Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

253. spurningaþraut: Akhenaton, tófú og söngglöð bandarísk fjölskylda

253. spurningaþraut: Akhenaton, tófú og söngglöð bandarísk fjölskylda

Hér leynist hlekkur á þrautina frá í gær, skiljiði.

***

Aukaspurning fyrri:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Á árunum 1970-1975 hélt bandarísk fjölskylda úti söngflokki sex bræðra, auk þess sem Marie systir þeirra var líka söngkona og kom stöku sinnum fram með bræðrum sínum. Tónlistin sem fjölskyldan flutti þótti hvorki djúp né framsækin, heldur var um að ræða popp af allra einföldustu gerð. Þetta popp náði þó miklum vinsældum og yngri drengirnir þóttu bæðir sætir og prúðir. Hvað var ættarnafn þessarar söngelsku fjölskyldu?

2.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

3.   Hver er stærsta hvalategundin?

4.   Hvaða dýrategund er teiknimyndafígúran Garfield eða Grettir? 

5.   Hver varð fyrir valinu sem þjálfari ársins í kjöri íþróttafréttamanna rétt fyrir áramótin?

6.   Í hvaða landi fæddist Búdda? Hér er átt við landsvæðið, þótt sjálfur fæðingarstaðurinn tilheyri nú raunar öðru ríki.

7.   Rúmlega 1.300 árum fyrir Krist varð Akhenaton nokkur konungur Egiftalands. Hann kom á sannkallaðri byltingu í trúmálum þjóðar sinnar, en eftir að hann dó var byltingin afturkölluð og Egiftar hurfu aftur að fyrri háttum. Hvað hafði verið grundvallaratriði og þungamiðja í umskiptum Akhenatons?

8.   Hvað hét móðir Elísabetar Bretadrottningar? Fornafnið dugar eins og einatt hjá kóngafólki.

9.   Eitt venjulegt fet samsvarar um það bil hve mörgum sentímetrum?

10.   Hver er uppistaðan í tófú? 

***

Seinni aukaspurning:

Teikningin hér að neðan á við atburð úr Íslendingasögu einni. Hver er sú saga?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Osmond.

2.   Úrúgvæ.

3.   Steypireyður.

4.   Köttur.

5.   Elísabet Gunnarsdóttir.

6.   Á Indlandi.

7.   Eingyðistrú.

8.   Elísabet.

9.   Þrjátíu sentimetrar. Ef menn fara upp í 31 má það sosum teljast rétt, því hárétt er svarið 30,48.

10.  Sojabaunir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngstjarnan Barbra Streisand ung að árum.

Á neðri myndinni má sjá Helga Harðbeinsson þurrka blóð af spjóti sínu á sjali Guðrúnar Ósvífursdóttur eftir að hann drap Bolla eiginmann hennar. Frá þessu segir í Laxdælu.

***

Og gáið svo að spurningunum síðan í gær, sé þeim eigi aflokið. Hér er hlekkurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár