Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

280. spurningaþraut: Kóngar og erfðaríki

280. spurningaþraut: Kóngar og erfðaríki

Hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Þessi þraut snýst öll um kónga og drottningar og þess háttar fólk, þau sem nú sitja, hér og þar um heiminn. Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn til hægri á myndinni?

***

1.   Hvað heitir konungur Noregs?

2.   Innan landamæra Frakklands í suðri er lítið sjálfstætt erfðaríki. Þar situr svonefndur fursti. Hvað heitir sá fursti sem nú situr? Hér þarf aðeins nafnið hans, ekki númerið. Slíkt er raunin um allar spurningar hér.

3.   Í öðru Evrópulandi situr stórhertogi í hásæti sem þjóðhöfðingi. Hvaða land er það?

4.   Hvað heitir drottning Danmerkur?

5.   Vilhjálmur Alexander heitir kóngurinn í Evrópulandi einu. Hvaða land er það?

6.   Frá Spáni berast nú margar fréttir um margvísleg vandræði sem fyrrverandi kóngur, Jóhann Karl, er lentur í. Hann sagði af sér 2014 og sonur hans tók við. Hvað heitir sá núverandi kóngur Spánar?

7.   Svo skemmtilega vill til að kóngurinn í öðru Evrópulandi heitir sama nafni og kóngurinn á Spáni, þótt það sé reyndar ekki stafsett alveg eins. Í hvaða Evrópulandi situr þessi nafni spænska kóngsins?

8.   Kóngur nokkur ber hið opinbera embættisheiti Phrabat Somdet Phra Vajira Klao Chao Yu Hua, en er yfirleitt bara kallaður Vajiralongkorn. Hann er talinn vera ríkasti kóngur í heimi, töluvert ríkari en Elísabet Bretadrottning. Í hinu fjölmenna ríki hans er bannað með lögum að gagnrýna kónginn. Í hvaða landi ríkir Vajiralongkorn?

9.   Í Afríku er eitt ríki þar sem enn er einveldi konungs. Kóngurinn heitir Mswati og er frægur fyrir íburð og bruðl, og ekki síður fyrir fjölda eiginkvenna en þegar síðast fréttist átti hann 15 slíkar. Í hvaða landi ríkir Mswati? Tekið skal fram að ríki hans skipti fyrir ekki löngu um nafn en hér má nota bæði gamla og nýja nafnið.

10.   Hvað er fjölmennasta ríki heimsins sem enn er erfðaríki?

***

Síðari aukaspurning:

Þessi maður, Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, er konungur í litlu og fjöllóttu landi í Asíu. Það er aðeins um einn þriðji af stærð Íslands og ber ekki mikið á því milli voldugra nágranna. Formlegur titill þessa fertuga þjóðhöfðingja er „drekakonungurinn“ og hann situr í höfuðborginni Thimpu. Í hvaða landi ríkir drekakonungurinn?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Haraldur.

2.   Albert (fursti í Monaco).

3.   Luxemburg.

4.   Margrét.

5.   Hollandi.

6.   Felipe eða Filippus.

7.   Belgíu (þar er kóngurinn Philippe eða Filippus).

8.   Thaílandi.

9.   Swazilandi eða Eswatini.

10.   Japan.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Filippus (vinsælt nafn í konungsættum!) eiginmann Elísabetar drottningar.

Drekakóngurinn á neðri myndinni ríkir í Bhutan.

***

Sjá svo hér hlekk á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár