Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólaf­ur Kristjáns­son bjó lengi í smá­hýs­un­um úti á Granda og lést þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn. Til að minn­ast hans og annarra í hans stöðu hef­ur ver­ið efnt til upp­boðs í Gallery Port þar sem mynd af Ólafi seld til styrkt­ar Frú Ragn­heiði.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólafur Kristjánsson lést þann 23. október síðastliðinn, en hann var einn af fjölmörgum skjólstæðingum Frú Ragnheiðar. Gallery Port stendur nú fyrir uppboði til styrktar Frú Ragnheiði, þar sem ljósmynd af Ólafi, eða Óla eins og hann var almennt kallaður, verður boðin upp. Uppboðið stendur yfir í eina viku, frá 15. desember til 22. desember.

Ljósmyndina tók Þórsteinn Sigðurðsson, sem kynntist Óla við gerð ljósmyndaverkefnisins Container Society, þar sem hann fylgdi eftir tveimur íbúum í svokölluðu smáhýsahverfi fyrir húsnæðislausa á Granda, þeim Óla og Gumma. Óli bjó í smáhýsahverfinu um árabil.

„Þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hópi“

Upp úr verkefninu spratt bæði bókverk og ljósmyndasýning í Gallery Port sumarið 2018. Óli mætti á opnunina og vakti að sögn eigenda gallerísins mikla athygli viðstaddra. Einhverjir báðu hann um að árita fyrir sig bækur sem honum þótti bæði skemmtilegt en einnig dálítið einkennilegt.

Óli áritar bókÞað kom Óla skemmtilega á óvart að listunnendur báðu hann um að árita fyrir sig eintak

Hjartahlýr og vel gerður maður

Þórsteinn minnist Óla sem hjartahlýs manns sem kallaði hann alltaf elskuna sína. „Minningin er þannig að hann var kátur, léttur og hjartahlýr. Hann talaði alltaf fallega um annað fólk og var alltaf bjartsýnn á framtíðina. Hann var virkilega góður maður, auðvitað öðruvísi en flestir en hann átti við fíknivanda að stríða sem litaði líf hans að stórum hluta. Þegar maður leit fram hjá því sá maður ótrúlega góðhjartaðan og vel gerðan mann. Við vorum miklir vinir.“

 „Þetta eru allt bræður okkar og systur“

Að sögn Þórsteins var Óli ör einstaklingur og alltaf að sýsla eitthvað. Það hafi gert það að verkum að oft var erfitt að ná af honum mynd. Á myndinni sem nú er til sölu á uppboðinu stendur Óli fyrir aftan íbúðina sína í smáhýsunum út á Granda. „Fyrir þessa mynd var ég búin að stilla myndavélina upp á þrífót því ég vildi ná einhverri hreyfingu, mynd af honum að sýsla. Á myndinni er hann ekki að horfa í myndavélina svo þetta er ekki hefðbundið portett. Ég myndi frekar flokka myndina sem umhverfisportrett, það er að segja, Óli er ekki eina aðalhlutverkið í myndinni heldur er smáhýsið, gámurinn, í aðalhlutverki líka svo þetta blandast saman í kröftuga heild. Mér finnst vera mikið afl í þessari mynd, bæði varðandi strúktúrinn, hreyfinguna en líka það að hann skuli vera með hendina á hjartanu.“

Góðhjartaður maðurÁ útgáfu fögnuði bókverksins Container Society náðist mynd af þeim Þórsteini, Óla og Gumma saman

Ómetanlegt afl

Samtökin Frú Ragnheiður segja Þórstein hafa verið ómetanlegan í lífi Ólafs Kristjánssonar. Því lá vel við að ágóðinn af sölu myndarinnar myndi renna til samtakana. Sama hugmyndafræði er á bakvið bókverkið Container Society en ágóðinn af sölu þess rennur einnig til samtakana. „Þetta hefur verið ákveðin hringrás,“ segir Þórsteinn og heldur svo áfram.

„Í stað þess að ég fari inn í þessar aðstæður, taki mynd og græði svo fé á sölu bókarinnar hef ég notað peninginn til að gefa til baka í þetta málefni.“

Málefnið segir hann mikilvægt og að minna þurfi á það oft. „Þetta er málstaður sem er mikilvægt að minna reglulega á vegna þess að þetta eru allt bræður okkar og systur, mæður okkar og feður. Þetta erum við. Við getum alltaf lent í erfiðleikum eða börnin okkar svo þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hóp.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár