Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

250. spurningaþraut: Hvað hefur gerst á nýársdag?

250. spurningaþraut: Hvað hefur gerst á nýársdag?

Hér er hlekkur á þrautina á frá í fyrra!

***

Gleðilegt nýtt ár. Í tilefni dagsins snúast allar sprurningar dagsins um ýmislegt sem gerst hefur 1. janúar í gegnum tíðina.

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan er væntanlega einmitt núna að opna pakkana sem sambýlismaður hennar Xavier Giocanti færir henni á 65 ára afmælinu, nú, eða þá synirnir tveir af fyrra sambandi, Pierre-Henri og Thomas. Hvað heitir konan sem opnar afmælisgjafirnar sínar í dag áður en hún fer í vinnuna sína í bankanum (vonandi bara í tölvunni samt)?

***

Aðalspurningar:

1.   Á þessum degi árið 153 fyrir Krist var ákveðið að tveir æðstu embættismenn Rómaveldis skyldu eftirleiðis taka við embættum sínum á nýársdag. Var svo framvegis. Þessir embættismenn voru helstu handhafar framkvæmdavalds og hervalds fram að tíma keisaranna. Hvað kölluðust embættismennirnir?

2.   Enn erum við í Rómaveldi. Á nýársdag árið 404 eftir Krist er sagt að munkur einn að nafni Telemakhus hafi vaðið fram til að stöðva ákveðinn hlut í Rómaveldi, en afskiptum hans var svo illa tekið af almenningi að hann var umsviflaust grýttur til bana af fólkinu. Keisarinn Honorius hreifst hins vegar af eldmóði og óttaleysi Telemakhusar og lét banna þetta tiltekna fyrirbæri. Hvað var það?

3.   Þann 1. janúar 1449 fæddist Lorenzo nokkur í borginni Flórens á Ítalíu en hann átti eftir að verða mikils háttar valdamaður þar og er raunar oft kallaður „Lorenzo hinn mikilfenglegi“. Auk veraldlegs valdapots studdi hann við listamenn, svo sem myndlistarmanninn Michelangelo. Af hvaða ætt var Lorenzo þessi?

4.   Huldrych Zwingli fæddist 1. janúar 1481 og varð leiðtogi umbótahreyfingar í trúmálum í landi sínu. Hann var samtímamaður og að ýmsu leyti fyrirrennari samskonar umbótamanna eins og Martins Luthers, Calvins og fleiri fugla í öðrum löndum. Jafnframt tók Zwingli mikinn þátt í veraldlegu vafstri í landi sínu og hann var drepinn í bardaga innanlands árið 1531. Í hvaða landi bjó og starfaði Zwingli?

5.   Árið 1785 hóf dagblað nokkurt að koma út undir nafninu The Daily Universal Register, en þann 1. janúar þrem árum seinna var skipt um nafn á blaðinu og æ síðan hefur það komið út undir hinu nafni, eða í 233 ár. Hvað var hið nýja nafn sem tekið var upp á nýársdag 1788?

6.   Viktoría hét hún, drottningin yfir Bretlandi stóran hluta 19. aldar. Það vita nú allir. Hitt vita kannski færri að 1. janúar 1877 var hún jafnframt lýst keisaraynja í landi einu. Hvaða land var það?

7.   Þann 1. janúar 1892 var byrjað að taka á móti innflytjendum frá Evrópu á ákveðnum stað í New York-borg í Bandaríkjunum. Staðurinn varð tákn um drauma innflytjenda um betra líf, drauma sem ekki rættust allir. Hvaða staður var þetta?

8.   Þann 1. janúar 1959 var grimmum og spilltum einræðisherra steypt af stóli í ríki einu og við stjórn tóku byltingarmenn sem höfðu árum saman barist gegn stjórninni. Í hvaða ríki gerðist þetta?

9.    Davor Šuker heitir fótboltamaður sem fæddist 1. janúar 1968. Á síðasta áratug 20. aldar var hann einn af helstu framherjum heims og spilaði til dæmis með Sevilla, Real Madrid og um tíma með Arsenal. Hann gerði einnig garðinn frægan með landsliði sínu sem kom iðulega á óvart með betri frammistöðu en ætla hefði mátt miðað við íbúafjölda landsins. Fyrir hvaða land spilaði Šuker?

10.   Á nýársdag 1999 kom til sögunnar nýtt fyrirbæri í Evrópu sem vakti mikla athygli og miklar vonir, sem flestir hljóta að vera sammála að hafi ekki ræst að öllu leyti. Fyrirbærið þykir að mörgu leyti hafa gefist vel, og margir sækjast ákaft eftir því, en það hefur líka lent í kröppum dansi öðruhvoru  og hefur stundum verið sagt þrengja mjög hag sumra þeirra, sem nota það. Hvaða fyrirbæri er þetta?

 

***

Seinni aukaspurning:

Maðurinn á myndinni hér að neðan fæddist 1. janúar 1912 og væri því að halda upp á 108 ára afmælið sitt í dag ef hann hefði ekki dáið 1988, fjarri ættlandi sínu. Það var reyndar spurning um þennan mann í þraut fyrir bara fáeinum dögum en þá birtist ekki mynd af honum. Nú spyr ég: Hvaða karl er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Konsúlar eða ræðismenn, hvorttveggja svarið er rétt.

2.   Bardaga skylmingaþræla.

3.   Medici.

4.   Sviss.

5.   The Times.

6.   Indland.

7.   Ellis eyja.

8.   Kúba.

9.   Króatíu.

10.   Evran.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Christine Legarde bankastjóri Evrópska seðlabankans. Seinna nafnið er alveg nóg.

Karlinn á neðri myndinni er Kim Philby, Breti sem njósnaði fyrir Sovétríkin.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu