Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði

Jó­hann Sig­ur­jóns­son lækn­ir seg­ir að með því að etja ferða­löng­um í lang­ferð­ir milli lands­hluta eft­ir kom­una til lands­ins án til­lits til að­stæðna sé ver­ið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suð­vest­ur­horn­inu áð­ur en það legg­ur í lang­ferð­ir eft­ir kom­una til lands­ins.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Ferðalöngum att milli landshluta óháð aðstæðum Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýnir að fólki sem kemur til landsins sé gert að fara tafarlaust á þann stað sem það hyggst dvelja í sóttkví á án þess að tillit sé tekið til dagsbirtu, þreytu, færðar og veðurs. Mynd: Úr einkasafni

Alvarlegar misfellur eru í framkvæmd sóttvarnaraðgerða þegar kemur að skimunarsóttkví ferðalanga, svo miklar að vel er mögulegt að þær hafi valdið fólki skaða. Með því að leggja ofuráherslu á að fólk fari beinustu leið á þann stað sem það hefur gefið upp sem sóttkvíarstað, óháð tíma dags, ferðatíma fyrir komuna til landsins, vegalengda og færðar á vegum sé verið að leggja fólk í hættu. Þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag, sem varð til þess að kona lét lífið og eiginmaður hennar og barn slösuðust, þá er ljóst að fólkið hafði verið á ferð alla nóttina, eftir langt ferðalag frá útlöndum, og aksturskilyrði voru mjög slæm auk þess sem myrkur var.

Þetta er mat Jóhanns Sigurjónssonar læknis, sem búsettur er í Lundi í Svíþjóð en kemur reglulega til starfa á Ísafirði. Jóhann var sjálfur með í för í lögreglubílnum sem kom á vettvang slyssins í Skötufirði síðastliðinn laugardag. Hann segir að þrátt fyrir að um þaulþjálfaðan ökumann hafi verið að ræða, á besta hugsanlega bíl til að keyra við þessar aðstæður, hafi verið ómögulegt að komast hraðar yfir en áttatíu kílómetra á klukkustund þar sem best lét. „Aðstæður á veginum í Skötufirði á laugardagsmorgun voru verstu mögulegar aðstæður til aksturs, ég fullyrði það, krapi ofan á svellbunkum og flughált,“ segir Jóhann í samtali við Stundina.

„Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum“

Jóhann segir að hann hafi frá því í haust í þrígang komið til landsins og farið til Ísafjarðar í vinnuerindum. Í öll skiptin hafi hann kosið að undirgangast tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Hann segir að allt frá því í haust hafi hann haft áhyggjur af því að hversu mikil áhersla sé lögð á það við fólk sem kemur til landsins að það komi sér án tafar milli landshluta, án tillits til aðstæðna. „Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík. Mér finnst þetta mjög óvarlegt og raunar er það mjög svekkjandi að yfirvöld noti ekki tækifærið og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að auka varkárni. Þarna er kjörið tækifæri til þess að leggja lóð á vogarskál þess að fólk fari varlega í umferðinni. Óháð Covid hefur fólk verið að taka rangar ákvarðanir og keyra á milli í vitlausum veðrum. Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum. Þarna ertu með örþreytt fólk, á versta tíma sólarhrings, við verstu mögulegar aðstæður.“

Gagnrýnir framkvæmdina

Jóhann leggur áherslu á að hann sé ekki að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem slíkar heldur telur hann tvöföldu skimunina og sóttkvínna þar á milli skilvirka og vel heppnaða leið til að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið. Hann gagnrýni hins vegar framkvæmdina.

Fyrir komu til landsins er ferðalöngum gert að skrá aðeins einn dvalarstað þar sem það hyggst dvelja á meðan á sóttkví stendur. Í tilviki Jóhanns hefur hann skráð heimilsfang foreldra sinna á Ísafirði þar sem hann hefur ætlað sér að dveljast. Við komuna til landsins hefur hann í öllum tilvikum fengið afhentan bæklinga um hvaða reglur gildi í sóttkví og einnig rætt við landamæraverði en landamærvörðum er uppálagt að ræða við alla sem til landsins koma. Í bæklingnum má finna eftirfarandi málsgrein: ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

Jóhann segir að ekkert komi í veg fyrir að sóttkví sé skipt upp í tvennt, þannig að fólk dvelji fyrstu nótt á suðvesturhorninu, og haldi svo áfram ferðalaginu á þann stað sem dvelja eigi á næstu daga fram að seinni skimun. „Það eru fjöldi hótela á suðvesturhorninu sem bjóða upp á sérstaklega hagstæða gistingu fyrir fólk sem er í þessum sporum en upplýsingarnar ná einhverra hluta vegna ekki fram.“

Lætur sér ekki til hugar koma að keyra beint vestur

Jóhann lýsir því að hann hafi í þessi þrjú skipti sem hann hefur komið til landsins verið að lenda um kaffileytið eftir sex til sjö klukkustunda ferðalag til landsins. Þess má geta að vegalengdin milli Keflavíkurflugvallar og Ísafjarðar eru 500 kílómetrar og má gera ráð fyrir að ekki taki styttri tíma að keyra þá vegalengd en ríflega sex klukkustundir, miðað við eðlilegan hraða og góð akstursskilyrði og að hvergi sé stoppað.

„Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni“

Jóhann segir að hann hafi í fyrstu ferðinni til landsins í september spurt sérstaklega hvort hann mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem hann hefði aðgang að í Reykjavík og halda ferðinn áfram vestur morguninn eftir. „Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir.“

Jóhann kom síðast til landins fyrir rúmri viku síðan með þriggja ára son sinn sem hann bar á handleggnum í samtali við landamæravörð, þeir báðir þreyttir eftir ferðalagin. Skilaboðin hafi þá verið þau sömu og áður. „Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði.

Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“

„Ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm“

Jóhann vill að fólk verði beinlínis hvatt til þess að haga ferðalögum sínum með þessum hætti, í nafni umferðaröryggis og öryggis fólks. „Það er verið að bjóða hættunni heim með því að leggja svona hart að fólki að halda ferð sinni áfram og að sama skapi erum við að missa af kjörnu tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um hættuna samfara þreytu í umferðinni. Þreyta er að minnsta kosti jafn hættuleg og ölvun og lyfjaneysla við akstur. Ég sjálfur myndi aldrei, núna eftir að ég komst til vits og ár, myndi aldrei keyra beint vestur eftir komu til landsins, ekki einu sinni við bestu aðstæður.“

Jóhann segir að hann hafi bent á þetta á samráðsfundi sem haldinn var á sunnudaginn eftir slysið í Skötufirði. Kollegi hans hafi tekið málið upp á samráðsfundi almannavarna einnig. „Svo er máttur Facebook þannig að skólafélagi minn úr grunnskóla er kvæntur konu sem er innsti koppur í búri hjá almannavörnum og þau tóku þetta fyrir á fundi strax í morgun. Ég er mjög ánægður með öll þau viðbrögð sem ég hef fengið að heyra. Það virðist vera að skynsemin fái að ráða í þessu, að málin séu rædd af yfirvegun og ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm.“

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár