Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem snerist um kvenskörunga nokkra.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fræga teiknimyndapersónu. Hvað heitir persónan, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu? Það eru engin grið gefið, menn þurfa að hafa hvort tveggja rétt til að fá stig fyrir þessa spurningu. 

***

Aðalspurningar.

1.   „Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.“ Hvað hét höfundurinn sem fyrstur festi þessi orð á blað?

2.   „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Hver skrifaði þetta fyrstur?

3.   Dýralíf heitir skáldsaga, nýútkomin. Hver er höfundur hennar?

4.   En Dýralíf er líka nafnið á nýútkominni bók eftir suður-afríska rithöfundinn J.M.Coetzee, þar sem hann fjallar um meðhöndlun okkar manna á dýrunum. Gunnar Sigvaldason þýðir bókina á íslensku ásamt eiginkonu sinni, sem er ...?

5.   Hin níræða Margaret Keenan komst í fréttirnar fyrir fáeinum dögum. Fyrir hvað?

6.   Hvað kallast prestar í Gyðingdómi? Raunar er ekki um sambærilegt starf að ræða, en þau eru nógu skyld til að réttlæta megi spurninguna.

7.   En með sama fyrirvara, hvað er svona þokkalega sambærilegt fyrirbæri í íslam?

8.   Hvað fékkst Piotr Ilitsj Tsjækovskí við í lífinu?

9.   Hvaða land á er innilukt milli Rússlands og Kína?

10.   Hið nýja testamenti Biblíunnar hefst á fjórum guðspjöllum. Hvaða bók kemur svo þar á eftir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Orwell.

2.   Thorbjörn Egner.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Katrín Jakobsdóttir

5.   Hún var fyrsta manneskjan á Vesturlöndum sem fékk bóluefni við Covid-19 – fyrir utan náttúrlega þá sem þátt tóku í tilraunum.

6.   Rabbí.

7.   Mullah. Sennilega verð ég líka að gefa rétt fyrir iman.

8.   Tónsmíðar.

9.   Mongólía.

10.   Postulasagan.

***

Svör við aukaspurningum:

Teiknimyndapersónan heitir Obelix á frönsku en Steinríkur á íslensku.

Konan á myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkurinn á þrautina frá í gær. Þið gleymduð henni ekkert, er það?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár