Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Frí­stunda­leið­bein­and­inn Sæ­dís Sif Harð­ar­dótt­ir tók mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar, „Lát­um draum­ana ræt­ast,“ til sín og ákvað að verða fyr­ir­mynd fyr­ir nem­end­ur sína með því að skrá sig í lang­þráð tón­list­ar­nám.

Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika

Eftir áratug sem frístundaleiðbeinandi fór Sædís Sif Harðardóttir að finna fyrir kulnun og ákvað að bregðast við því með því að skrá sig í langþráð tónlistarnám í haust. Þegar jólatónleikum hennar var aflýst tók Sædís til þess ráðs að gera lágstemmda ábreiðu á „Hugurinn fer hærra“ eftir Íslensku dívurnar. Lagið er komið út á Spotify og myndbandið á Youtube.

Menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030 er kölluð „Látum draumana rætast“, en Sædís segir við Stundina að hún hafi hreyft við sér. „Ég fór að hugsa að við þurfum að vera fyrirmyndir í að láta drauma okkar rætast; ef við gerum það ekki, af hverju ættu krakkarnir okkar að reyna það? Þannig að ég dreif mig í söngnám, sem mig hefur lengi langað að gera.“

Sædís segir að börnin og samstarfsfólk hennar hafi hvatt hana til þess að halda fyrirætluðu jólatónleikana. Þegar þeim var aflýst segir hún að það hafi verið vonbrigði, en að hún hafi ekki viljað láta allan undirbúninginn verða að engu og því ákvað hún að taka upp áðurnefnda ábreiðu og tónlistarmyndband.

„Þetta var draumalagið mitt og það átti að vera aðal dívulagið,“ segir Sædís. „Ég hlakkaði til að gera árið upp á tónleikunum. Ég varð að gefa eitthvað af mér, í staðinn fyrir að gefast bara upp eftir þetta erfiða ár. Það ferli, að taka lagið upp og gefa út, breyttist í aðra drauma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár