Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

249. spurningaþraut: Síðasta þraut ársins snýst um ýmislegt sem gerðist á árinu 2020

249. spurningaþraut: Síðasta þraut ársins snýst um ýmislegt sem gerðist á árinu 2020

Þrautin í gær, reynið yður við hana!

***

Spurningar um atburði ársins 2020. Fyrri aukaspurningin snýst um konuna á myndinni hér að ofan. Hún stóð heldur betur í ströngu á árinu. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.   Þann 25. maí var maður drepinn af lögreglunni í Minnesota í Bandaríkjunum og varð sá atburður tilefni mikilla mótmæla. Hvað hét maðurinn? Hér er spurt um fullt nafn.

2.   Á árinu komu út bækur um Donald Trump sem vöktu heilmikla athygli. En hversu margar bækur hafa verið gefnar út í Bandaríkjunum (og víðar) um Trump á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan hann varð forseti? Eru það um það bil 1-2 bækur, 12 bækur, 120 bækur eða 1.200 bækur?

3.   Hvað gerðist á bílastæði fyrir framan húsnæði garðavinnslunnar Four Seasons Total Landscaping í Philadelphia í Bandaríkjunum?

4.   Þann 9. ágúst 2020 stóð Sviatlana Heorhiyeuna Tsikhanouskaya í stórræðum. Hvar þá?

5.   Henry Charles Albert David Windsor og Megan Markle voru í fréttum framan af ári þegar þau kváðust ekki lengur nenna að opna blómasýningar í forföllum Elísabetar Bretadrottningar – eða hvernig sem þau orðuðu það nú aftur. En þótt Harry og Megan vildu ekki lengur sinna skyldum sem kóngafólk á Bretlandi, þá vilja þau ólm frá að halda hertogatitli sem Elísabet úthlutaði þeim á sínum tíma. Þau teljast nefnilega vera hertogahjónin af ...?

6.   Ólympíuleikunum sem fara áttu fram á árinu var frestað, en stefnt er að þeim á næsta ári. Hvar áttu þeir að fara fram?

7.   Hvaða heimsfræga ameríska körfuboltastjarna dó í þyrluslysi á árinu ásamt dóttur sinni og fleira fólki?

8.   Meðal þeirra sem dóu úr covid-19 var Dave Greenfield, hljómborðsleikari í frægri rokkhljómsveit, sem kom hingað til lands þrisvar, fyrst árið 1978. Vænta má þess að hljómsveitin beri vart sitt barr eftir að Greenfield er úr sögunni. En hver er hljómsveitin?

9.   Carole nokkur Baskin komst í fréttirnar þegar hún kom mjög við sögu í sjónvarpsþáttaröð, sem sló rækilega í gegn nokkuð óvænt, og fjallaði um miklar sviptingar og baráttu milli hennar og tiltekins manns um ... hvað?

10.   Skammstöfunin AOC kom heilmikið við sögu í bandarískri pólitík á árinu sem er að líða. Hvað þýðir þessi skammstöfun?

***

Seinni aðalspurning:

Þann 3. janúar 2020 komst gráhærði maðurinn hér á myndinni (annar frá vinstri) heldur betur í fréttirnar. Hvað varð til þess?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   George Floyd.

2.   Eitt þúsund og tvö hundruð bækur!

3.   Rudy Guiliani lögmaður Trumps hélt þar frægan blaðamannafund.

4.   Í Bélarus eða Hvíta-Rússlandi. Hún var þar í forsetaframboði gegn Lúkasjenka forseta.

5.   Sussex.

6.   Tókíó.

7.   Kobe Bryant.

8.   Stranglers. Sjá hér!

Alexandra Ocasio-Cortezþingmaður frá New York.

9.   Dýragarðsrekstur, (stórra) kattahald.

10.   Alexandra Ocasio-Cortez.

***

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri: Rétt svar er Hong Kong. Þetta er Carrie Lam leiðtogi stjórnarinnar þar sem mótmælt hefur verið allt árið. „Kína“ dugar hvergi nærri sem rétt svar.

Á neðri myndinni er Kassam Soleimani, íranskur herforingi sem drepinn var í drónaárás Bandaríkjanna. Ekki er nauðsynlegt að muna nafn hans.

Hér er svo hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár