„Ég útbjó hjólið með negldum dekkjum og það er ekki sá dagur sem ég get ekki notað það. Ég læt strákana mína gera þetta með mér og við notum strætó samhliða. Ég bý í Grafarvogi og hjóla niður í bæ. Þetta er líka mín líkamsrækt. Ég fékk mér nagladekk og byrjaði síðasta vetur, sem var nokkuð þungur. Ég hef ekki haft áhuga á að skipta síðan.
Sjónarmiðið er þetta – ef maður hugsar það í hnattrænu samhengi – að breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum. Þetta er líka bara ódýrara, við fáum hreyfingu, við fáum félagsskap, erum meira í kringum fólk og erum ekki alltaf föst í umferðinni. Okkur líður betur. Við erum fljótari að komast ferða okkar á háannatíma með því að hjóla og taka strætó.
Mér finnst strætó vera dæmdur allt of hart á Íslandi. Strætókerfið hefur batnað mjög mikið. Hann kemur á tíu mínútna fresti, svo …
Athugasemdir