan fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Leikkonan heitir Kathy Bates, en hvað hét bíómyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Picasso.

3.   Svartahaf.

4.   Þór.

5.   Veiðigyðja.

6.   Jodie Foster.

7.   Westminster.

8.   Lundey.

9.   Súez.

10.   Kári í jötunmóð.

***

Svör við aðalspurningum:

Bandaríkjaforsetinn hét Wilson.

Bíómyndin er Misery, eða Eymd.

***

Og svo er hér hlekkur á landafræðiþrautina síðan í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár