Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Töl­fræði um úr­gangs­mál á Ís­landi stenst ekki skoð­un. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Land­vernd leggja til leið­ir til úr­bóta. „Fyr­ir­tæki stunda blekk­ing­ar­leik og at­vinnu­líf­ið sem sveit­ar­fé­lög­in hamla fram­förum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Landvernd gagnrýnir blekkingar í úrgangsmálum og leggur til úrbætur

Stjórn umhverfissamtakanna Landvernd hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þess efnis að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri. Stundin birti nýverið ítarlega greiningu fyrir stuttu á því hvernig staðan er á úrgangsmálum á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að tölfræði um endurvinnsluhlutfall Íslands á plasti á sér enga stoð í raunveruleikanum, ásamt því að íslensk endurvinnslufyrirtæki hafa sent í mörg ár plast til Svíþjóðar, plast sem endar í litlu magni í endurvinnslu. Fyrirtækið Swerec, sem meðal annars Sorpa sendir plastið sitt til, hefur verið undir lögreglurannsóknum í þremur ríkjum og átt þátt í einu stærsta umhverfisslysi í sögu Lettlands. Í því slysi brunnu um 23 þúsund tonn af plasti, þar af var um rétt helmingur frá Swerec. 

Raunveruleg þróun sé mögulega verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Í yfirlýsingunni, sem send var meðal annars á framkvæmdastjóra Sorpu og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, segir að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri og að raunveruleg þróun úrgangsmála hér á landi geti því verið mun verri en opinberar tölur gefa til kynna. 

Þá niðurstöðu má draga af greiningu Stundarinnar að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmála kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. 

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri

Blekkingar fegra myndina

Landvernd segir að úrgangsmál á Íslandi séu enn í miklum ólestri og ekki í samræmi við lög. Þá segja samtökin að blekkingar séu stundaðar til að fegra stöðuna um endurvinnslu hér á landi og þörf sé á róttækum breytingum í málaflokknum.

Blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna

Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna. Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum.

Leggja fram tillögur til að laga kerfið.

Í yfirlýsingunni setur Landvernd fram níu tillögur um aðgerðir sem þau telji geti lagað ástandið þegar kemur að úrgangsmálum. Meðal tillagna er að koma á urðunarskatti, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað að hætta við að leggja fram frumvarps þess efnis á Alþingi í október síðastliðnum. Þá leggur Landvernd einnig til að lagt verði skilagjöld á veiðarfæri frá sjávarútveginum. Í dag bera veiðarfæri, sem eru að mestu úr plasti, engin gjöld og er því lítill sem enginn hvati í kerfinu að endurvinna þau. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar endar meira en helmingur allra veiðarfæra á ruslahaugum landsins þar sem þau eru urðuð.

Hvetja alla aðila að bæta sín ráð

Að lokum segir Landvernd að allir þeir aðilar sem standi að úrgangsmálum á Íslandi taki höndum saman og bæti ráð sitt. Þá munu samtökin bjóða öllum aðilum sem koma að málaflokknum til sín á fund til að ræða úrbætur.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Landverndar í heild.

Í Stundinni 23.10.2020 birtist úttekt Bjartmars Alexanderssonar undir fyrirsögninni „Plastleyndarmál Íslands“. Greinin er greinilega unnin af mikilli þekkingu á málefninu og víða leitað fanga. Þá niðurstöðu má draga af greiningu Bjartmars að úrgangsmál Íslendinga séu enn í miklum ólestri, tölulegar upplýsingar ekki sannleikanum samkvæmt, fyrirtæki stunda blekkingarleik og atvinnulífið sem sveitarfélögin hamla framförum. Raunveruleg þróun úrgangsmál kann því að vera verulega verri en opinberar tölulegar upplýsingar gefa til kynna, og langt frá því að Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem felast í EES samningum. Viðtal við umhverfis- og auðlindaráðherra í sama blaði tveimur vikum síðar breytir litlu um þær ályktanir sem draga má af greininni frá 23. október.

Í greininn segir frá því að fyrirtæki eins og SORPA og Terra hafa verið í beinum eða óbeinum viðskiptum við vafasöm erlend endurvinnslufyrirtæki og sýna ekki viðleitni til að tryggja að staðið sé við fyrirheit um raunverulega endurvinnslu. Þá sé óreiða á hugtökunum „endurvinnsla“ og „endurnýting“.

Um Úrvinnslusjóð, sem er að meirihluta í höndum atvinnuveganna, segir að á stórum hluta þess plast sem fluttur er til landsins sé ekki lagt á úrvinnslugjald. Gler er líka undanþegið gjaldi og það kann að hafa hindrað að gleri sé safnað skipulega og endurvinnsla sé hafin á því hér á landi. Þá hefur sjóðurinn veitt fyrirtækjum í sjávarútvegi ótímabundnar undanþágur frá almennum reglum.

Í greininni er fullyrt að Ísland brjóti EES samning vegna endurvinnslu á gleri og að 30 ára gömul áform um endurvinnslu glers hafi enn ekki komið til framkvæmda þar sem þráast hafi verið við að seta úrvinnslugjald á gler. Þá er reynt fegra ástandið með því að skilgreina notkun á gleri til að hindra rottugang á urðunarstöðum sem endurvinnslu. Greinin lýsir því einnig tregðu við að uppfæra skilagjöld og gjöld í Úrvinnslusjóð í samræmi við breytingar á verðlagi og kostnaði við úrvinnslu, eins og lög þó kveða á um. Greint er frá því að samkvæmt reglum eiga fiskiskip að tilkynna ef þau tapa veiðifærum í sjó. Engin tilkynning hefur borist frá útgerðarfélögum frá því að lögin voru samþykkt árið 2016. Þá er afskrifuð veiðarfæri svo að segja öll urðuð þar sem það er ódýrara en að senda þau til endurvinnslu eða endurnýtingar sem orkugjafa. Í sama blaði er greint frá vinnu við uppgræðslu með moltu frá Terra við Krýsuvík í samstarfi við Landgræðsluna. Með moltunni fór einnig mikið magn af plasti og jafnvel menguðu timbri. Vinnsla á moltu virðist því vera í miklum ólestir, bæði hjá þeim sem safna og senda lífrænan úrgang frá sér og fyrirtækisins sem tekur við honum. Niðurstaðan er að þessi mál eru í miklum ólestri, ekki í samræmi við lög og blekkingar eru stundaðar til að fegra stöðuna.

Málið var tekið fyrir á nýlegum fundi stjórnar Landverndar. Stjórnin telur að framlagðar upplýsingar um stöðu mála sýni að ástandið er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir róttækar breytingar til að færa málin í betra horf. Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir geti verið leið til að koma málum í ásættanlegt ástand á næstu árum:

• Efla aðgerðir til að þróa hringrásarhagkerfið og breyta neyslu til að draga úr úrgangi.

• Kom á urðunargjaldi sem gerir urðun óhagkvæma og styrkir stöðu endurvinnslu.

• Gera skilagjöld víðtækri og hækka í samræmi við verðlagsþróun.

• Úrvinnslusjóður starfi á forsendum almennrar umhverfisverndar og þróast í tak við kröfur nútímans og verði óháður atvinnulífinu.

• Sett verði skilagjöld á veiðarfæri.

• Sveitarfélög beiti mengunarbótareglunni við álagningu sorphirðugjalda.

• Fræðslu um flokkun á úrgangi, og sérstaklega lífrænum úrgangi, verði efld.

• Reglur um um skil og skráningu úrgangs frá byggingaframkvæmdum verði skerptar.

• Eftirliti og mælingum á ástandi grunnvatns og loftgæða á urðunarstöðum verði bætt.

Landvernd hvetur atvinnulífið og sveitarfélögin til að bæta ráð sitt og taka nú höndum saman um úrbætur sem duga, og að styðja þær tillögur um aðgerðir sem hér koma framan. Ef ekki, þá að benda á aðrar leiðir sem eru líklegar til að koma samfélaginu á rétta braut í þessum málaflokki. Að sjálfsögðu eru samtökin reiðubúin til umræðu um aðrar leiðir til marktækrar umbóta í úrgangsmálum og munu á næstunni bjóða til fundar í þeim tilgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár