Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku

Rann­sókn lög­reglu á hugs­an­legu broti á sótt­varn­ar­lög­um í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu er langt kom­in. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var með­al gesta í saln­um.

Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Sagðist ekki hafa brotið sóttvarnarlög Bjarni baðst afsökunar en taldi sig ekki hafa brotið gegn sóttvarnarlögum. Rannsókn lögreglu á samkvæminu í Ásmundarsal er á lokametrunum. Mynd: Kastljós - skjáskot

Rannsókn lögreglu á samkomu sem stöðvuð var í Ásmundarsal á að kvöldi Þorláksmessu er langt komin og má jafnvel búast við því að málið verði sent til ákærusviðs seinna í þessari viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn gesta í salnum þegar lögregla mætti og leysti samkvæmið upp.

Lögreglan leysti upp gleðskap í Ásmundarsal á ellefta tímanum að kvöldi Þorláksmessu. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að miðað við gildandi sóttvarnarreglur hefði salurinn átt að vera lokaður á þeim tíma. Engu að síður voru samankomin í salnum á milli 40 og 50 manns og meðal þeirra voru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir eiginkona hans. Talsverð ölvun mun hafa verið meðal gesta og enginn með andlitsgrímu, þrátt fyrir að fjarlægðartakmörk væru því sem næst hvergi virt. Þá fengu lögreglumenn yfir sig svívirðingar þegar þeir vísuðu gestum út og líkti einn gestkomandi þeim við nasista. Lögreglan hefur undanfarna daga farið yfir myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. 

„Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs“
Jóhann Karl Þórisson
stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu

Jóhann Karl Þórisson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu segir málið vera eitt af á bilinu 30 til 40 málum er varði sóttvarnarbrot. Elstu málin eru frá því október og bætist reglulega við. „Ég hugsa að þetta mál gæti verið klárað í vikunni og fer þá bara til ákærusviðs.“ Ákærusvið lögreglunnar tekur í framhaldi af því ákvörðun um hvert framhald málsins verður, hvort sektum verður beitt. Aðspurður sagðist Jóhann Karl ekki geta upplýst neitt frekar um rannsókn málsins.

Nokkur mál hafa þegar verið kláruð hjá lögreglu og þeim vísað til ákærusviðs. Þar væru málin enn til meðferðar og sagðist Jóhann Karl ekki vita til þess að sektum hefði verið beitt vegna brota á sóttvarnarlögum til þessa.

Bjarni harðlega gagnrýndur og baðst afsökunar

Bjarni var harðlega gagnrýndur fyrir veru sína í Ásmundarsal. Þannig sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar að Bjarni hlyti að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, kallaði þá eftir að Bjarni segði af sér enda hefði samkoman verið „skammarlegt brot á sóttvarnarreglum“ og hefði getað komið af stað ofurdreifingu Covid-19 kórónaveirunnar.

Bjarni sjálfur baðst afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal með yfirlýsingu þar sem hann lýsti því að hann hefði átt að yfirgefa samkvæmið þegar hann áttaði sig á því að það væri of fjölmennt. Það hefði hann ekki gert og baðst hann afsökunar á því. Hann teldi þó ekki að hegðun sín kallaði á afsögn. Hann líti ekki svo á að hann hafi brotið sóttvarnarlög, hann teldi að ekki hefði verið um samkomu að ræða heldur listaverkasölusýningu og að hann hefði aðeins staldrað við í Ásmundarsal í um fimmtán mínútur. Sú lýsing rímar þó ekki að öllu leyti við framkomnar upplýsingar í málinu sem benda til að Bjarni hafi verið lengur á svæðinu en svo.

„Ég bara get ekki skrifað upp á það að með því að mæta á opna sölusýningu sé ég að haga mér gáleysislega,“ sagði Bjarni í viðtali í Kastljósinu fimm dögum eftir atburðinn.

Eigendur staðarins sendu frá sér yfirlýsingu í upphafi þar sem þeir báðust afsökunar á því að hafa misst yfirsýn á gestafjölda, sem hafi skyndilega vaxið úr 10 í 40. Síðar var sú fullyrðing fjarlægð úr yfirlýsingu og því haldið fram að Ásmundarsalur hefði haft leyfi fyrir samtals 50 manns.

Í frétt á vef Vísis er greint frá því að rætt hafi verið við einstakling sem tilkynnti um það sem hann taldi brot á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal klukkan 22.24 að kvöldi þorláksmessu. Viðkomandi ber að hafa séð Bjarna mæti þangað um tíu mínútum áður en lögreglu var gert viðvart. Lögregla mun svo hafa komið á staðinn um hálftíma eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár