231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

231. spurningaþraut: „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur“

Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem snerist um kvenskörunga nokkra.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fræga teiknimyndapersónu. Hvað heitir persónan, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu? Það eru engin grið gefið, menn þurfa að hafa hvort tveggja rétt til að fá stig fyrir þessa spurningu. 

***

Aðalspurningar.

1.   „Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.“ Hvað hét höfundurinn sem fyrstur festi þessi orð á blað?

2.   „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Hver skrifaði þetta fyrstur?

3.   Dýralíf heitir skáldsaga, nýútkomin. Hver er höfundur hennar?

4.   En Dýralíf er líka nafnið á nýútkominni bók eftir suður-afríska rithöfundinn J.M.Coetzee, þar sem hann fjallar um meðhöndlun okkar manna á dýrunum. Gunnar Sigvaldason þýðir bókina á íslensku ásamt eiginkonu sinni, sem er ...?

5.   Hin níræða Margaret Keenan komst í fréttirnar fyrir fáeinum dögum. Fyrir hvað?

6.   Hvað kallast prestar í Gyðingdómi? Raunar er ekki um sambærilegt starf að ræða, en þau eru nógu skyld til að réttlæta megi spurninguna.

7.   En með sama fyrirvara, hvað er svona þokkalega sambærilegt fyrirbæri í íslam?

8.   Hvað fékkst Piotr Ilitsj Tsjækovskí við í lífinu?

9.   Hvaða land á er innilukt milli Rússlands og Kína?

10.   Hið nýja testamenti Biblíunnar hefst á fjórum guðspjöllum. Hvaða bók kemur svo þar á eftir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Orwell.

2.   Thorbjörn Egner.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Katrín Jakobsdóttir

5.   Hún var fyrsta manneskjan á Vesturlöndum sem fékk bóluefni við Covid-19 – fyrir utan náttúrlega þá sem þátt tóku í tilraunum.

6.   Rabbí.

7.   Mullah. Sennilega verð ég líka að gefa rétt fyrir iman.

8.   Tónsmíðar.

9.   Mongólía.

10.   Postulasagan.

***

Svör við aukaspurningum:

Teiknimyndapersónan heitir Obelix á frönsku en Steinríkur á íslensku.

Konan á myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkurinn á þrautina frá í gær. Þið gleymduð henni ekkert, er það?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár