Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

234. spurningaþraut: Hver lét mynda sig á hvítum hesti?

234. spurningaþraut: Hver lét mynda sig á hvítum hesti?

Hér er þrautin frá í gær, halló!

***

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina að ofan. Við hvaða tækifæri er hún tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða íslenski grínisti kemur nú fram á Netflix?

2.   Hvað heita sænska stúlkan sem sló í gegn árið 2019 fyrir baráttu sína gegn hamfarahlýnun?

3.   Hvað er viðurnefni Ingólfs Þórarinssonar?

4.   Hvaða breski kóngur á ofanverðri 18. öld varð geðveikur, að minnsta kosti á stundum?

5.   Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fæddist 1902 og þegar hún var tæplega þrítug beitti hún sér fyrir að ákveðinn hlutur var stofnaður, reistur eða settur af stað. Hvað var það?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Djakarta?

7.   Í hvaða sæti er Ísland á lista yfir stærð eyja í veröldinni – ef Ástralía er ekki talin með? Er eyjan okkar sú 8. stærsta, 18. stærsta, 28. stærsta eða 38. stærsta í heimi?

8.   Geir Vídalín var valinn biskup í Skálholti árið 1796. Hann andaðist 1823. Hvað var helst merkilegt við hans biskupstíð?

9.   Fyrir hvað eru blóðhundar einkum kunnir?

10.   Í hvaða innhaf fellur Níl?

***

Seinni aukaspurning:

Sú var tíð að kóngar og keisarar og aðrar slíkar silkihúfur sóttust eftir að vera myndaðar eða málaðar á stæðilegum hvítum hesti. Það átti að sýna tign þeirra og göfgi, enda fátt glæsilegra en hvítir gæðingar. Þetta hefur dottið svolítið úr tísku, en í fyrra birtist þó slík mynd af ákveðnu fyrirmenni á hvítum stóðhesti. Hver er þarna á hesti sínum á fjallstoppi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ari Eldjárn.

2.   Greta Thunberg.

3.   Veðurguð.

4.   Georg 3. Hafa verður númerið rétt.

5.   Sólheimar í Grímsnesi.

6.   Indónesía.

7.   Ísland er 18. stærsta eyja heimsins.

8.   Fyrsti biskupinn síðan í árdaga sem var biskup yfir öllu Íslandi, því hann varð biskup á Hólum ári eftir að tekið við í Skálholti, og svo flutti sameinað biskupsdæmi til Reykjavíkur. Að nefna bara Reykjavík er ekki nóg, fólk verður líka að nefna sameinuð biskupsdæmin.

9.   Mikla þefvísi, sporrakningu.

10.   Miðjarðarhaf.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri:  Þetta er Bjöggi að syngja lagið Núna í Eurovision 1995. Óneitanlega virðist tilstandið í leikmynd hafa aukist síðan þá. „Bjöggi“ og „Eurovision“ dugar til að fá rétt.

Seinni:  Þetta er Kim leiðtogi Norður-Kóreu.

***

Og aftur hlekkur á gærdagsþrautina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár