Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

250. spurningaþraut: Hvað hefur gerst á nýársdag?

250. spurningaþraut: Hvað hefur gerst á nýársdag?

Hér er hlekkur á þrautina á frá í fyrra!

***

Gleðilegt nýtt ár. Í tilefni dagsins snúast allar sprurningar dagsins um ýmislegt sem gerst hefur 1. janúar í gegnum tíðina.

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan er væntanlega einmitt núna að opna pakkana sem sambýlismaður hennar Xavier Giocanti færir henni á 65 ára afmælinu, nú, eða þá synirnir tveir af fyrra sambandi, Pierre-Henri og Thomas. Hvað heitir konan sem opnar afmælisgjafirnar sínar í dag áður en hún fer í vinnuna sína í bankanum (vonandi bara í tölvunni samt)?

***

Aðalspurningar:

1.   Á þessum degi árið 153 fyrir Krist var ákveðið að tveir æðstu embættismenn Rómaveldis skyldu eftirleiðis taka við embættum sínum á nýársdag. Var svo framvegis. Þessir embættismenn voru helstu handhafar framkvæmdavalds og hervalds fram að tíma keisaranna. Hvað kölluðust embættismennirnir?

2.   Enn erum við í Rómaveldi. Á nýársdag árið 404 eftir Krist er sagt að munkur einn að nafni Telemakhus hafi vaðið fram til að stöðva ákveðinn hlut í Rómaveldi, en afskiptum hans var svo illa tekið af almenningi að hann var umsviflaust grýttur til bana af fólkinu. Keisarinn Honorius hreifst hins vegar af eldmóði og óttaleysi Telemakhusar og lét banna þetta tiltekna fyrirbæri. Hvað var það?

3.   Þann 1. janúar 1449 fæddist Lorenzo nokkur í borginni Flórens á Ítalíu en hann átti eftir að verða mikils háttar valdamaður þar og er raunar oft kallaður „Lorenzo hinn mikilfenglegi“. Auk veraldlegs valdapots studdi hann við listamenn, svo sem myndlistarmanninn Michelangelo. Af hvaða ætt var Lorenzo þessi?

4.   Huldrych Zwingli fæddist 1. janúar 1481 og varð leiðtogi umbótahreyfingar í trúmálum í landi sínu. Hann var samtímamaður og að ýmsu leyti fyrirrennari samskonar umbótamanna eins og Martins Luthers, Calvins og fleiri fugla í öðrum löndum. Jafnframt tók Zwingli mikinn þátt í veraldlegu vafstri í landi sínu og hann var drepinn í bardaga innanlands árið 1531. Í hvaða landi bjó og starfaði Zwingli?

5.   Árið 1785 hóf dagblað nokkurt að koma út undir nafninu The Daily Universal Register, en þann 1. janúar þrem árum seinna var skipt um nafn á blaðinu og æ síðan hefur það komið út undir hinu nafni, eða í 233 ár. Hvað var hið nýja nafn sem tekið var upp á nýársdag 1788?

6.   Viktoría hét hún, drottningin yfir Bretlandi stóran hluta 19. aldar. Það vita nú allir. Hitt vita kannski færri að 1. janúar 1877 var hún jafnframt lýst keisaraynja í landi einu. Hvaða land var það?

7.   Þann 1. janúar 1892 var byrjað að taka á móti innflytjendum frá Evrópu á ákveðnum stað í New York-borg í Bandaríkjunum. Staðurinn varð tákn um drauma innflytjenda um betra líf, drauma sem ekki rættust allir. Hvaða staður var þetta?

8.   Þann 1. janúar 1959 var grimmum og spilltum einræðisherra steypt af stóli í ríki einu og við stjórn tóku byltingarmenn sem höfðu árum saman barist gegn stjórninni. Í hvaða ríki gerðist þetta?

9.    Davor Šuker heitir fótboltamaður sem fæddist 1. janúar 1968. Á síðasta áratug 20. aldar var hann einn af helstu framherjum heims og spilaði til dæmis með Sevilla, Real Madrid og um tíma með Arsenal. Hann gerði einnig garðinn frægan með landsliði sínu sem kom iðulega á óvart með betri frammistöðu en ætla hefði mátt miðað við íbúafjölda landsins. Fyrir hvaða land spilaði Šuker?

10.   Á nýársdag 1999 kom til sögunnar nýtt fyrirbæri í Evrópu sem vakti mikla athygli og miklar vonir, sem flestir hljóta að vera sammála að hafi ekki ræst að öllu leyti. Fyrirbærið þykir að mörgu leyti hafa gefist vel, og margir sækjast ákaft eftir því, en það hefur líka lent í kröppum dansi öðruhvoru  og hefur stundum verið sagt þrengja mjög hag sumra þeirra, sem nota það. Hvaða fyrirbæri er þetta?

 

***

Seinni aukaspurning:

Maðurinn á myndinni hér að neðan fæddist 1. janúar 1912 og væri því að halda upp á 108 ára afmælið sitt í dag ef hann hefði ekki dáið 1988, fjarri ættlandi sínu. Það var reyndar spurning um þennan mann í þraut fyrir bara fáeinum dögum en þá birtist ekki mynd af honum. Nú spyr ég: Hvaða karl er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Konsúlar eða ræðismenn, hvorttveggja svarið er rétt.

2.   Bardaga skylmingaþræla.

3.   Medici.

4.   Sviss.

5.   The Times.

6.   Indland.

7.   Ellis eyja.

8.   Kúba.

9.   Króatíu.

10.   Evran.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Christine Legarde bankastjóri Evrópska seðlabankans. Seinna nafnið er alveg nóg.

Karlinn á neðri myndinni er Kim Philby, Breti sem njósnaði fyrir Sovétríkin.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
3
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
7
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
9
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár