Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tvöföld skimun verður skylda

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra gef­ur út reglu­gerð í dag sem skyld­ar alla sem til lands­ins koma í tvö­falda sýna­töku vegna Covid-19. Ráð­herra tel­ur að laga­heim­ild­ir standi til þess, ólíkt því sem áð­ur hef­ur ver­ið.

Tvöföld skimun verður skylda
Gerir tvöfalda skimun að skyldu Svandís gefur út reglugerð þessa efnis í dag. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst gefa út reglugerð í dag sem gerir fólki sem kemur til landsins skylt af fara í tvöfalda skimun vegna Covid-19. Val um að fara í fjórtán daga sóttkví þess í stað verður afnumið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til að þessi háttur verði hafður á, til að minnka líkur á að smit berist inn í landið. Að mati heilbrigðisráðuneytisins stóð hins vegar ekki lagastoð til þess að svo væri hægt að gera. Við því virðist Svandís því vera að bregðast nú.

Í frétt Vísis um málið er haft eftir Svandísi að stjórnvöld teldu nú að lagaheimildir væru fyrir setningu reglugerðarinnar, sem væri neyðarúrræði.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er fjöldi brota á fjórtán daga sóttkví og vaxandi alvarleiki í útbreiðslu veirunnar erlendis. Mikill fjöldi smita hefur greinst á landamærunum að undanförnu, þar á meðal af hinu svokallaða breska afbrigði sem er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Allir sem til landsins koma munu þurfa að sæta reglunum, utan þeir sem geta stutt það með læknisfræðilegum rökum að þeir þurfi undanþágu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár