Hér er þrautin frá í gær, halló!
***
Fyrri aukaspurning:
Skoðið myndina að ofan. Við hvaða tækifæri er hún tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða íslenski grínisti kemur nú fram á Netflix?
2. Hvað heita sænska stúlkan sem sló í gegn árið 2019 fyrir baráttu sína gegn hamfarahlýnun?
3. Hvað er viðurnefni Ingólfs Þórarinssonar?
4. Hvaða breski kóngur á ofanverðri 18. öld varð geðveikur, að minnsta kosti á stundum?
5. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fæddist 1902 og þegar hún var tæplega þrítug beitti hún sér fyrir að ákveðinn hlutur var stofnaður, reistur eða settur af stað. Hvað var það?
6. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Djakarta?
7. Í hvaða sæti er Ísland á lista yfir stærð eyja í veröldinni – ef Ástralía er ekki talin með? Er eyjan okkar sú 8. stærsta, 18. stærsta, 28. stærsta eða 38. stærsta í heimi?
8. Geir Vídalín var valinn biskup í Skálholti árið 1796. Hann andaðist 1823. Hvað var helst merkilegt við hans biskupstíð?
9. Fyrir hvað eru blóðhundar einkum kunnir?
10. Í hvaða innhaf fellur Níl?
***
Seinni aukaspurning:
Sú var tíð að kóngar og keisarar og aðrar slíkar silkihúfur sóttust eftir að vera myndaðar eða málaðar á stæðilegum hvítum hesti. Það átti að sýna tign þeirra og göfgi, enda fátt glæsilegra en hvítir gæðingar. Þetta hefur dottið svolítið úr tísku, en í fyrra birtist þó slík mynd af ákveðnu fyrirmenni á hvítum stóðhesti. Hver er þarna á hesti sínum á fjallstoppi?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Ari Eldjárn.
2. Greta Thunberg.
3. Veðurguð.
4. Georg 3. Hafa verður númerið rétt.
5. Sólheimar í Grímsnesi.
6. Indónesía.
7. Ísland er 18. stærsta eyja heimsins.
8. Fyrsti biskupinn síðan í árdaga sem var biskup yfir öllu Íslandi, því hann varð biskup á Hólum ári eftir að tekið við í Skálholti, og svo flutti sameinað biskupsdæmi til Reykjavíkur. Að nefna bara Reykjavík er ekki nóg, fólk verður líka að nefna sameinuð biskupsdæmin.
9. Mikla þefvísi, sporrakningu.
10. Miðjarðarhaf.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrri: Þetta er Bjöggi að syngja lagið Núna í Eurovision 1995. Óneitanlega virðist tilstandið í leikmynd hafa aukist síðan þá. „Bjöggi“ og „Eurovision“ dugar til að fá rétt.
Seinni: Þetta er Kim leiðtogi Norður-Kóreu.

***
Og aftur hlekkur á gærdagsþrautina.
Athugasemdir