Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Frí­stunda­leið­bein­and­inn Sæ­dís Sif Harð­ar­dótt­ir tók mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar, „Lát­um draum­ana ræt­ast,“ til sín og ákvað að verða fyr­ir­mynd fyr­ir nem­end­ur sína með því að skrá sig í lang­þráð tón­list­ar­nám.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Eftir áratug sem frístundaleiðbeinandi fór Sædís Sif Harðardóttir að finna fyrir kulnun og ákvað að bregðast við því með því að skrá sig í langþráð tónlistarnám í haust. Þegar jólatónleikum hennar var aflýst tók Sædís til þess ráðs að gera lágstemmda ábreiðu á „Hugurinn fer hærra“ eftir Íslensku dívurnar. Lagið er komið út á Spotify og myndbandið á Youtube.

Menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030 er kölluð „Látum draumana rætast“, en Sædís segir við Stundina að hún hafi hreyft við sér. „Ég fór að hugsa að við þurfum að vera fyrirmyndir í að láta drauma okkar rætast; ef við gerum það ekki, af hverju ættu krakkarnir okkar að reyna það? Þannig að ég dreif mig í söngnám, sem mig hefur lengi langað að gera.“

Sædís segir að börnin og samstarfsfólk hennar hafi hvatt hana til þess að halda fyrirætluðu jólatónleikana. Þegar þeim var aflýst segir hún að það hafi verið vonbrigði, en að hún hafi ekki viljað láta allan undirbúninginn verða að engu og því ákvað hún að taka upp áðurnefnda ábreiðu og tónlistarmyndband.

„Þetta var draumalagið mitt og það átti að vera aðal dívulagið,“ segir Sædís. „Ég hlakkaði til að gera árið upp á tónleikunum. Ég varð að gefa eitthvað af mér, í staðinn fyrir að gefast bara upp eftir þetta erfiða ár. Það ferli, að taka lagið upp og gefa út, breyttist í aðra drauma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár