44 prósent aðspurðra óttast að fjölgun innflytjenda sem aðhyllast íslam muni auka líkurnar á hryðjuverkum á Íslandi. Meirihluti er þó fylgjandi því að tekið verði við fleiri flóttamönnum og vill ekki takmarka fjölda múslima á meðal þeirra.
Þetta kemur fram í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem birt er í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.
Að mati höfunda er mikilvægt að rannsaka afstöðu almennings til innflytjenda vegna aukningar fólksflutninga á milli landa og fjölgunar hælisleitenda. Rannsóknir sýni að slíkir flutningar geti ekki aðeins aukið lífsgæði innflytjendanna heldur einnig aukið hagvöxt og þróun móttökuríkisins. Fordómar og neikvætt almenningsálit geti hins vegar hindrað aðlögun innflytjenda og ógnað öryggi þeirra.
Í greininni kemur fram að neikvæðni í garð innflytjenda, sérstaklega múslima, hafi aukist í Evrópu undanfarin ár. Hana megi mögulega rekja til þess fjölda fólks sem hefur leitað hælis undanfarin ár, en einnig til mannskæðra hryðjuverkaárása sem íslamistar hafa framið. …
Athugasemdir