Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Styrinn um Hafrannsóknarstofnun: Starf forstjórans auglýst á næstu vikum

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið mun birta aug­lýs­ingu um starf for­stjóra á næst­unni. Ráðu­neyt­ið svar­ar spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um störf nú­ver­andi for­stjóra, Sig­urð­ar Guð­jóns­son­ar, og for­send­ur aug­lýs­ing­ar ráðu­neyt­is­ins bara að hluta.

Styrinn um Hafrannsóknarstofnun: Starf forstjórans auglýst á næstu vikum
Líklegt að nýr forstjóri taki við Líklegt er að nýr forstjóri verði ráðinn yfir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári. Kristján Þór Júlíusson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mun skipa í embættið. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Starf forstjóra Hafrannsóknarstofnunar verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum og er líklegt að nýr forstjóri verði ráðinn yfir stofnunina í stað Sigurðar Guðjónssonar sem mun hafa gegnt starfinu í fimm ár þann 1. apríl. Upplýsingarnar um auglýsinguna um starfið koma fram í tölvupósti frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem svar við spurningum Stundarinnar. 

Í svarinu segir: „Fimm ára skipunartími forstjóra Hafrannsóknastofnunar lýkur í mars á næsta ári. Á grundvelli 23. gr. laga  nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verður embættið auglýst laust til umsóknar á næstu vikum.“ Ráðuneytið svaraði hins vegar ekki þeirri spurningu Stundarinnar hvort ónægja væri með störf Sigurðar hjá Hafrannsóknarstofnun. 

Í greininni sem vísað er til í svarinu segir ekki að nauðsynlega þurfi að auglýsa starf sitjandi ríkisforstjóra laust til umsóknar ef til stendur að ráða viðkomandi aftur. Afar ólíklegt verður að teljast að Kristján Þór hyggist skipa Sigurð aftur fyrst starfið er auglýst laust, þó dæmi séu um að þetta hafi gerst í tilfellum ríkisforstjóra á Íslandi. Í lögunum segir: Embættismenn skulu skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. Ef maður hefur verið skipaður í embætti skv. 1. mgr. skal honum tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert framlengist skipunartími hans í embætti sjálfkrafa um fimm ár, nema hann óski eftir að láta af störfum með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 37. gr.“

Styrinn um Hafró

Nokkur styr hefur staðið um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar á liðnum árum í forstjóratíð Sigurður. Meðal annars vegna laxeldis í sjókvíum og eins vegna útgáfu loðnukvóta en Hafrannsóknarstofnun hefur mælst gegn því að gefinn verði út loðnukvóti vegna bágs ástands hans síðastliðnar þrjár vertíðir. Ekki eru allir á eitt sáttir um afstöðu Hafrannsóknarstofnunar í loðnumálinu.  Íslenskar útgerðir hafa síðustu vikur kostað loðnurannsóknir úti fyrir ströndum landsins með skipinu Polar Amaroq í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun.

„Á grundvelli 23. gr. laga  nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verður embættið auglýst laust til umsóknar á næstu vikum“

Í laxeldinu hefur Hafrannsóknarstofnun verið gagnrýnd fyrir að hafa upphaflega lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi í áhættumati árið 2017 og að taka ekki nægilegt tillit til mótvægisaðgerða sem sporna eiga við mögulegri erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofninn. Áhættumatinu var svo breytt og er nú heimild til að stunda laxeldi í Ísafjarðardjúpi, allt að 12 þúsund tonn. Hafrannsóknarstofnun hefur því breytt mati sínu um Djúpið í kjölfar gagnrýni. 

Þá hafa vísindaleg tilmæli Hafró um lækkun aflamarks á fisktegundum, meðal annars þorski, valdið umræðum og sagði Kristján Þór Júlíusson meðal annars fyrr á árinu að þessar tillögur væri „vonbrigði“

Loks voru uppsagnir innan Hafró í fyrra umdeildar. 

Tilkynnti starfsmönnum um auglýsinguna

Sigurður Guðjónsson sagði við Stundina aðspurður fyrir skömmu að hann hefði tilkynnt starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunar það á starfsmannafundi í haust að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á fyrri hluta næsta árs. „Ég get staðfest það að ráðherra hafi tilkynnt mér að hann hyggist auglýsa stöðuna og ég mun sækja um stöðuna,“ segir Sigurður í samtali við Stundina. Hann verður því meðal umsækjenda um starfið þegar þar að kemur. 

Sigurður var valinn úr hópi sex umsækjenda um forstjórastarfið árið 2016. Hinir umsækjendurnir voru Guðni Magnús Eiríksson, Soffía B. Guðmundsdóttir, Þorleifur Ágústsson, Þorsteinn Sigurðsson og Þór Heiðar Ásgeirsson.  

Einn af þeim sem nefndur er nú sem mögulegur arftaki Sigurður er Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar sem ráðinn var til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrr á árinu. Þorsteinn var sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafró. 

Nýráðinn forstjóri Hafró, hvort sem það verður áfram Sigurður eða ekki, mun svo taka við starfinu eftir 1. apríl næstkomandi en þá er tæpt hálft ár til næstu Alþingiskosninga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár