Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tvöföld skimun verður skylda

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra gef­ur út reglu­gerð í dag sem skyld­ar alla sem til lands­ins koma í tvö­falda sýna­töku vegna Covid-19. Ráð­herra tel­ur að laga­heim­ild­ir standi til þess, ólíkt því sem áð­ur hef­ur ver­ið.

Tvöföld skimun verður skylda
Gerir tvöfalda skimun að skyldu Svandís gefur út reglugerð þessa efnis í dag. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst gefa út reglugerð í dag sem gerir fólki sem kemur til landsins skylt af fara í tvöfalda skimun vegna Covid-19. Val um að fara í fjórtán daga sóttkví þess í stað verður afnumið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til að þessi háttur verði hafður á, til að minnka líkur á að smit berist inn í landið. Að mati heilbrigðisráðuneytisins stóð hins vegar ekki lagastoð til þess að svo væri hægt að gera. Við því virðist Svandís því vera að bregðast nú.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Svandísi að stjórnvöld teldu nú að lagaheimildir væru fyrir setningu reglugerðarinnar, sem væri neyðarúrræði.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er fjöldi brota á fjórtán daga sóttkví og vaxandi alvarleiki í útbreiðslu veirunnar erlendis. Mikill fjöldi smita hefur greinst á landamærunum að undanförnu, þar á meðal af hinu svokallaða breska afbrigði sem er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Allir sem til landsins koma munu þurfa að sæta reglunum, utan þeir sem geta stutt það með læknisfræðilegum rökum að þeir þurfi undanþágu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár