Tvöföld skimun verður skylda

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra gef­ur út reglu­gerð í dag sem skyld­ar alla sem til lands­ins koma í tvö­falda sýna­töku vegna Covid-19. Ráð­herra tel­ur að laga­heim­ild­ir standi til þess, ólíkt því sem áð­ur hef­ur ver­ið.

Tvöföld skimun verður skylda
Gerir tvöfalda skimun að skyldu Svandís gefur út reglugerð þessa efnis í dag. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst gefa út reglugerð í dag sem gerir fólki sem kemur til landsins skylt af fara í tvöfalda skimun vegna Covid-19. Val um að fara í fjórtán daga sóttkví þess í stað verður afnumið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til að þessi háttur verði hafður á, til að minnka líkur á að smit berist inn í landið. Að mati heilbrigðisráðuneytisins stóð hins vegar ekki lagastoð til þess að svo væri hægt að gera. Við því virðist Svandís því vera að bregðast nú.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Svandísi að stjórnvöld teldu nú að lagaheimildir væru fyrir setningu reglugerðarinnar, sem væri neyðarúrræði.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er fjöldi brota á fjórtán daga sóttkví og vaxandi alvarleiki í útbreiðslu veirunnar erlendis. Mikill fjöldi smita hefur greinst á landamærunum að undanförnu, þar á meðal af hinu svokallaða breska afbrigði sem er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Allir sem til landsins koma munu þurfa að sæta reglunum, utan þeir sem geta stutt það með læknisfræðilegum rökum að þeir þurfi undanþágu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár