Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

257. spurningaþraut: Sacré-Cœur, Blái hnötturinn, The Weeknd, Skírnir

257. spurningaþraut: Sacré-Cœur, Blái hnötturinn, The Weeknd, Skírnir

Hérna er hún, þrautin gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver skrifaði barnabókina um Bláa hnöttinn?

2.   Hvaða félag gefur út tímaritið Skírni?

3.   Val bandaríska fréttatímaritsins TIME á manneskju, manneskjum eða fyrirbærum ársins vekur jafnan nokkra athygli. Hvern, hverja eða hvað valdi TIME fyrir 2020?

4.   Hver er þjálfari íslenska karlaliðsins í handbolta?

5.   Í hvaða borg er frægasta kirkjan er nefnist Sacré-Cœur?

6.   Haggis heitir matartegund sem er náskyld íslenskum mat, það er að segja ...?

7.   En hvar snæða menn annars haggis fyrst og fremst?

8.   The Weeknd (ekkert e í seinni hluta orðsins) heitir söngari, þrítugur að aldri, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu árin. Hann er fæddur í Kanada 1990, heitir í raun og veru Abel Makonnen Tesfaye og þegar hann fæddist voru foreldrar hans nýfluttir til Kanada frá ... hvaða Afríkuríki?

9.   Hvað kenndi Vigdís Finnbogadóttir í sjónvarpinu einu sinni?

10.   Torfhildur Hólm var brautryðjandi á Íslandi á hvaða sviði?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Andri Snær.

2.   Hið íslenska bókmenntafélagið.

3.   Joe Biden og Kamala Harris.

4.   Guðmundur Guðmundsson.

5.   París.

6.   Slátri.

7.   Skotlandi.

8.   Eþíópíu.

9.   Frönsku.

10.   Ritstörfum. 

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin 1968 þegar Sovétríkin og ýmis leppríki þeirra gerðu innrás í Tékkóslóvakíu.

Á neðri myndinni er bófinn Al Capone.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær er hér. Gátuði spurningu númer 6 í henni?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár