Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Frí­stunda­leið­bein­and­inn Sæ­dís Sif Harð­ar­dótt­ir tók mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar, „Lát­um draum­ana ræt­ast,“ til sín og ákvað að verða fyr­ir­mynd fyr­ir nem­end­ur sína með því að skrá sig í lang­þráð tón­list­ar­nám.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Eftir áratug sem frístundaleiðbeinandi fór Sædís Sif Harðardóttir að finna fyrir kulnun og ákvað að bregðast við því með því að skrá sig í langþráð tónlistarnám í haust. Þegar jólatónleikum hennar var aflýst tók Sædís til þess ráðs að gera lágstemmda ábreiðu á „Hugurinn fer hærra“ eftir Íslensku dívurnar. Lagið er komið út á Spotify og myndbandið á Youtube.

Menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030 er kölluð „Látum draumana rætast“, en Sædís segir við Stundina að hún hafi hreyft við sér. „Ég fór að hugsa að við þurfum að vera fyrirmyndir í að láta drauma okkar rætast; ef við gerum það ekki, af hverju ættu krakkarnir okkar að reyna það? Þannig að ég dreif mig í söngnám, sem mig hefur lengi langað að gera.“

Sædís segir að börnin og samstarfsfólk hennar hafi hvatt hana til þess að halda fyrirætluðu jólatónleikana. Þegar þeim var aflýst segir hún að það hafi verið vonbrigði, en að hún hafi ekki viljað láta allan undirbúninginn verða að engu og því ákvað hún að taka upp áðurnefnda ábreiðu og tónlistarmyndband.

„Þetta var draumalagið mitt og það átti að vera aðal dívulagið,“ segir Sædís. „Ég hlakkaði til að gera árið upp á tónleikunum. Ég varð að gefa eitthvað af mér, í staðinn fyrir að gefast bara upp eftir þetta erfiða ár. Það ferli, að taka lagið upp og gefa út, breyttist í aðra drauma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár