Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem snerist um kvenskörunga nokkra.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fræga teiknimyndapersónu. Hvað heitir persónan, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu? Það eru engin grið gefið, menn þurfa að hafa hvort tveggja rétt til að fá stig fyrir þessa spurningu. 

***

Aðalspurningar.

1.   „Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.“ Hvað hét höfundurinn sem fyrstur festi þessi orð á blað?

2.   „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Hver skrifaði þetta fyrstur?

3.   Dýralíf heitir skáldsaga, nýútkomin. Hver er höfundur hennar?

4.   En Dýralíf er líka nafnið á nýútkominni bók eftir suður-afríska rithöfundinn J.M.Coetzee, þar sem hann fjallar um meðhöndlun okkar manna á dýrunum. Gunnar Sigvaldason þýðir bókina á íslensku ásamt eiginkonu sinni, sem er ...?

5.   Hin níræða Margaret Keenan komst í fréttirnar fyrir fáeinum dögum. Fyrir hvað?

6.   Hvað kallast prestar í Gyðingdómi? Raunar er ekki um sambærilegt starf að ræða, en þau eru nógu skyld til að réttlæta megi spurninguna.

7.   En með sama fyrirvara, hvað er svona þokkalega sambærilegt fyrirbæri í íslam?

8.   Hvað fékkst Piotr Ilitsj Tsjækovskí við í lífinu?

9.   Hvaða land á er innilukt milli Rússlands og Kína?

10.   Hið nýja testamenti Biblíunnar hefst á fjórum guðspjöllum. Hvaða bók kemur svo þar á eftir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Orwell.

2.   Thorbjörn Egner.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Katrín Jakobsdóttir

5.   Hún var fyrsta manneskjan á Vesturlöndum sem fékk bóluefni við Covid-19 – fyrir utan náttúrlega þá sem þátt tóku í tilraunum.

6.   Rabbí.

7.   Mullah. Sennilega verð ég líka að gefa rétt fyrir iman.

8.   Tónsmíðar.

9.   Mongólía.

10.   Postulasagan.

***

Svör við aukaspurningum:

Teiknimyndapersónan heitir Obelix á frönsku en Steinríkur á íslensku.

Konan á myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkurinn á þrautina frá í gær. Þið gleymduð henni ekkert, er það?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár