Ekki er nægur stuðningur meðal stjórnarþingmanna við stofnun hálendisþjóðgarðs til þess að tryggja málinu meirihlutastuðning á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir málið njóta stuðnings í ríkisstjórn, en það var fremst í umhverfiskafla stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og hefur verið áherslumál Vinstri grænna.
Ljóst er að Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst efasemdum eða jafnvel fullri andstöðu við frumvarpið. Sá síðastnefndi, sem gegnir embætti ritara Sjálfstæðisflokksins, hefur fullyrt að það verði ekki afgreitt þennan síðasta þingvetur ríkisstjórnarinnar. „Hverju erum við að fórna með því að loka á alla aðra mögulega nýtingu á hálendinu?“ skrifaði hann í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að samtalið um málið hafi mistekist og ekki hafi tekist að vinna því fylgi meðal …
Athugasemdir