Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

259. spurningaþraut: Að hverju leitar SETI og hver var Jan Janszoon?

259. spurningaþraut: Að hverju leitar SETI og hver var Jan Janszoon?

Jú, alveg rétt: Hér er hlekkur á þraut gærdagsins. Mig minnir að þú eigir hana eftir.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Við hvaða tækifæri var myndin hér að ofan tekin?

***

Aðaspurningar:

1.   Margaret Mitchell var rithöfundur og einn sá vinsælasti í heimi, en bara út á eina bók, því fleiri gaf hún ekki út um sína daga. Hvað hét þessi vinsæla bók Mitchell?

2.   Hver skrifaði söguna Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns?

3.   Hvar á landinu er Reykhólasveit?

4.   Bandarískt tónskáld heitir Philip Glass. Íslenskur tónlistarmaður gaf fyrir nokkrum misserum út túlkun sína á verkum hans. Hver er tónlistarmaðurinn?

5.   Quetzalcoatl hét guð einn. Hvar í veröldinni var hann í hávegum hafður. Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

6.   Hversu hár er Hvannadalshnjúkur? Skekkjumörk eru 2 metrar til eða frá.

7.   Í hvaða landi var Friðrik mikli konungur á árunum 1740-1786?

8.   Jan Janszoon var hollenskur maður er fæddist í Haarlem árið 1575. Hann gerðist sjómaður á unga aldri. Hver eru tengsl Jan Janszoons við íslenska sögu?

9.   SETI heitir stofnun ein, sem komið var á koppinn árið 1984 og hefur unnið að markmiðum sínum sleitulaust síðan. Markmiðin felast í leit að tilteknu fyrirbrigði, sem ekki hefur fundist ennþá, og sumir eru reyndar hálfsmeykir við tilhugsunina ef það myndi nú finnast. En í reynd efast þó fáir um að þetta sé til og sennilega mjög víða. Að hverju er SETI að leita?

10.   Árið 1929 varð hinn núverandi Sjálfstæðisflokkur til við sameiningu Frjálslynda flokksins og ... hvað hét hinn flokkurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Húsið á myndinni hér að neðan var aldrei reist. Hvaða hús er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gone With the Wind, eða Á hverfanda hveli.

2.   Ásta Sigurðardóttir.

3.   Á Vestfjörðum.

4.   Víkingur Heiðar.

5.   Mið-Ameríku. 

6.   Hnjúkurinn mælist vera 2,109.6 metrar, svo rétt dæmist vera 2.107-2.112.

7.   Prússlandi. Þýskaland er að sjálfsögðu ekki rétt.

8.   Hann var einn af leiðtogum hins svonefnda Tyrkjaráns. Nóg er að kannast við Tyrkjaránið, annað skiptir ekki máli í þetta sinn.

9.   Lífi í alheiminum, geimverum.

10.   Íhaldsflokkurinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni kveður Nixon Bandaríkjaforseti Hvíta húsið 1974 eftir að hafa neyðst til að segja af sér. „Afsögn“ og „Nixon“ dugar.

Á neðri myndinni er stöðvarhús vatnsaflsvirkjunar sem fossafélagið Títan hugðist reisa við Urriðafoss í Þjórsá. Hér er nóg að vita að málið snýst um „virkjun“ og nefna þarf annaðhvort Títan eða Einar Benediktsson, frumkvöðul félagsins. 

***

Og ef þú átt þraut gærdagsins enn eftir, þá er hér aptur hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár