Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

251. spurningaþraut: Ríkissaksóknari, Góðrarvonarhöfði, Abu Bakr og Atahualpa

251. spurningaþraut: Ríkissaksóknari, Góðrarvonarhöfði, Abu Bakr og Atahualpa

Þrautin frá í gær, nýársdag!

***

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er úr vinsælli leiksýningu frá því fyrir nokkrum árum. Sýningin var gerð eftir tiltölulega nýútkominni íslenskri skáldsögu, sem einnig hafði notið verulegra vinsælda. Þarna má sjá Guðrúnu S. Gísladóttur í aðalhlutverkinu, en hún lék eina heljarmikla kerlingu sem kom víða við um ævina. Hvað hét sýningin, og þar með skáldsagan líka?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét sá franski hermaður, sem sakaður var um njósnir fyrir Þjóðverja árið 1894 og olli miklu fári í frönsku þjóðlífi?

2.   Það teljast nú vera liðin 18 ár síðan bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sofia Coppola frumsýndi myndina Lost in Translation, þar sem lýst er nokkuð vandræðalegum kynnum tveggja persóna sem Bill Murray og Scarlett Johansen leika. Í hvaða borg gerist þessi bíómynd?

3.   Hvers konar dýr er mjaldur?

4.   Góðrarvonarhöfði heitir höfði einn í Afríku. Hver var sú „góða von“ sem höfðinn var nefndur eftir?

5.   Hver er ríkissaksóknari?

6.   „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. / Á sjónum allar bárur smáar rísa, / og ...“ Hvernig eru næstu tvær línur í þessu kvæði?

7.   Árið 1529 braust út borgarastyrjöld í ríki einu, og áttust þar við bræðurnir Huáscar og Atahualpa, sem báðir ætluðu sér konungstign eftir lát kóngsins föður síns. Eftir fáein ár fór Atahualpa með sigur af hólmi, en stríðið veiklaði innviði landsins sem varð afdrifaríkt þegar innrásarher birtist á landamærum rétt í þann mund að stríði bræðranna lauk. Í hvaða ríki börðust þeir Huáscar og Atahualpa? 

8.   Hver var á dögunum valinn íþróttamaður ársins 2020?

9.   Abu Bakr, Omar, Osman og Alí. Hvaða starfi gegndu þessir fjórir menn fyrstir allra? (Ekki sameiginlega, heldur hver á fætur öðrum.)

10.   Í hvaða landi er höfuðborgin Búkarest?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Dreyfus.

2.   Tókíó.

3.   Hvalur.

4.   Vonin um að finna sjóleið til Indlands.

5.   Sigríður Friðjónsdóttir.

6.   „... flykkjast heim að fögru landi ísa, / að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.“

7.   Ríki Inka í Suður-Ameríku. Það telst einnig rétt að segja „Perú“.

8.   Sara Björk Gunnarsdóttir.

9.   Þeir voru fyrstu kalífarnir, það er að segja eftirmenn Múhameðs spámanns í hinum uppvaxandi söfnuði múslima á sjöundu öld.

10.   Rúmeníu.

***

Svör við aukaspurningum:

Tasmaníudjöfull, ekki -tígur

Myndin efst er úr leiksýningunni Konan við 1000 gráður. Hún var gerð eftir samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar en ónauðsynlegt að nefna nafnið hans.

Neðri myndin er af hinum útdauða tasmaníutígri. Athugið að svarið „tasmaníudjöfull“ er rangt, þar er um að ræða allt aðra dýrategund sem þó býr líka á Tasmaníu.

***

Og hér er svo, til upprifjunar, hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár