Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku

Rann­sókn lög­reglu á hugs­an­legu broti á sótt­varn­ar­lög­um í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu er langt kom­in. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var með­al gesta í saln­um.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Sagðist ekki hafa brotið sóttvarnarlög Bjarni baðst afsökunar en taldi sig ekki hafa brotið gegn sóttvarnarlögum. Rannsókn lögreglu á samkvæminu í Ásmundarsal er á lokametrunum. Mynd: Kastljós - skjáskot

Rannsókn lögreglu á samkomu sem stöðvuð var í Ásmundarsal á að kvöldi Þorláksmessu er langt komin og má jafnvel búast við því að málið verði sent til ákærusviðs seinna í þessari viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn gesta í salnum þegar lögregla mætti og leysti samkvæmið upp.

Lögreglan leysti upp gleðskap í Ásmundarsal á ellefta tímanum að kvöldi Þorláksmessu. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að miðað við gildandi sóttvarnarreglur hefði salurinn átt að vera lokaður á þeim tíma. Engu að síður voru samankomin í salnum á milli 40 og 50 manns og meðal þeirra voru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir eiginkona hans. Talsverð ölvun mun hafa verið meðal gesta og enginn með andlitsgrímu, þrátt fyrir að fjarlægðartakmörk væru því sem næst hvergi virt. Þá fengu lögreglumenn yfir sig svívirðingar þegar þeir vísuðu gestum út og líkti einn gestkomandi þeim við nasista. Lögreglan hefur undanfarna daga farið yfir myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. 

„Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs“
Jóhann Karl Þórisson
stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu

Jóhann Karl Þórisson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu segir málið vera eitt af á bilinu 30 til 40 málum er varði sóttvarnarbrot. Elstu málin eru frá því október og bætist reglulega við. „Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs.“ Ákærusvið lögreglunnar tekur í framhaldi af því ákvörðun um hvert framhald málsins verður, hvort sektum verður beitt. Aðspurður sagðist Jóhann Karl ekki geta upplýst neitt frekar um rannsókn málsins.

Nokkur mál hafa þegar verið kláruð hjá lögreglu og þeim vísað til ákærusviðs. Þar væru málin enn til meðferðar og sagðist Jóhann Karl ekki vita til þess að sektum hefði verið beitt vegna brota á sóttvarnarlögum til þessa.

Bjarni harðlega gagnrýndur og baðst afsökunar

Bjarni var harðlega gagnrýndur fyrir veru sína í Ásmundarsal. Þannig sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar að Bjarni hlyti að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, kallaði þá eftir að Bjarni segði af sér enda hefði samkoman verið „skammarlegt brot á sóttvarnarreglum“ og hefði getað komið af stað ofurdreifingu Covid-19 kórónaveirunnar.

Bjarni sjálfur baðst afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal með yfirlýsingu þar sem hann lýsti því að hann hefði átt að yfirgefa samkvæmið þegar hann áttaði sig á því að það væri of fjölmennt. Það hefði hann ekki gert og baðst hann afsökunar á því. Hann teldi þó ekki að hegðun sín kallaði á afsögn. Hann líti ekki svo á að hann hafi brotið sóttvarnarlög, hann teldi að ekki hefði verið um samkomu að ræða heldur listaverkasölusýningu og að hann hefði aðeins staldrað við í Ásmundarsal í um fimmtán mínútur. Sú lýsing rímar þó ekki að öllu leyti við framkomnar upplýsingar í málinu sem benda til að Bjarni hafi verið lengur á svæðinu en svo.

„Ég bara get ekki skrifað upp á það að með því að mæta á opna sölusýningu sé ég að haga mér gáleysislega,“ sagði Bjarni í viðtali í Kastljósinu fimm dögum eftir atburðinn.

Eigendur staðarins sendu frá sér yfirlýsingu í upphafi þar sem þeir báðust afsökunar á því að hafa misst yfirsýn á gestafjölda, sem hafi skyndilega vaxið úr 10 í 40. Síðar var sú fullyrðing fjarlægð úr yfirlýsingu og því haldið fram að Ásmundarsalur hefði haft leyfi fyrir samtals 50 manns.

Í frétt á vef Vísis er greint frá því að rætt hafi verið við einstakling sem tilkynnti um það sem hann taldi brot á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal klukkan 22.24 að kvöldi þorláksmessu. Viðkomandi ber að hafa séð Bjarna mæti þangað um tíu mínútum áður en lögreglu var gert viðvart. Lögregla mun svo hafa komið á staðinn um hálftíma eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár