Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

258. spurningaþraut: Hvaða hvalategund liggur þarna í Dýrafjarðarfjöru?

258. spurningaþraut: Hvaða hvalategund liggur þarna í Dýrafjarðarfjöru?

Jújú, hérna er hún (þrautin frá í gær).

***

Fyrri aukaspurning:

Myndina hér að ofan mun Friðþjófur Nansen hafa tekið á Dýrafirði laust fyrir aldamótin 1900. Hvaða hvalategund liggur þarna í förunni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver varð fyrsti íslenski ráðherrann árið 1904?

2.   Þorsteinn Jónsson hét eitt frægasta skáld Íslands á ofanverðri 20. öld og í upphafi þeirrar 21. Hann kenndi sig jafnan við bæ nokkurn, eins og títt var á fyrri tímum. Hver var bærinn?

3.   Nöfn fjögurra ríkja Bandaríkjanna byrja á bókstafnum A. Hver eru þau? Hér er nauðsynlegt að hafa þrjú rétt til að fá stig.

4.   Í svipuðum dúr: Aðeins eitt ríki heims ber nafn er byrjar á O eða Ó. Hvaða ríki er það?

5.   Bíómyndir um fræga tónlistarmenn hafa verið mjög í tísku að undanförnu. Nú er von á mynd um fræga jazz og blús-söngkonu sem dó aðeins 44 ára árið 1959. Hún átti einlægt í útistöðum við yfirvöld, var ofsótt vegna hörundslitar og drakk alltof mikið. En fáir voru hennar jafnokar við að túlka tilfinningarík lög. Diana Ross lék hana í myndinni Lady Sings the Blues árið 1972 en nú ætlar R&B söngkonan Andra Day að túlka hana. Þessi söngkona hét framan af ævi Eleonora Fagan  en undir hvaða nafni varð hún fræg?

6.   Hvaða nýlátni söngvari var frægastur fyrir að flytja lög eins og Ferry Cross the Mersey og You'll Never Walk Alone?

7.   Í hvaða landi fellur áin Amason til sjávar?

8.   Hvað hét herforinginn sem vann orrustuna við Waterloo 1815?

9.   Hvað er Soyuz?

10.   Orðin draumar og draumatími (á ensku „dreaming“ og „dreamtime“) hafa verið notuð um hugmyndaheim fólks, sem var upprunalegir íbúar á tilteknu svæði jarðar. Umdeilt er hversu nothæf þessi hugtök eru, en burtséð frá því: Hvaða svæði var hér um að ræða?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki á þennan fána?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hannes Hafstein.

2.   Hamar.

3.   Alabama, Alaska, Arizona og Arkansas. Hafa þarf þrjú rétt.

4.   Oman.

5.   Billie Holiday.

6.   Gerry Marsden.

7.   Brasilíu.

8.   Wellington.

9.   Sovésk og síðan rússnesk geimför.

10.   Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Hvalurinn á efri myndinni er sléttbakur. (Hnúfubakur er auðþekkjanlegur á mun lengri bægslum.)

Fána þessum skartar Ítalía. 

***

Og hér er enn hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár