Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

Þrautin frá því í gær!

***

Aukaspurningar:

Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir.

***

Aðalspurningar:

1.   Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku?

2.   Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir. Hvað er það?

3.   Fimm algengustu ættarnöfnin í Bandaríkjunum eru af klassískum engilsaxneskum uppruna, en það sjötta ekki. Hvaða ættarnafn skyldi það vera?

4.   Alls bera Bandaríkjamenn 6,3 milljónir ættarnafna. En sirka hversu mörg ættarnöfn eru til í Kína, þar sem íbúarnir eru 1,3 milljarður? Eru þau sex þúsund, sextíu þúsund, sex hundruð þúsund, sex milljónir, sextíu milljónir eða sex hundruð milljónir?

5.   Hvaða íslenska orð er hægt að nota bæði yfir illmenni og drykkjarílát?

6.   Hver er syðsti staður á Íslandi?

7.   Í hvaða landi er borgin Casablanca, sú sem fræg bíómynd er kennd við?

8.   En hvaða landi tilheyrir eyjan Baffinsland?

9.   Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík stóð upphaflega úti á landi, en árið 1910 var það flutt til höfuðstaðarins. Hvar stóð þetta glæsihús upphaflega?

10.   Hvað heitir lengsta áin sem fellur í Eyjafjörð?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Peanuts.

2.   Smith.

3.   Garcia.

4.   Kínversk ættarnöfn eru aðeins sex þúsund. Sjá hér nánari upplýsingar, ef einhver vill.

5.   Fantur.

6.   Surtsey.

7.   Marokkó.

8.   Kanada.

9.   Flateyri.

10.   Fnjóská.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Smáfólksins hét Schulz.

Á neðri myndinni Agnetha Fältskog, sem áður gerði garðinn frægan með ABBA.

***

Og aftur er hér hlekkur á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár