256. spurningaþraut: Sveitarfélög, Beyhive, Han Solo og Barcelona

256. spurningaþraut: Sveitarfélög, Beyhive, Han Solo og Barcelona

Hér og hvergi annars er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á hverju heldur karlmaðurinn á áróðursplakatinu frá 1967 sem hér sést að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs?

2.   Hver lék Han Solo í fyrstu Star Wars-myndunum?

3.   Aðdáendur hvaða söngstjörnu eru kallaðir Beyhive?

4.   Flestir vita að í borginni Barcelona starfar afar vinsælt fótboltalið sem heitir einmitt Barcelona. En fleiri fótboltalið eru þó í borginni og hvað heitir það næststærsta?

5.   Hvaða bæjarfélagi stjórnar Ásthildur Sturludóttir?

6.   „Foringi og ríkiskanslari“ var embættisheiti Adolfs Hitlers í Þýskalandi eftir að hann sameinaði embætti kanslara og forseta. Eftirmaður hans sem „foringi“ fékk þó aðeins embættisheitið „ríkisforseti“. Hver var sá?

7.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Tenet á síðasta ári?

8.   Með hvaða hljómsveit söng Svanhildur Jakobsdóttir lengst af sínum ferli sem söngkona?

9.   Hvað heitir höfuðstaður Færeyja?

10.   Árið 1963 varð Guðrún Bjarnadóttir fyrst íslenskra kvenna til að ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir Egiftalandsdrottningin á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Suðurnesjabær.

2.   Harrison Ford.

3.   Beyonce.

4.   Espanyol.

5.   Akureyri.

6.   Dönitz.

7.   Nolan.

8.   Hljómsveit Ólafs Gauks.

9.   Þórshöfn.

10.   Vinna alþjóðlega fegurðarsamkeppni. 

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri:

Karlmaðurinn heldur að sjálfsögðu á „rauða kverinu“ en í því birtust ýmsar hugsanir og athugasemdir Mao Zedongs leiðtoga kínverskra kommúnista. Ártalið 1967 átti að benda ykkur á að myndin væri úr „menningarbyltingunni“ svonefndu en þá var „rauða kverið“ mjög í hávegum haft.

„Bók“ dugar þó alveg sem rétt svar.

Hér má sjá myndina alla:

Og á myndinni með seinni aukaspurningum má sjá drottninguna Nefertiti.

***

Og hér er – þrátt fyrir allt – hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár