Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna

Fjöldi stjórn­ar­þing­manna úr Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæð­is­flokki styðja ekki frum­varp Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar, um­hverf­is­ráð­herra og vara­for­manns Vinstri grænna, um há­lend­is­þjóð­garð.

Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra fullyrðir að málið njóti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, en þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gera marga fyrirvara við það.

Ekki er nægur stuðningur meðal stjórnarþingmanna við stofnun hálendisþjóðgarðs til þess að tryggja málinu meirihlutastuðning á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir málið njóta stuðnings í ríkisstjórn, en það var fremst í umhverfiskafla stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og hefur verið áherslumál Vinstri grænna.

Ljóst er að Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst efasemdum eða jafnvel fullri andstöðu við frumvarpið. Sá síðastnefndi, sem gegnir embætti ritara Sjálfstæðisflokksins, hefur fullyrt að það verði ekki afgreitt þennan síðasta þingvetur ríkisstjórnarinnar. „Hverju erum við að fórna með því að loka á alla aðra mögu­lega nýt­ingu á hálend­in­u?“ skrifaði hann í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Jón GunnarssonRitari Sjálfstæðisflokks útilokar að málið nái í gegn í vetur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að samtalið um málið hafi mistekist og ekki hafi tekist að vinna því fylgi meðal …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hálendisþjóðgarður

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár