Hér er þrautin sú síðan í gær.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var Caligula?
2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert í nýjum bæ, það er ástæðulaust að vera óhamingjusamur.“
3. Hvað hét ætt Elísabetar Englandsdrottningar I.?
4. Hvað kallast Kristskirkja í Reykjavík í daglegu tali?
5. Hvað heita bestu vinir Línu langsokks? Þetta er svo létt spurning að nefna verður bæði nöfnin til að fá rétt?
6. Hvað hét höfundurinn bókanna um Línu langsokk?
7. Hver samdi tónlistina við söngleikinn Jesus Christ Superstar?
8. Hvað er algengasta íslenska heitið yfir hluta stjörnumerkis — þrjár stjörnur, nánar tiltekið — sem heitir á flestum vestrænum málum „Belti Óríóns“?
9. Hvað heitir stöðuvatn það sem næst er Laugarvatni?
10. Fyrir hvaða stjórnmálaflokk sat Álfheiður Ingadóttir á þingi — og var reyndar ráðherra um hríð líka?
***
Seinni aukaspurning:
Á árunum 1952-1962 framleiddu Bandaríkjamenn rúmlega 700 sprengjuþotur af þeirri gerð sem sést á myndinni hér að neðan. Þær eru enn í notkun, 60-70 ára gamlar. Hvað heitir tegundin?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Rómverskur keisari.
2. YMCA.
3. Tudor.
4. Landakotskirkja.
5. Tommi og Anna.
6. Astrid Lindgren.
7. Andrew Lloyd Webber.
8.

Fjósakonurnar.
9. Apavatn.
10. VG.
***
Svör við aukaspurningum:
Hlið af því tagi sem sést á myndinni er helgigripur í shinto-trúnni í Japan.
Flugvélarnar heita B-52.
Athugasemdir