Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira

263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira

Þrautin í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjallið sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Þessi á líka við myndina hér að ofan. Fjallið á myndinni prýðir alkunnugt vörumerki. Hvaða vörumerki er það?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Canberra?

3.   Hver skrifaði leikritið um Ríkarð III?

4.   Hvað merkir 00 í einkennisnúmeri bresku njósnahetjunnar 007 eða James Bond?

5.   Hljómsveitin Blondie ætlar í tónleikaferð um Bretland í nóvember 2021. Þá verður aðalsöngkonan orðin 76 ára en hún mun vart láta sitt eftir liggja, ef ég þekki hana rétt. Hvað heitir hún?

6.  Þjórsá er lengsta á á Íslandi, að talið er. Hvað þýðir „þjór“?

7.   Hvernig er framhaldið: „Á misjöfnu þrífast ...“?

8.   Eitt af afmælisbörnum dagsins fæddist 14. janúar árið 83 fyrir Krist. Hann var einn af helstu hjálparkokkum Júliusar Caesars í Rómaveldi hinu mikla, en eftir að Caesar var myrtur gerðist hann sjálfur valdamaður mikill. Hann reyndi meira að segja að koma í stað Caesars í sæng drottningarinnar af Egiftalandi, hennar Kleopötru. Um síðir beið hann lægri hlut í borgarastríði í Róm gegn Ágústusi þeim sem varð fyrsti formlegi keisari heimsveldsins. En hvað hét afmælisbarnið?

9.   Annað afmælisbarn dagsins fæddist öllu síðar eða 14. janúar árið 1982. Hann lagði fyrir sig fótbolta og stóð í marki Barcelona á gullaldartíðinni undir stjórn Pep Guardiola, þegar hann hjálpaði Messi og félögum að vinna allt sem í boði var. Seinna reyndi markvörður þessi fyrir sér hjá Manchester United, en raunar með litlum árangri. Hvað heitir hann?

10.    Þriðja afmælisbarnið fæddist á þessum degi 1969 og var um hríð trommuleikari í hinni vinsælu og áhrifamiklu hljómsveit Nirvana, en stofnaði síðan sína eigin hljómsveit, Foo Fighters. Hvað heitir þetta afmælisbarn?   

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá eina allra, allra frægustu konu 20. aldarinnar eins og hún leit út í blábernsku. Undir hvaða nafni varð hún síðar fræg?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Toblerone.

2.   Ástralía.

3.   William Shakespeare.

4.   Að hann hefur leyfi til að drepa.

5.   Debbie Harry.

6.   Naut.

7.   Börnin best.

8.   Marcus Antonius.

9.   Victor Valdez.

10.   David Grohl.

***

Svör við aukaspurningum:

Fjallið á efri myndinni er Matterhorn.

Barnið á neðri myndinni varð frægt undir nafninu Marilyn Monroe.

***

Og svo aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár