Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

Þrautin frá því í gær!

***

Aukaspurningar:

Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir.

***

Aðalspurningar:

1.   Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku?

2.   Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir. Hvað er það?

3.   Fimm algengustu ættarnöfnin í Bandaríkjunum eru af klassískum engilsaxneskum uppruna, en það sjötta ekki. Hvaða ættarnafn skyldi það vera?

4.   Alls bera Bandaríkjamenn 6,3 milljónir ættarnafna. En sirka hversu mörg ættarnöfn eru til í Kína, þar sem íbúarnir eru 1,3 milljarður? Eru þau sex þúsund, sextíu þúsund, sex hundruð þúsund, sex milljónir, sextíu milljónir eða sex hundruð milljónir?

5.   Hvaða íslenska orð er hægt að nota bæði yfir illmenni og drykkjarílát?

6.   Hver er syðsti staður á Íslandi?

7.   Í hvaða landi er borgin Casablanca, sú sem fræg bíómynd er kennd við?

8.   En hvaða landi tilheyrir eyjan Baffinsland?

9.   Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík stóð upphaflega úti á landi, en árið 1910 var það flutt til höfuðstaðarins. Hvar stóð þetta glæsihús upphaflega?

10.   Hvað heitir lengsta áin sem fellur í Eyjafjörð?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Peanuts.

2.   Smith.

3.   Garcia.

4.   Kínversk ættarnöfn eru aðeins sex þúsund. Sjá hér nánari upplýsingar, ef einhver vill.

5.   Fantur.

6.   Surtsey.

7.   Marokkó.

8.   Kanada.

9.   Flateyri.

10.   Fnjóská.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Smáfólksins hét Schulz.

Á neðri myndinni Agnetha Fältskog, sem áður gerði garðinn frægan með ABBA.

***

Og aftur er hér hlekkur á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár