Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði

Jó­hann Sig­ur­jóns­son lækn­ir seg­ir að með því að etja ferða­löng­um í lang­ferð­ir milli lands­hluta eft­ir kom­una til lands­ins án til­lits til að­stæðna sé ver­ið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suð­vest­ur­horn­inu áð­ur en það legg­ur í lang­ferð­ir eft­ir kom­una til lands­ins.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Ferðalöngum att milli landshluta óháð aðstæðum Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýnir að fólki sem kemur til landsins sé gert að fara tafarlaust á þann stað sem það hyggst dvelja í sóttkví á án þess að tillit sé tekið til dagsbirtu, þreytu, færðar og veðurs. Mynd: Úr einkasafni

Alvarlegar misfellur eru í framkvæmd sóttvarnaraðgerða þegar kemur að skimunarsóttkví ferðalanga, svo miklar að vel er mögulegt að þær hafi valdið fólki skaða. Með því að leggja ofuráherslu á að fólk fari beinustu leið á þann stað sem það hefur gefið upp sem sóttkvíarstað, óháð tíma dags, ferðatíma fyrir komuna til landsins, vegalengda og færðar á vegum sé verið að leggja fólk í hættu. Þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag, sem varð til þess að kona lét lífið og eiginmaður hennar og barn slösuðust, þá er ljóst að fólkið hafði verið á ferð alla nóttina, eftir langt ferðalag frá útlöndum, og aksturskilyrði voru mjög slæm auk þess sem myrkur var.

Þetta er mat Jóhanns Sigurjónssonar læknis, sem búsettur er í Lundi í Svíþjóð en kemur reglulega til starfa á Ísafirði. Jóhann var sjálfur með í för í lögreglubílnum sem kom á vettvang slyssins í Skötufirði síðastliðinn laugardag. Hann segir að þrátt fyrir að um þaulþjálfaðan ökumann hafi verið að ræða, á besta hugsanlega bíl til að keyra við þessar aðstæður, hafi verið ómögulegt að komast hraðar yfir en áttatíu kílómetra á klukkustund þar sem best lét. „Aðstæður á veginum í Skötufirði á laugardagsmorgun voru verstu mögulegar aðstæður til aksturs, ég fullyrði það, krapi ofan á svellbunkum og flughált,“ segir Jóhann í samtali við Stundina.

„Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum“

Jóhann segir að hann hafi frá því í haust í þrígang komið til landsins og farið til Ísafjarðar í vinnuerindum. Í öll skiptin hafi hann kosið að undirgangast tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Hann segir að allt frá því í haust hafi hann haft áhyggjur af því að hversu mikil áhersla sé lögð á það við fólk sem kemur til landsins að það komi sér án tafar milli landshluta, án tillits til aðstæðna. „Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík. Mér finnst þetta mjög óvarlegt og raunar er það mjög svekkjandi að yfirvöld noti ekki tækifærið og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að auka varkárni. Þarna er kjörið tækifæri til þess að leggja lóð á vogarskál þess að fólk fari varlega í umferðinni. Óháð Covid hefur fólk verið að taka rangar ákvarðanir og keyra á milli í vitlausum veðrum. Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum. Þarna ertu með örþreytt fólk, á versta tíma sólarhrings, við verstu mögulegar aðstæður.“

Gagnrýnir framkvæmdina

Jóhann leggur áherslu á að hann sé ekki að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem slíkar heldur telur hann tvöföldu skimunina og sóttkvínna þar á milli skilvirka og vel heppnaða leið til að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið. Hann gagnrýni hins vegar framkvæmdina.

Fyrir komu til landsins er ferðalöngum gert að skrá aðeins einn dvalarstað þar sem það hyggst dvelja á meðan á sóttkví stendur. Í tilviki Jóhanns hefur hann skráð heimilsfang foreldra sinna á Ísafirði þar sem hann hefur ætlað sér að dveljast. Við komuna til landsins hefur hann í öllum tilvikum fengið afhentan bæklinga um hvaða reglur gildi í sóttkví og einnig rætt við landamæraverði en landamærvörðum er uppálagt að ræða við alla sem til landsins koma. Í bæklingnum má finna eftirfarandi málsgrein: ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

Jóhann segir að ekkert komi í veg fyrir að sóttkví sé skipt upp í tvennt, þannig að fólk dvelji fyrstu nótt á suðvesturhorninu, og haldi svo áfram ferðalaginu á þann stað sem dvelja eigi á næstu daga fram að seinni skimun. „Það eru fjöldi hótela á suðvesturhorninu sem bjóða upp á sérstaklega hagstæða gistingu fyrir fólk sem er í þessum sporum en upplýsingarnar ná einhverra hluta vegna ekki fram.“

Lætur sér ekki til hugar koma að keyra beint vestur

Jóhann lýsir því að hann hafi í þessi þrjú skipti sem hann hefur komið til landsins verið að lenda um kaffileytið eftir sex til sjö klukkustunda ferðalag til landsins. Þess má geta að vegalengdin milli Keflavíkurflugvallar og Ísafjarðar eru 500 kílómetrar og má gera ráð fyrir að ekki taki styttri tíma að keyra þá vegalengd en ríflega sex klukkustundir, miðað við eðlilegan hraða og góð akstursskilyrði og að hvergi sé stoppað.

„Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni“

Jóhann segir að hann hafi í fyrstu ferðinni til landsins í september spurt sérstaklega hvort hann mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem hann hefði aðgang að í Reykjavík og halda ferðinn áfram vestur morguninn eftir. „Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir.“

Jóhann kom síðast til landins fyrir rúmri viku síðan með þriggja ára son sinn sem hann bar á handleggnum í samtali við landamæravörð, þeir báðir þreyttir eftir ferðalagin. Skilaboðin hafi þá verið þau sömu og áður. „Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði.

Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“

„Ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm“

Jóhann vill að fólk verði beinlínis hvatt til þess að haga ferðalögum sínum með þessum hætti, í nafni umferðaröryggis og öryggis fólks. „Það er verið að bjóða hættunni heim með því að leggja svona hart að fólki að halda ferð sinni áfram og að sama skapi erum við að missa af kjörnu tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um hættuna samfara þreytu í umferðinni. Þreyta er að minnsta kosti jafn hættuleg og ölvun og lyfjaneysla við akstur. Ég sjálfur myndi aldrei, núna eftir að ég komst til vits og ár, myndi aldrei keyra beint vestur eftir komu til landsins, ekki einu sinni við bestu aðstæður.“

Jóhann segir að hann hafi bent á þetta á samráðsfundi sem haldinn var á sunnudaginn eftir slysið í Skötufirði. Kollegi hans hafi tekið málið upp á samráðsfundi almannavarna einnig. „Svo er máttur Facebook þannig að skólafélagi minn úr grunnskóla er kvæntur konu sem er innsti koppur í búri hjá almannavörnum og þau tóku þetta fyrir á fundi strax í morgun. Ég er mjög ánægður með öll þau viðbrögð sem ég hef fengið að heyra. Það virðist vera að skynsemin fái að ráða í þessu, að málin séu rædd af yfirvegun og ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm.“

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár