Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar

Mað­ur­inn sem átti að hafa hót­að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra var ekki stadd­ur á Seyð­is­firði. Lög­regla ræddi við mann­inn og tel­ur ekki ástæðu til frek­ari að­gerða

Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar
Katrín ekki í hættu Hótanir í garð Katrínar reyndust ekki tilefni til áhyggja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Maður sem lögreglu bárust upplýsingar um að hefði haft í hótunum við Katrínu Jakobsóttur forsætisráðherra fyrr í dag reyndist ekki staddur á Seyðisfirði. Lögregla ræddi við manninn og eftir það samtal er ekki talin ástæða til frekari aðgerða gagnavart manninum, né annarra viðbragða yfirleitt.

Katrín var stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum öðrum til að ræða við heimamenn og sjá með eigin augum skemmdirnar sem urðu vegna skriðufallanna síðastliðinn föstudag. Um hádegisbil barst lögreglu ávæningur af því að maður hefði haft uppi hótanir í garð Katrínar sem væru þess eðlis á ástæða væri til að taka þær alvarlega. Var Katrínu komið tímabundið í skjól en skömmu síðar hélt dagskrá ferðar hennar og ráðherranna þriggja áfram eins og til hafði staðið.

Lögregla jók gæslu um tíma vegna málsins á meðan það var að skýrast en sem fyrr segir er ekki lengur talin ástæða til að hafa áhyggjur að velferð forsætisráðherra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár