Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira

263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira

Þrautin í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjallið sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Þessi á líka við myndina hér að ofan. Fjallið á myndinni prýðir alkunnugt vörumerki. Hvaða vörumerki er það?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Canberra?

3.   Hver skrifaði leikritið um Ríkarð III?

4.   Hvað merkir 00 í einkennisnúmeri bresku njósnahetjunnar 007 eða James Bond?

5.   Hljómsveitin Blondie ætlar í tónleikaferð um Bretland í nóvember 2021. Þá verður aðalsöngkonan orðin 76 ára en hún mun vart láta sitt eftir liggja, ef ég þekki hana rétt. Hvað heitir hún?

6.  Þjórsá er lengsta á á Íslandi, að talið er. Hvað þýðir „þjór“?

7.   Hvernig er framhaldið: „Á misjöfnu þrífast ...“?

8.   Eitt af afmælisbörnum dagsins fæddist 14. janúar árið 83 fyrir Krist. Hann var einn af helstu hjálparkokkum Júliusar Caesars í Rómaveldi hinu mikla, en eftir að Caesar var myrtur gerðist hann sjálfur valdamaður mikill. Hann reyndi meira að segja að koma í stað Caesars í sæng drottningarinnar af Egiftalandi, hennar Kleopötru. Um síðir beið hann lægri hlut í borgarastríði í Róm gegn Ágústusi þeim sem varð fyrsti formlegi keisari heimsveldsins. En hvað hét afmælisbarnið?

9.   Annað afmælisbarn dagsins fæddist öllu síðar eða 14. janúar árið 1982. Hann lagði fyrir sig fótbolta og stóð í marki Barcelona á gullaldartíðinni undir stjórn Pep Guardiola, þegar hann hjálpaði Messi og félögum að vinna allt sem í boði var. Seinna reyndi markvörður þessi fyrir sér hjá Manchester United, en raunar með litlum árangri. Hvað heitir hann?

10.    Þriðja afmælisbarnið fæddist á þessum degi 1969 og var um hríð trommuleikari í hinni vinsælu og áhrifamiklu hljómsveit Nirvana, en stofnaði síðan sína eigin hljómsveit, Foo Fighters. Hvað heitir þetta afmælisbarn?   

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá eina allra, allra frægustu konu 20. aldarinnar eins og hún leit út í blábernsku. Undir hvaða nafni varð hún síðar fræg?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Toblerone.

2.   Ástralía.

3.   William Shakespeare.

4.   Að hann hefur leyfi til að drepa.

5.   Debbie Harry.

6.   Naut.

7.   Börnin best.

8.   Marcus Antonius.

9.   Victor Valdez.

10.   David Grohl.

***

Svör við aukaspurningum:

Fjallið á efri myndinni er Matterhorn.

Barnið á neðri myndinni varð frægt undir nafninu Marilyn Monroe.

***

Og svo aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár