Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

264. spurningaþraut: Caligula, Jesus Christ Superstar, Lína langsokkur og Álfheiður Ingadóttir

264. spurningaþraut: Caligula, Jesus Christ Superstar, Lína langsokkur og Álfheiður Ingadóttir

Hér er þrautin sú síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var Caligula?

2.   Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið  (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert í nýjum bæ, það er ástæðulaust að vera óhamingjusamur.“

3.   Hvað hét ætt Elísabetar Englandsdrottningar I.?

4.   Hvað kallast Kristskirkja í Reykjavík í daglegu tali?

5.   Hvað heita bestu vinir Línu langsokks? Þetta er svo létt spurning að nefna verður bæði nöfnin til að fá rétt?

6.   Hvað hét höfundurinn bókanna um Línu langsokk?

7.   Hver samdi tónlistina við söngleikinn Jesus Christ Superstar?

8.   Hvað er algengasta íslenska heitið yfir hluta stjörnumerkis — þrjár stjörnur, nánar tiltekið — sem heitir á flestum vestrænum málum „Belti Óríóns“?

9.   Hvað heitir stöðuvatn það sem næst er Laugarvatni?

10.   Fyrir hvaða stjórnmálaflokk sat Álfheiður Ingadóttir á þingi — og var reyndar ráðherra um hríð líka?

***

Seinni aukaspurning:

Á árunum 1952-1962 framleiddu Bandaríkjamenn rúmlega 700 sprengjuþotur af þeirri gerð sem sést á myndinni hér að neðan. Þær eru enn í notkun, 60-70 ára gamlar. Hvað heitir tegundin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rómverskur keisari.

2.   YMCA.

3.   Tudor.

4.   Landakotskirkja.

5.   Tommi og Anna.

6.   Astrid Lindgren.

7.   Andrew Lloyd Webber.

8.   

Fjósakonurnar.

9.  Apavatn.

10.   VG.

***

Svör við aukaspurningum:

Hlið af því tagi sem sést á myndinni er helgigripur í shinto-trúnni í Japan.

Flugvélarnar heita B-52.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár