Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

Landafræðiþrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í rauninni svæsinn kynþáttahatari og skerti hlut svartra íbúa í Bandaríkjunum og urðu áhrif hans á því sviði langvinn og skaðleg. Hvað heitir maðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   Perm heitir borg ein í Evrópu þar sem býr milljón manns. Í hvaða landi er Perm?

2.   Olga Khokhlova, úkraínskur ballettdansari — Marie-Thérèse Walter, frönsk fyrirsæta — Marie Françoise Gilot, franskur málari. Burtséð frá öðru sem þær áttu sameiginlegt, þá áttu þær allar börn með einum og sama listamanninum. Hver var sá?

3.   Út í hvaða haf fellur Dóná?

4.   Hver var norræni þrumuguðinn?

5.   Bandaríska geimferðastofnunin hefur nú valið hóp geimfara sem eiga að fara til tunglsins er fram líða stundir. Áætlunin kallast Artemis og heitir eftir grískri gyðju. Hvernig gyðja var Artemis?

6.   Hver fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkonan árið 1991 fyrir hlutverk sitt sem kná og þrautseig FBI-kona?

7.   Hvað kallast þinghúsið í London?

8.   Á Kollafirði, skammt norður af Viðey og Geldinganesi og um 400 metra vestur af Þerney, er lítil eyja. Það ber ekki mikið á henni en þar er gríðarlega mikið fuglalíf og alveg sérstaklega blómleg lundabyggð. Hvað heitir þessi litla eyja?

9.   Hvað kallast skipaskurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauða hafs?

10.   „Nú er frost á Fróni, / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð ...“ Ha? Hver kveður kuldaljóð?

***

Aukaspurning, sú hin síðari:

Kona sýnir öll merki þess að vilja meiða fót, sem sést neðst á myndinni. Sem betur fer gerðist þetta ekki í alvörunni, heldur í bíómynd, og konan fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Leikkonan heitir Kathy Bates, en hvað hét bíómyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Picasso.

3.   Svartahaf.

4.   Þór.

5.   Veiðigyðja.

6.   Jodie Foster.

7.   Westminster.

8.   Lundey.

9.   Súez.

10.   Kári í jötunmóð.

***

Svör við aðalspurningum:

Bandaríkjaforsetinn hét Wilson.

Bíómyndin er Misery, eða Eymd.

***

Og svo er hér hlekkur á landafræðiþrautina síðan í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár