Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Frí­stunda­leið­bein­and­inn Sæ­dís Sif Harð­ar­dótt­ir tók mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar, „Lát­um draum­ana ræt­ast,“ til sín og ákvað að verða fyr­ir­mynd fyr­ir nem­end­ur sína með því að skrá sig í lang­þráð tón­list­ar­nám.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Eftir áratug sem frístundaleiðbeinandi fór Sædís Sif Harðardóttir að finna fyrir kulnun og ákvað að bregðast við því með því að skrá sig í langþráð tónlistarnám í haust. Þegar jólatónleikum hennar var aflýst tók Sædís til þess ráðs að gera lágstemmda ábreiðu á „Hugurinn fer hærra“ eftir Íslensku dívurnar. Lagið er komið út á Spotify og myndbandið á Youtube.

Menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030 er kölluð „Látum draumana rætast“, en Sædís segir við Stundina að hún hafi hreyft við sér. „Ég fór að hugsa að við þurfum að vera fyrirmyndir í að láta drauma okkar rætast; ef við gerum það ekki, af hverju ættu krakkarnir okkar að reyna það? Þannig að ég dreif mig í söngnám, sem mig hefur lengi langað að gera.“

Sædís segir að börnin og samstarfsfólk hennar hafi hvatt hana til þess að halda fyrirætluðu jólatónleikana. Þegar þeim var aflýst segir hún að það hafi verið vonbrigði, en að hún hafi ekki viljað láta allan undirbúninginn verða að engu og því ákvað hún að taka upp áðurnefnda ábreiðu og tónlistarmyndband.

„Þetta var draumalagið mitt og það átti að vera aðal dívulagið,“ segir Sædís. „Ég hlakkaði til að gera árið upp á tónleikunum. Ég varð að gefa eitthvað af mér, í staðinn fyrir að gefast bara upp eftir þetta erfiða ár. Það ferli, að taka lagið upp og gefa út, breyttist í aðra drauma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár