Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum

Meiri­hluti að­spurðra Ís­lend­inga vill taka við fleiri flótta­mönn­um og ekki tak­marka fjölda múslima með­al þeirra. 44 pró­sent telja þó að lík­ur á hryðju­verk­um auk­ist með fleiri múslim­um þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir sýni ekki fram á slík tengsl.

Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Hælisleitendur við Miðjarðarhaf Rannsóknir styðja það ekki að hætta á hryðjuverkum aukist þegar innlytjendum fjölgar frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Mynd: Shutterstock

44 prósent aðspurðra óttast að fjölgun innflytjenda sem aðhyllast íslam muni auka líkurnar á hryðjuverkum á Íslandi. Meirihluti er þó fylgjandi því að tekið verði við fleiri flóttamönnum og vill ekki takmarka fjölda múslima á meðal þeirra.

Þetta kemur fram í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sem birt er í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Að mati höfunda er mikilvægt að rannsaka afstöðu almennings til innflytjenda vegna aukningar fólksflutninga á milli landa og fjölgunar hælisleitenda. Rannsóknir sýni að slíkir flutningar geti ekki aðeins aukið lífsgæði innflytjendanna heldur einnig aukið hagvöxt og þróun móttökuríkisins. Fordómar og neikvætt almenningsálit geti hins vegar hindrað aðlögun innflytjenda og ógnað öryggi þeirra.

Margrét Valdimarsdóttir

Í greininni kemur fram að neikvæðni í garð innflytjenda, sérstaklega múslima, hafi aukist í Evrópu undanfarin ár. Hana megi mögulega rekja til þess fjölda fólks sem hefur leitað hælis undanfarin ár, en einnig til mannskæðra hryðjuverkaárása sem íslamistar hafa framið. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár