Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar

Mað­ur­inn sem átti að hafa hót­að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra var ekki stadd­ur á Seyð­is­firði. Lög­regla ræddi við mann­inn og tel­ur ekki ástæðu til frek­ari að­gerða

Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar
Katrín ekki í hættu Hótanir í garð Katrínar reyndust ekki tilefni til áhyggja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Maður sem lögreglu bárust upplýsingar um að hefði haft í hótunum við Katrínu Jakobsóttur forsætisráðherra fyrr í dag reyndist ekki staddur á Seyðisfirði. Lögregla ræddi við manninn og eftir það samtal er ekki talin ástæða til frekari aðgerða gagnavart manninum, né annarra viðbragða yfirleitt.

Katrín var stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum öðrum til að ræða við heimamenn og sjá með eigin augum skemmdirnar sem urðu vegna skriðufallanna síðastliðinn föstudag. Um hádegisbil barst lögreglu ávæningur af því að maður hefði haft uppi hótanir í garð Katrínar sem væru þess eðlis á ástæða væri til að taka þær alvarlega. Var Katrínu komið tímabundið í skjól en skömmu síðar hélt dagskrá ferðar hennar og ráðherranna þriggja áfram eins og til hafði staðið.

Lögregla jók gæslu um tíma vegna málsins á meðan það var að skýrast en sem fyrr segir er ekki lengur talin ástæða til að hafa áhyggjur að velferð forsætisráðherra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár