Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku

Rann­sókn lög­reglu á hugs­an­legu broti á sótt­varn­ar­lög­um í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu er langt kom­in. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var með­al gesta í saln­um.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Sagðist ekki hafa brotið sóttvarnarlög Bjarni baðst afsökunar en taldi sig ekki hafa brotið gegn sóttvarnarlögum. Rannsókn lögreglu á samkvæminu í Ásmundarsal er á lokametrunum. Mynd: Kastljós - skjáskot

Rannsókn lögreglu á samkomu sem stöðvuð var í Ásmundarsal á að kvöldi Þorláksmessu er langt komin og má jafnvel búast við því að málið verði sent til ákærusviðs seinna í þessari viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn gesta í salnum þegar lögregla mætti og leysti samkvæmið upp.

Lögreglan leysti upp gleðskap í Ásmundarsal á ellefta tímanum að kvöldi Þorláksmessu. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að miðað við gildandi sóttvarnarreglur hefði salurinn átt að vera lokaður á þeim tíma. Engu að síður voru samankomin í salnum á milli 40 og 50 manns og meðal þeirra voru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir eiginkona hans. Talsverð ölvun mun hafa verið meðal gesta og enginn með andlitsgrímu, þrátt fyrir að fjarlægðartakmörk væru því sem næst hvergi virt. Þá fengu lögreglumenn yfir sig svívirðingar þegar þeir vísuðu gestum út og líkti einn gestkomandi þeim við nasista. Lögreglan hefur undanfarna daga farið yfir myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. 

„Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs“
Jóhann Karl Þórisson
stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu

Jóhann Karl Þórisson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu segir málið vera eitt af á bilinu 30 til 40 málum er varði sóttvarnarbrot. Elstu málin eru frá því október og bætist reglulega við. „Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs.“ Ákærusvið lögreglunnar tekur í framhaldi af því ákvörðun um hvert framhald málsins verður, hvort sektum verður beitt. Aðspurður sagðist Jóhann Karl ekki geta upplýst neitt frekar um rannsókn málsins.

Nokkur mál hafa þegar verið kláruð hjá lögreglu og þeim vísað til ákærusviðs. Þar væru málin enn til meðferðar og sagðist Jóhann Karl ekki vita til þess að sektum hefði verið beitt vegna brota á sóttvarnarlögum til þessa.

Bjarni harðlega gagnrýndur og baðst afsökunar

Bjarni var harðlega gagnrýndur fyrir veru sína í Ásmundarsal. Þannig sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar að Bjarni hlyti að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, kallaði þá eftir að Bjarni segði af sér enda hefði samkoman verið „skammarlegt brot á sóttvarnarreglum“ og hefði getað komið af stað ofurdreifingu Covid-19 kórónaveirunnar.

Bjarni sjálfur baðst afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal með yfirlýsingu þar sem hann lýsti því að hann hefði átt að yfirgefa samkvæmið þegar hann áttaði sig á því að það væri of fjölmennt. Það hefði hann ekki gert og baðst hann afsökunar á því. Hann teldi þó ekki að hegðun sín kallaði á afsögn. Hann líti ekki svo á að hann hafi brotið sóttvarnarlög, hann teldi að ekki hefði verið um samkomu að ræða heldur listaverkasölusýningu og að hann hefði aðeins staldrað við í Ásmundarsal í um fimmtán mínútur. Sú lýsing rímar þó ekki að öllu leyti við framkomnar upplýsingar í málinu sem benda til að Bjarni hafi verið lengur á svæðinu en svo.

„Ég bara get ekki skrifað upp á það að með því að mæta á opna sölusýningu sé ég að haga mér gáleysislega,“ sagði Bjarni í viðtali í Kastljósinu fimm dögum eftir atburðinn.

Eigendur staðarins sendu frá sér yfirlýsingu í upphafi þar sem þeir báðust afsökunar á því að hafa misst yfirsýn á gestafjölda, sem hafi skyndilega vaxið úr 10 í 40. Síðar var sú fullyrðing fjarlægð úr yfirlýsingu og því haldið fram að Ásmundarsalur hefði haft leyfi fyrir samtals 50 manns.

Í frétt á vef Vísis er greint frá því að rætt hafi verið við einstakling sem tilkynnti um það sem hann taldi brot á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal klukkan 22.24 að kvöldi þorláksmessu. Viðkomandi ber að hafa séð Bjarna mæti þangað um tíu mínútum áður en lögreglu var gert viðvart. Lögregla mun svo hafa komið á staðinn um hálftíma eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár