Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rósa gengin í Samfylkinguna

Þing­mað­ur­inn Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem gekk úr Vinstri græn­um fyrr á ár­inu, hef­ur geng­ið til liðs við Sam­fylk­ing­una.

Rósa gengin í Samfylkinguna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Var andsnúin ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Mynd: Davíð Þór

„Í dag gekk ég til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar en ég hef verið óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna 3 mánuði,“ segir Rósa Björk Brynjólsdóttir, þingmaður í Suðvesturkjördæmi, sem þremur mánuðum eftir brottgöngu úr Vinstri grænum er gengin til liðs við Samfylkinguna.

Í vikunni stendur yfir könnun meðal félagsmanna í Samfylkingunni í Reykjavík, sem uppstillingarnefnd flokksins mun hafa til hliðsjónar við ákvörðun um framstillingu framboðs fyrir Alþingiskosningarnar næsta haust.

Rósa vísar til þess að áherslur hennar og Samfylkingarinnar nátengdar þegar kemur að friðarmálum og jöfnuði.

„Pólitískar áherslur mínar og Samfylkingarinnar eru nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geta notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu en líka á frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu.“

Það voru þó loftslagsmálin sem gerðu útslagið hjá Rósu.

„Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag.“

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur það hlutverk að skila af sér fullbúnum, „sigurstranglegum“ framboðslistum fyrir 20. febrúar næstkomandi í kjördæmunum Reykjavík suður og Reykjavík norður. Þar eru fyrir í fyrsta sæti þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, í Reykjavík suður, og Helga Vala Helgadóttir, í Reykjavík norður.

Stjórn Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík ákvað að niðurstöður könnunar meðal félagsmanna yrði trúnaðarmál og að engin skuldbingin væri um að fylgja niðurstöðunni í vali á frambjóðendum. „Halda skal trúnað um niðurstöður einstaklinga í könnuninni og niðurstöður könnunarinnar eru ekki bindandi fyrir uppstillingarnefnd á neinn hátt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár