234. spurningaþraut: Hver lét mynda sig á hvítum hesti?

234. spurningaþraut: Hver lét mynda sig á hvítum hesti?

Hér er þrautin frá í gær, halló!

***

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina að ofan. Við hvaða tækifæri er hún tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða íslenski grínisti kemur nú fram á Netflix?

2.   Hvað heita sænska stúlkan sem sló í gegn árið 2019 fyrir baráttu sína gegn hamfarahlýnun?

3.   Hvað er viðurnefni Ingólfs Þórarinssonar?

4.   Hvaða breski kóngur á ofanverðri 18. öld varð geðveikur, að minnsta kosti á stundum?

5.   Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fæddist 1902 og þegar hún var tæplega þrítug beitti hún sér fyrir að ákveðinn hlutur var stofnaður, reistur eða settur af stað. Hvað var það?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Djakarta?

7.   Í hvaða sæti er Ísland á lista yfir stærð eyja í veröldinni – ef Ástralía er ekki talin með? Er eyjan okkar sú 8. stærsta, 18. stærsta, 28. stærsta eða 38. stærsta í heimi?

8.   Geir Vídalín var valinn biskup í Skálholti árið 1796. Hann andaðist 1823. Hvað var helst merkilegt við hans biskupstíð?

9.   Fyrir hvað eru blóðhundar einkum kunnir?

10.   Í hvaða innhaf fellur Níl?

***

Seinni aukaspurning:

Sú var tíð að kóngar og keisarar og aðrar slíkar silkihúfur sóttust eftir að vera myndaðar eða málaðar á stæðilegum hvítum hesti. Það átti að sýna tign þeirra og göfgi, enda fátt glæsilegra en hvítir gæðingar. Þetta hefur dottið svolítið úr tísku, en í fyrra birtist þó slík mynd af ákveðnu fyrirmenni á hvítum stóðhesti. Hver er þarna á hesti sínum á fjallstoppi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ari Eldjárn.

2.   Greta Thunberg.

3.   Veðurguð.

4.   Georg 3. Hafa verður númerið rétt.

5.   Sólheimar í Grímsnesi.

6.   Indónesía.

7.   Ísland er 18. stærsta eyja heimsins.

8.   Fyrsti biskupinn síðan í árdaga sem var biskup yfir öllu Íslandi, því hann varð biskup á Hólum ári eftir að tekið við í Skálholti, og svo flutti sameinað biskupsdæmi til Reykjavíkur. Að nefna bara Reykjavík er ekki nóg, fólk verður líka að nefna sameinuð biskupsdæmin.

9.   Mikla þefvísi, sporrakningu.

10.   Miðjarðarhaf.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri:  Þetta er Bjöggi að syngja lagið Núna í Eurovision 1995. Óneitanlega virðist tilstandið í leikmynd hafa aukist síðan þá. „Bjöggi“ og „Eurovision“ dugar til að fá rétt.

Seinni:  Þetta er Kim leiðtogi Norður-Kóreu.

***

Og aftur hlekkur á gærdagsþrautina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár