Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar

Landafræðiþrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í rauninni svæsinn kynþáttahatari og skerti hlut svartra íbúa í Bandaríkjunum og urðu áhrif hans á því sviði langvinn og skaðleg. Hvað heitir maðurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   Perm heitir borg ein í Evrópu þar sem býr milljón manns. Í hvaða landi er Perm?

2.   Olga Khokhlova, úkraínskur ballettdansari — Marie-Thérèse Walter, frönsk fyrirsæta — Marie Françoise Gilot, franskur málari. Burtséð frá öðru sem þær áttu sameiginlegt, þá áttu þær allar börn með einum og sama listamanninum. Hver var sá?

3.   Út í hvaða haf fellur Dóná?

4.   Hver var norræni þrumuguðinn?

5.   Bandaríska geimferðastofnunin hefur nú valið hóp geimfara sem eiga að fara til tunglsins er fram líða stundir. Áætlunin kallast Artemis og heitir eftir grískri gyðju. Hvernig gyðja var Artemis?

6.   Hver fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkonan árið 1991 fyrir hlutverk sitt sem kná og þrautseig FBI-kona?

7.   Hvað kallast þinghúsið í London?

8.   Á Kollafirði, skammt norður af Viðey og Geldinganesi og um 400 metra vestur af Þerney, er lítil eyja. Það ber ekki mikið á henni en þar er gríðarlega mikið fuglalíf og alveg sérstaklega blómleg lundabyggð. Hvað heitir þessi litla eyja?

9.   Hvað kallast skipaskurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauða hafs?

10.   „Nú er frost á Fróni, / frýs í æðum blóð, / kveður kuldaljóð ...“ Ha? Hver kveður kuldaljóð?

***

Aukaspurning, sú hin síðari:

Kona sýnir öll merki þess að vilja meiða fót, sem sést neðst á myndinni. Sem betur fer gerðist þetta ekki í alvörunni, heldur í bíómynd, og konan fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Leikkonan heitir Kathy Bates, en hvað hét bíómyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússlandi.

2.   Picasso.

3.   Svartahaf.

4.   Þór.

5.   Veiðigyðja.

6.   Jodie Foster.

7.   Westminster.

8.   Lundey.

9.   Súez.

10.   Kári í jötunmóð.

***

Svör við aðalspurningum:

Bandaríkjaforsetinn hét Wilson.

Bíómyndin er Misery, eða Eymd.

***

Og svo er hér hlekkur á landafræðiþrautina síðan í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár