„Þið eruð frábær,“ syngur Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, til nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga. Nemendafélag Menntaskólans birtir kveðju Kolbeins, sem er í formi frumsamins lags, á Instagramsíðu sinni.
„Mig langaði, þar sem ég frétti af því hvað þið eruð búin að vera dugleg, að senda ykkur smá kveðju. Og ég er betri að segja hlutina í lúðalegum lögum heldur en í ræðum,“ ávarpar Kolbeinn nemendur skólans áður en hann tekur til við gítarspil og söng.
Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Kolbeinn hyggi á framboð í Norðausturkjördæmi og eftir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í lok október að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við næstu þingkosningar, hefur sá orðrómur fengið frekari vængi. Kolbeinn, sem er uppalinn á Siglufirði, festi nýverið kaup …
Athugasemdir