Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

258. spurningaþraut: Hvaða hvalategund liggur þarna í Dýrafjarðarfjöru?

258. spurningaþraut: Hvaða hvalategund liggur þarna í Dýrafjarðarfjöru?

Jújú, hérna er hún (þrautin frá í gær).

***

Fyrri aukaspurning:

Myndina hér að ofan mun Friðþjófur Nansen hafa tekið á Dýrafirði laust fyrir aldamótin 1900. Hvaða hvalategund liggur þarna í förunni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver varð fyrsti íslenski ráðherrann árið 1904?

2.   Þorsteinn Jónsson hét eitt frægasta skáld Íslands á ofanverðri 20. öld og í upphafi þeirrar 21. Hann kenndi sig jafnan við bæ nokkurn, eins og títt var á fyrri tímum. Hver var bærinn?

3.   Nöfn fjögurra ríkja Bandaríkjanna byrja á bókstafnum A. Hver eru þau? Hér er nauðsynlegt að hafa þrjú rétt til að fá stig.

4.   Í svipuðum dúr: Aðeins eitt ríki heims ber nafn er byrjar á O eða Ó. Hvaða ríki er það?

5.   Bíómyndir um fræga tónlistarmenn hafa verið mjög í tísku að undanförnu. Nú er von á mynd um fræga jazz og blús-söngkonu sem dó aðeins 44 ára árið 1959. Hún átti einlægt í útistöðum við yfirvöld, var ofsótt vegna hörundslitar og drakk alltof mikið. En fáir voru hennar jafnokar við að túlka tilfinningarík lög. Diana Ross lék hana í myndinni Lady Sings the Blues árið 1972 en nú ætlar R&B söngkonan Andra Day að túlka hana. Þessi söngkona hét framan af ævi Eleonora Fagan  en undir hvaða nafni varð hún fræg?

6.   Hvaða nýlátni söngvari var frægastur fyrir að flytja lög eins og Ferry Cross the Mersey og You'll Never Walk Alone?

7.   Í hvaða landi fellur áin Amason til sjávar?

8.   Hvað hét herforinginn sem vann orrustuna við Waterloo 1815?

9.   Hvað er Soyuz?

10.   Orðin draumar og draumatími (á ensku „dreaming“ og „dreamtime“) hafa verið notuð um hugmyndaheim fólks, sem var upprunalegir íbúar á tilteknu svæði jarðar. Umdeilt er hversu nothæf þessi hugtök eru, en burtséð frá því: Hvaða svæði var hér um að ræða?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki á þennan fána?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hannes Hafstein.

2.   Hamar.

3.   Alabama, Alaska, Arizona og Arkansas. Hafa þarf þrjú rétt.

4.   Oman.

5.   Billie Holiday.

6.   Gerry Marsden.

7.   Brasilíu.

8.   Wellington.

9.   Sovésk og síðan rússnesk geimför.

10.   Ástralíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Hvalurinn á efri myndinni er sléttbakur. (Hnúfubakur er auðþekkjanlegur á mun lengri bægslum.)

Fána þessum skartar Ítalía. 

***

Og hér er enn hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár