Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar

Mað­ur­inn sem átti að hafa hót­að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra var ekki stadd­ur á Seyð­is­firði. Lög­regla ræddi við mann­inn og tel­ur ekki ástæðu til frek­ari að­gerða

Engra aðgerða þörf eftir hótanir í garð Katrínar
Katrín ekki í hættu Hótanir í garð Katrínar reyndust ekki tilefni til áhyggja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Maður sem lögreglu bárust upplýsingar um að hefði haft í hótunum við Katrínu Jakobsóttur forsætisráðherra fyrr í dag reyndist ekki staddur á Seyðisfirði. Lögregla ræddi við manninn og eftir það samtal er ekki talin ástæða til frekari aðgerða gagnavart manninum, né annarra viðbragða yfirleitt.

Katrín var stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum öðrum til að ræða við heimamenn og sjá með eigin augum skemmdirnar sem urðu vegna skriðufallanna síðastliðinn föstudag. Um hádegisbil barst lögreglu ávæningur af því að maður hefði haft uppi hótanir í garð Katrínar sem væru þess eðlis á ástæða væri til að taka þær alvarlega. Var Katrínu komið tímabundið í skjól en skömmu síðar hélt dagskrá ferðar hennar og ráðherranna þriggja áfram eins og til hafði staðið.

Lögregla jók gæslu um tíma vegna málsins á meðan það var að skýrast en sem fyrr segir er ekki lengur talin ástæða til að hafa áhyggjur að velferð forsætisráðherra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár