Baldvin Valdemarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, segir í samtali við Stundina að hann sé mjög vantrúa á fréttaflutning af framferði Samherja í Namibíu og ásökunum um að fyrirtækið hafi greitt þarlendum embættismönnum. Hann segir málið illa rannsakað og bíður eftir niðurstöðu frá yfirvöldum sem hann treystir.
Þegar Baldvin var bæjarfulltrúi, fram til 2018, vakti það athygli í að minnsta kosti einu máli hversu ötullega hann varði Samherja. Baldvin náði ekki inn í bæjarstjórn í kosningunum 2018, þar sem hann var þriðji maður á lista, en hann er enn þá jafn ákafur stuðningsmaður Samherja.
Að mati Baldvins ætti almenningur ekki að „halda niðri í sér andanum“, eins og hann orðar það, varðandi niðurstöður úr rannsókninni á Samherja. „Við ættum öll að bíða eftir því að það komi niðurstaða í þetta mál hjá þeim sem eiga að rannsaka þau mál. Ég treysti því alveg. Þetta mál er hjá saksóknara og …
Athugasemdir