Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Töl­fræði um úr­gangs­mál á Ís­landi stenst ekki skoð­un. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Land­vernd leggja til leið­ir til úr­bóta. „Fyr­ir­tæki stunda blekk­ing­ar­leik og at­vinnu­líf­ið sem sveit­ar­fé­lög­in hamla fram­förum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Stjórn umhverfissamtakanna Landvernd hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þess efnis að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri. Stundin birti nýverið ítarlega greiningu fyrir stuttu á því hvernig staðan er á úrgangsmálum á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að tölfræði um endurvinnsluhlutfall Íslands á plasti á sér enga stoð í raunveruleikanum, ásamt því að íslensk endurvinnslufyrirtæki hafa sent í mörg ár plast til Svíþjóðar, plast sem endar í litlu magni í endurvinnslu. Fyrirtækið Swerec, sem meðal annars Sorpa sendir plastið sitt til, hefur verið undir lögreglurannsóknum í þremur ríkjum og átt þátt í einu stærsta umhverfisslysi í sögu Lettlands. Í því slysi brunnu um 23 þúsund tonn af plasti, þar af var um rétt helmingur frá Swerec. 

Raunveruleg þróun sé mögulega verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Í yfirlýsingunni, sem send var meðal annars á framkvæmdastjóra Sorpu og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, segir að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri og að raunveruleg þróun úrgangsmála hér á landi geti því verið mun verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Þá niðurstöðu má draga af greiningu Stundarinnar að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmála kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. 

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri

Blekkingar fegra myndina

Landvernd segir að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri og ekki í samræmi við lög. Þá segja samtökin að blekkingar séu stundaðar til að fegra stöðuna um endurvinnslu hér á landi og þörf sé á róttækum breytingum í málaflokknum.

Blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna. Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum.

Leggja fram tillögur til að laga kerfið.

Í yfirlýsingunni setur Landvernd fram níu tillögur um aðgerðir sem þau telji geti lagað ástandið þegar kemur að úrgangsmálum. Meðal tillagna er að koma á urðunarskatti, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað að hætta við að leggja fram frumvarps þess efnis á Alþingi í október síðastliðnum. Þá leggur Landvernd einnig til að lagt verði skilagjöld á veiðarfæri frá sjávarútveginum. Í dag bera veiðarfæri, sem eru að mestu úr plasti, engin gjöld og er því lítill sem enginn hvati í kerfinu að endurvinna þau. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar endar meira en helmingur allra veiðarfæra á ruslahaugum landsins þar sem þau eru urðuð.

Hvetja alla aðila að bæta sín ráð

Að lokum segir Landvernd að allir þeir aðilar sem standi að úrgangsmálum á Íslandi taki höndum saman og bæti ráð sitt. Þá munu samtökin bjóða öllum aðilum sem koma að málaflokknum til sín á fund til að ræða úrbætur.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Landverndar í heild.

Í Stundinni 23.10.2020 birtist úttekt Bjartmars Alexanderssonar undir fyrirsögninni „Plastleyndarmál Íslands“. Greinin er greinilega unnin af mikilli þekkingu á málefninu og víða leitað fanga. Þá niðurstöðu má draga af greiningu Bjartmars að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmál kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. Viðtal við umhverfis- og auðlindaráðherra í sama blaði tveimur vikum síðar breytir litlu um þær ályktanir sem draga má af greininni frá 23. október.

Í greininn segir frá því að fyrirtæki eins og SORPA og Terra hafa verið í beinum eða óbeinum viðskiptum við vafasöm erlend endurvinnslufyrirtæki og sýna ekki viðleitni til að tryggja að staðið sé við fyrirheit um raunverulega endurvinnslu. Þá sé óreiða á hugtökunum „endurvinnsla“ og „endurnýting“.

Um Úrvinnslusjóð, sem er að meirihluta í höndum atvinnuveganna, segir að á stórum hluta þess plast sem fluttur er til landsins sé ekki lagt á úrvinnslugjald. Gler er líka undanþegið gjaldi og það kann að hafa hindrað að gleri sé safnað skipulega og endurvinnsla sé hafin á því hér á landi. Þá hefur sjóðurinn veitt fyrirtækjum í sjávarútvegi ótímabundnar undanþágur frá almennum reglum.

Í greininni er fullyrt að Ísland brjóti EES samning vegna endurvinnslu á gleri og að 30 ára gömul áform um endurvinnslu glers hafi enn ekki komið til framkvæmda þar sem þráast hafi verið við að seta úrvinnslugjald á gler. Þá er reynt fegra ástandið með því að skilgreina notkun á gleri til að hindra rottugang á urðunarstöðum sem endurvinnslu. Greinin lýsir því einnig tregðu við að uppfæra skilagjöld og gjöld í Úrvinnslusjóð í samræmi við breytingar á verðlagi og kostnaði við úrvinnslu, eins og lög þó kveða á um. Greint er frá því að samkvæmt reglum eiga fiskiskip að tilkynna ef þau tapa veiðifærum í sjó. Engin tilkynning hefur borist frá útgerðarfélögum frá því að lögin voru samþykkt árið 2016. Þá er afskrifuð veiðarfæri svo að segja öll urðuð þar sem það er ódýrara en að senda þau til endurvinnslu eða endurnýtingar sem orkugjafa. Í sama blaði er greint frá vinnu við uppgræðslu með moltu frá Terra við Krýsuvík í samstarfi við Landgræðsluna. Með moltunni fór einnig mikið magn af plasti og jafnvel menguðu timbri. Vinnsla á moltu virðist því vera í miklum ólestir, bæði hjá þeim sem safna og senda lífrænan úrgang frá sér og fyrirtækisins sem tekur við honum. Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna.

Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum:

• Efla aðgerðir til að þróa hringrásarhagkerfið og breyta neyslu til að draga úr úrgangi.

• Kom á urðunargjaldi sem gerir urðun óhagkvæma og styrkir stöðu endurvinnslu.

• Gera skilagjöld víðtækri og hækka í samræmi við verðlagsþróun.

• Úrvinnslusjóður starfi á forsendum almennrar umhverfisverndar og þróast í tak við kröfur nútímans og verði óháður atvinnulífinu.

• Sett verði skilagjöld á veiðarfæri.

• Sveitarfélög beiti mengunarbótareglunni við álagningu sorphirðugjalda.

• Fræðslu um flokkun á úrgangi, og sérstaklega lífrænum úrgangi, verði efld.

• Reglur um um skil og skráningu úrgangs frá byggingaframkvæmdum verði skerptar.

• Eftirliti og mælingum á ástandi grunnvatns og loftgæða á urðunarstöðum verði bætt.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár