Góðan dag. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem snerist um kvenskörunga nokkra.
***
Fyrri aukaspurning:
Á myndinni hér að ofan má sjá fræga teiknimyndapersónu. Hvað heitir persónan, bæði á frummálinu og í íslenskri þýðingu? Það eru engin grið gefið, menn þurfa að hafa hvort tveggja rétt til að fá stig fyrir þessa spurningu.
***
Aðalspurningar.
1. „Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur.“ Hvað hét höfundurinn sem fyrstur festi þessi orð á blað?
2. „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Hver skrifaði þetta fyrstur?
3. Dýralíf heitir skáldsaga, nýútkomin. Hver er höfundur hennar?
4. En Dýralíf er líka nafnið á nýútkominni bók eftir suður-afríska rithöfundinn J.M.Coetzee, þar sem hann fjallar um meðhöndlun okkar manna á dýrunum. Gunnar Sigvaldason þýðir bókina á íslensku ásamt eiginkonu sinni, sem er ...?
5. Hin níræða Margaret Keenan komst í fréttirnar fyrir fáeinum dögum. Fyrir hvað?
6. Hvað kallast prestar í Gyðingdómi? Raunar er ekki um sambærilegt starf að ræða, en þau eru nógu skyld til að réttlæta megi spurninguna.
7. En með sama fyrirvara, hvað er svona þokkalega sambærilegt fyrirbæri í íslam?
8. Hvað fékkst Piotr Ilitsj Tsjækovskí við í lífinu?
9. Hvaða land á er innilukt milli Rússlands og Kína?
10. Hið nýja testamenti Biblíunnar hefst á fjórum guðspjöllum. Hvaða bók kemur svo þar á eftir?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Orwell.
2. Thorbjörn Egner.
3. Auður Ava Ólafsdóttir.
4. Katrín Jakobsdóttir
5. Hún var fyrsta manneskjan á Vesturlöndum sem fékk bóluefni við Covid-19 – fyrir utan náttúrlega þá sem þátt tóku í tilraunum.
6. Rabbí.
7. Mullah. Sennilega verð ég líka að gefa rétt fyrir iman.
8. Tónsmíðar.
9. Mongólía.
10. Postulasagan.
***
Svör við aukaspurningum:
Teiknimyndapersónan heitir Obelix á frönsku en Steinríkur á íslensku.
Konan á myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir.
***
Og aftur hlekkurinn á þrautina frá í gær. Þið gleymduð henni ekkert, er það?
Athugasemdir