Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tvöföld skimun verður skylda

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra gef­ur út reglu­gerð í dag sem skyld­ar alla sem til lands­ins koma í tvö­falda sýna­töku vegna Covid-19. Ráð­herra tel­ur að laga­heim­ild­ir standi til þess, ólíkt því sem áð­ur hef­ur ver­ið.

Tvöföld skimun verður skylda
Gerir tvöfalda skimun að skyldu Svandís gefur út reglugerð þessa efnis í dag. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst gefa út reglugerð í dag sem gerir fólki sem kemur til landsins skylt af fara í tvöfalda skimun vegna Covid-19. Val um að fara í fjórtán daga sóttkví þess í stað verður afnumið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til að þessi háttur verði hafður á, til að minnka líkur á að smit berist inn í landið. Að mati heilbrigðisráðuneytisins stóð hins vegar ekki lagastoð til þess að svo væri hægt að gera. Við því virðist Svandís því vera að bregðast nú.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Svandísi að stjórnvöld teldu nú að lagaheimildir væru fyrir setningu reglugerðarinnar, sem væri neyðarúrræði.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er fjöldi brota á fjórtán daga sóttkví og vaxandi alvarleiki í útbreiðslu veirunnar erlendis. Mikill fjöldi smita hefur greinst á landamærunum að undanförnu, þar á meðal af hinu svokallaða breska afbrigði sem er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Allir sem til landsins koma munu þurfa að sæta reglunum, utan þeir sem geta stutt það með læknisfræðilegum rökum að þeir þurfi undanþágu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár