Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum

Meiri­hluti að­spurðra Ís­lend­inga vill taka við fleiri flótta­mönn­um og ekki tak­marka fjölda múslima með­al þeirra. 44 pró­sent telja þó að lík­ur á hryðju­verk­um auk­ist með fleiri múslim­um þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir sýni ekki fram á slík tengsl.

Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Hælisleitendur við Miðjarðarhaf Rannsóknir styðja það ekki að hætta á hryðjuverkum aukist þegar innlytjendum fjölgar frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Mynd: Shutterstock

44 prósent aðspurðra óttast að fjölgun innflytjenda sem aðhyllast íslam muni auka líkurnar á hryðjuverkum á Íslandi. Meirihluti er þó fylgjandi því að tekið verði við fleiri flóttamönnum og vill ekki takmarka fjölda múslima á meðal þeirra.

Þetta kemur fram í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem birt er í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Að mati höfunda er mikilvægt að rannsaka afstöðu almennings til innflytjenda vegna aukningar fólksflutninga á milli landa og fjölgunar hælisleitenda. Rannsóknir sýni að slíkir flutningar geti ekki aðeins aukið lífsgæði innflytjendanna heldur einnig aukið hagvöxt og þróun móttökuríkisins. Fordómar og neikvætt almenningsálit geti hins vegar hindrað aðlögun innflytjenda og ógnað öryggi þeirra.

Margrét Valdimarsdóttir

Í greininni kemur fram að neikvæðni í garð innflytjenda, sérstaklega múslima, hafi aukist í Evrópu undanfarin ár. Hana megi mögulega rekja til þess fjölda fólks sem hefur leitað hælis undanfarin ár, en einnig til mannskæðra hryðjuverkaárása sem íslamistar hafa framið. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár