Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum

Meiri­hluti að­spurðra Ís­lend­inga vill taka við fleiri flótta­mönn­um og ekki tak­marka fjölda múslima með­al þeirra. 44 pró­sent telja þó að lík­ur á hryðju­verk­um auk­ist með fleiri múslim­um þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir sýni ekki fram á slík tengsl.

Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Hælisleitendur við Miðjarðarhaf Rannsóknir styðja það ekki að hætta á hryðjuverkum aukist þegar innlytjendum fjölgar frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Mynd: Shutterstock

44 prósent aðspurðra óttast að fjölgun innflytjenda sem aðhyllast íslam muni auka líkurnar á hryðjuverkum á Íslandi. Meirihluti er þó fylgjandi því að tekið verði við fleiri flóttamönnum og vill ekki takmarka fjölda múslima á meðal þeirra.

Þetta kemur fram í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem birt er í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Að mati höfunda er mikilvægt að rannsaka afstöðu almennings til innflytjenda vegna aukningar fólksflutninga á milli landa og fjölgunar hælisleitenda. Rannsóknir sýni að slíkir flutningar geti ekki aðeins aukið lífsgæði innflytjendanna heldur einnig aukið hagvöxt og þróun móttökuríkisins. Fordómar og neikvætt almenningsálit geti hins vegar hindrað aðlögun innflytjenda og ógnað öryggi þeirra.

Margrét Valdimarsdóttir

Í greininni kemur fram að neikvæðni í garð innflytjenda, sérstaklega múslima, hafi aukist í Evrópu undanfarin ár. Hana megi mögulega rekja til þess fjölda fólks sem hefur leitað hælis undanfarin ár, en einnig til mannskæðra hryðjuverkaárása sem íslamistar hafa framið. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár