Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólaf­ur Kristjáns­son bjó lengi í smá­hýs­un­um úti á Granda og lést þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn. Til að minn­ast hans og annarra í hans stöðu hef­ur ver­ið efnt til upp­boðs í Gallery Port þar sem mynd af Ólafi seld til styrkt­ar Frú Ragn­heiði.

„Hann var kátur, léttur og hjartahlýr“

Ólafur Kristjánsson lést þann 23. október síðastliðinn, en hann var einn af fjölmörgum skjólstæðingum Frú Ragnheiðar. Gallery Port stendur nú fyrir uppboði til styrktar Frú Ragnheiði, þar sem ljósmynd af Ólafi, eða Óla eins og hann var almennt kallaður, verður boðin upp. Uppboðið stendur yfir í eina viku, frá 15. desember til 22. desember.

Ljósmyndina tók Þórsteinn Sigðurðsson, sem kynntist Óla við gerð ljósmyndaverkefnisins Container Society, þar sem hann fylgdi eftir tveimur íbúum í svokölluðu smáhýsahverfi fyrir húsnæðislausa á Granda, þeim Óla og Gumma. Óli bjó í smáhýsahverfinu um árabil.

„Þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hópi“

Upp úr verkefninu spratt bæði bókverk og ljósmyndasýning í Gallery Port sumarið 2018. Óli mætti á opnunina og vakti að sögn eigenda gallerísins mikla athygli viðstaddra. Einhverjir báðu hann um að árita fyrir sig bækur sem honum þótti bæði skemmtilegt en einnig dálítið einkennilegt.

Óli áritar bókÞað kom Óla skemmtilega á óvart að listunnendur báðu hann um að árita fyrir sig eintak

Hjartahlýr og vel gerður maður

Þórsteinn minnist Óla sem hjartahlýs manns sem kallaði hann alltaf elskuna sína. „Minningin er þannig að hann var kátur, léttur og hjartahlýr. Hann talaði alltaf fallega um annað fólk og var alltaf bjartsýnn á framtíðina. Hann var virkilega góður maður, auðvitað öðruvísi en flestir en hann átti við fíknivanda að stríða sem litaði líf hans að stórum hluta. Þegar maður leit fram hjá því sá maður ótrúlega góðhjartaðan og vel gerðan mann. Við vorum miklir vinir.“

 „Þetta eru allt bræður okkar og systur“

Að sögn Þórsteins var Óli ör einstaklingur og alltaf að sýsla eitthvað. Það hafi gert það að verkum að oft var erfitt að ná af honum mynd. Á myndinni sem nú er til sölu á uppboðinu stendur Óli fyrir aftan íbúðina sína í smáhýsunum út á Granda. „Fyrir þessa mynd var ég búin að stilla myndavélina upp á þrífót því ég vildi ná einhverri hreyfingu, mynd af honum að sýsla. Á myndinni er hann ekki að horfa í myndavélina svo þetta er ekki hefðbundið portett. Ég myndi frekar flokka myndina sem umhverfisportrett, það er að segja, Óli er ekki eina aðalhlutverkið í myndinni heldur er smáhýsið, gámurinn, í aðalhlutverki líka svo þetta blandast saman í kröftuga heild. Mér finnst vera mikið afl í þessari mynd, bæði varðandi strúktúrinn, hreyfinguna en líka það að hann skuli vera með hendina á hjartanu.“

Góðhjartaður maðurÁ útgáfu fögnuði bókverksins Container Society náðist mynd af þeim Þórsteini, Óla og Gumma saman

Ómetanlegt afl

Samtökin Frú Ragnheiður segja Þórstein hafa verið ómetanlegan í lífi Ólafs Kristjánssonar. Því lá vel við að ágóðinn af sölu myndarinnar myndi renna til samtakana. Sama hugmyndafræði er á bakvið bókverkið Container Society en ágóðinn af sölu þess rennur einnig til samtakana. „Þetta hefur verið ákveðin hringrás,“ segir Þórsteinn og heldur svo áfram.

„Í stað þess að ég fari inn í þessar aðstæður, taki mynd og græði svo fé á sölu bókarinnar hef ég notað peninginn til að gefa til baka í þetta málefni.“

Málefnið segir hann mikilvægt og að minna þurfi á það oft. „Þetta er málstaður sem er mikilvægt að minna reglulega á vegna þess að þetta eru allt bræður okkar og systur, mæður okkar og feður. Þetta erum við. Við getum alltaf lent í erfiðleikum eða börnin okkar svo þetta snertir okkur öll og við þurfum öll að hlúa að þessum hóp.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár