Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jólatónleikar, ljóðalestur og netsýningar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 18. des­em­ber–7. janú­ar.

Jólatónleikar, ljóðalestur og netsýningar

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Jólatónleikar

Hvar? Víðs vegar
Hvenær? 18. til 24. desember
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðum.

Þrátt fyrir að jólin haldist helg heims um ból eru þau óneitanlega í öðru sniði þetta árið. Hinir árlegu lólatónleikar hafa verið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda fyrir marga landsmenn; þeim sem ekki hefur verið aflýst fara fram í netheimum eða í sjónvarpinu. Hinn 18. desember streymir Hljómlistafélag Ölfuss fjáröflunarjólatónleikum sínum, en þeir eru að safna fyrir æfinga- og upptökuaðstöðu. Hinn 19. desember heldur Björgvin Halldórsson streymistónleika með Jólagestum sínum. Hinn 22. desember heldur Margrét Eir jólastreymistónleika með hljómsveit sinni. Á Þorláksmessu halda bæði Jóhanna Guðrún og Bubbi Morthens streymistónleika. Að lokum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands jólatónleika sem verður sjónvarpað fyrir landsmenn á RÚV 24. og 25. desember.

Ljóð og smásögur

Hvar? Laugavegi 5
Hvenær? 19. desember kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á laugardaginn verður haldin ljóða- og smásagnaveisla. Ljóðskáld og smásagnahöfundar lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum og spjalla á léttu nótunum. Hægt verður að kaupa ljóðabækur og smásagnasöfn höfundanna á staðnum. Fram koma María Ramos, Kristján Hrafn Guðmundsson, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristín Svava Tómasdóttir. Viðburðinum verður einnig streymt á netinu.

Jólaævintýri Þorra og Þuru

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 19. & 20. desember kl. 13 & 15
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Álfarnir Þorri og Þura hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandsýningum sínum síðan árið 2008. Nú halda þeir fjölskylduvæna jólasýningu sem einkennist af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri frumsaminni tónlist, en álfarnir þurfa að passa upp á jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum.

Jólalistaflæði

Hvar? Flæði
Hvenær? Til 23. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Vel valinn hópur af listafólki sem tengist Flæði, listamannarekna „pop-up“ rýmisins sem fagnar listinni af jaðrinum, býður upp á verk og varning til sölu. Finna má allt frá listaverkum og ljósmyndum til fatnaðar, frá bókum og límmiðum til jólakorta. Hægt er að skoða vörurnar í rými Flæðis eða á vefsíðu þess.

Dagur líður, kisa kemur til mín

Hvar? Lýðræðisbúllan
Hvenær? Til 24. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hulda Vilhjálmsdóttir gaf nýverið út mynda- og ljóðabókina Dagur líður, kisa kemur til mín og efnir því til sýningar með sama nafni. Bókin inniheldur myndir af málverkum, teikningum og ljóð eftir Huldu. Í verkum sínum leitast Hulda við að opna augu áhorfanda fyrir fegurð og lærdómum hversdagsins.

Netsýning Grósku

Hvar? Facebook-síða Grósku
Hvenær? Til 24. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndlistarfélagið Gróska í Garðabæ heldur litríka myndlistarsýningu á netinu. Alls eru 36 verk eftir jafn marga listamenn til sýnis, en félagar myndlistarfélagsins eru allt frá áhugafólki til atvinnumanna. Öll verkin eru til sölu, en hægt er að finna upplýsingar um listamanninn og verkin á síðu félagsins.

Mira!

Hvar? Mengi
Hvenær? Til 12. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Snemma árs 2016 hélt íslensk fjölskylda til Mexíkó, þar sem hún hreiðraði um sig í litlu þorpi í Oaxaca-héraði í fjóra mánuði. Nú gefst áhorfendum kostur á að fá ofurlitla innsýn inn í verkefnið sem spratt úr dvölinni. Þar má finna hljóðbúta úr samtölum, sýnishorn af myndlist og dagbókarfærslum, skissur, glósur og teikningar eftir fjölskylduna.

Fjarski og nánd

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 10. janúar 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari samtímaljósmyndasýningu heyrast raddir ýmissa þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenska samtímaljósmyndun undanfarna tvo áratugi. Hér er gestum boðið að „sjá meira“ og velta fyrir sér hvað gerist þegar lengi er horft á ljósmyndir. Myndirnar hafa verið valdar út frá þeim forsendum að hver einstök mynd talar á sinn sérstaka hátt inn í samtímann.

Það sem fyrir augu ber

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 31. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Gunnar Hjaltason starfaði sem gullsmiður í Hafnarfirði um árabil en ástríða hans lá í myndlist. Verk hans voru sýnd víða, allt frá Eden í Hveragerði til Bogasals Þjóðminjasafnsins. Hann málaði með olíu, akrýl og vatnslitum en á þessari sýningu verða grafíkverk hans í forgrunni, enda fjölmörg slík verk varðveitt í safni Hafnarborgar.

STEIN-SKRIFT

Hvar? Norr11
Hvenær? Til 4. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir heldur sýningu í norrænu hönnunarversluninni Norr11. Í verkunum veltir Áslaug fyrir sér myndmáli, lestri og skilningi, framsetningu tungumála og skilaboða. Áslaug vinnur með óhlutbundið myndmál og skoðar hvernig form verða að táknum sem verða svo partar af kerfum eins og myndletri, merkjakerfi eða stafrófi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár