268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira

Þrautin frá því í gær!

***

Aukaspurningar:

Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir.

***

Aðalspurningar:

1.   Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku?

2.   Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir. Hvað er það?

3.   Fimm algengustu ættarnöfnin í Bandaríkjunum eru af klassískum engilsaxneskum uppruna, en það sjötta ekki. Hvaða ættarnafn skyldi það vera?

4.   Alls bera Bandaríkjamenn 6,3 milljónir ættarnafna. En sirka hversu mörg ættarnöfn eru til í Kína, þar sem íbúarnir eru 1,3 milljarður? Eru þau sex þúsund, sextíu þúsund, sex hundruð þúsund, sex milljónir, sextíu milljónir eða sex hundruð milljónir?

5.   Hvaða íslenska orð er hægt að nota bæði yfir illmenni og drykkjarílát?

6.   Hver er syðsti staður á Íslandi?

7.   Í hvaða landi er borgin Casablanca, sú sem fræg bíómynd er kennd við?

8.   En hvaða landi tilheyrir eyjan Baffinsland?

9.   Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík stóð upphaflega úti á landi, en árið 1910 var það flutt til höfuðstaðarins. Hvar stóð þetta glæsihús upphaflega?

10.   Hvað heitir lengsta áin sem fellur í Eyjafjörð?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Peanuts.

2.   Smith.

3.   Garcia.

4.   Kínversk ættarnöfn eru aðeins sex þúsund. Sjá hér nánari upplýsingar, ef einhver vill.

5.   Fantur.

6.   Surtsey.

7.   Marokkó.

8.   Kanada.

9.   Flateyri.

10.   Fnjóská.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur Smáfólksins hét Schulz.

Á neðri myndinni Agnetha Fältskog, sem áður gerði garðinn frægan með ABBA.

***

Og aftur er hér hlekkur á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár