Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

280. spurningaþraut: Kóngar og erfðaríki

280. spurningaþraut: Kóngar og erfðaríki

Hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Þessi þraut snýst öll um kónga og drottningar og þess háttar fólk, þau sem nú sitja, hér og þar um heiminn. Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn til hægri á myndinni?

***

1.   Hvað heitir konungur Noregs?

2.   Innan landamæra Frakklands í suðri er lítið sjálfstætt erfðaríki. Þar situr svonefndur fursti. Hvað heitir sá fursti sem nú situr? Hér þarf aðeins nafnið hans, ekki númerið. Slíkt er raunin um allar spurningar hér.

3.   Í öðru Evrópulandi situr stórhertogi í hásæti sem þjóðhöfðingi. Hvaða land er það?

4.   Hvað heitir drottning Danmerkur?

5.   Vilhjálmur Alexander heitir kóngurinn í Evrópulandi einu. Hvaða land er það?

6.   Frá Spáni berast nú margar fréttir um margvísleg vandræði sem fyrrverandi kóngur, Jóhann Karl, er lentur í. Hann sagði af sér 2014 og sonur hans tók við. Hvað heitir sá núverandi kóngur Spánar?

7.   Svo skemmtilega vill til að kóngurinn í öðru Evrópulandi heitir sama nafni og kóngurinn á Spáni, þótt það sé reyndar ekki stafsett alveg eins. Í hvaða Evrópulandi situr þessi nafni spænska kóngsins?

8.   Kóngur nokkur ber hið opinbera embættisheiti Phrabat Somdet Phra Vajira Klao Chao Yu Hua, en er yfirleitt bara kallaður Vajiralongkorn. Hann er talinn vera ríkasti kóngur í heimi, töluvert ríkari en Elísabet Bretadrottning. Í hinu fjölmenna ríki hans er bannað með lögum að gagnrýna kónginn. Í hvaða landi ríkir Vajiralongkorn?

9.   Í Afríku er eitt ríki þar sem enn er einveldi konungs. Kóngurinn heitir Mswati og er frægur fyrir íburð og bruðl, og ekki síður fyrir fjölda eiginkvenna en þegar síðast fréttist átti hann 15 slíkar. Í hvaða landi ríkir Mswati? Tekið skal fram að ríki hans skipti fyrir ekki löngu um nafn en hér má nota bæði gamla og nýja nafnið.

10.   Hvað er fjölmennasta ríki heimsins sem enn er erfðaríki?

***

Síðari aukaspurning:

Þessi maður, Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, er konungur í litlu og fjöllóttu landi í Asíu. Það er aðeins um einn þriðji af stærð Íslands og ber ekki mikið á því milli voldugra nágranna. Formlegur titill þessa fertuga þjóðhöfðingja er „drekakonungurinn“ og hann situr í höfuðborginni Thimpu. Í hvaða landi ríkir drekakonungurinn?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Haraldur.

2.   Albert (fursti í Monaco).

3.   Luxemburg.

4.   Margrét.

5.   Hollandi.

6.   Felipe eða Filippus.

7.   Belgíu (þar er kóngurinn Philippe eða Filippus).

8.   Thaílandi.

9.   Swazilandi eða Eswatini.

10.   Japan.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Filippus (vinsælt nafn í konungsættum!) eiginmann Elísabetar drottningar.

Drekakóngurinn á neðri myndinni ríkir í Bhutan.

***

Sjá svo hér hlekk á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár