***
Aukaspurningar eru tvær. Hér er sú fyrri:
Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Ljóð eitt mikið birtist fyrst á prenti á Ítalíu árið 1472. Purgatorio hét einn hluti þess. Hvað þýðir orðið „purgatorio“?
2. Einhver vinsælasta kvikmynd Íslandssögunnar er Stuðmannamyndin Með allt á hreinu. Hver leikstýrði henni?
3. Sóley Elíasdóttir varð fyrir nokkrum árum kunn fyrir framleiðslu á snyrti- og heilsuvörnum. Áður hafði hún leikið bæði í leikhúsum og bíói og fór með eitt af aðalhlutverkunum í annarri vinsælli íslenskri kvikmynd sem frumsýnd var 1992. Hvað hét sú mynd?
4. Í Vesalingunum eftir Victor Hugo þarf söguhetjan Jean Valjean að sitja 19 ár fanginn fyrir að hafa stolið matarbita. Hvaða matarbita?
5. Frægur hermaður í fyrri heimsstyrjöld hét Manfred von Richthofen. Hvað var viðurnefni hans?
6. Árið 2007 var Segolene Royal fyrsta konan til að komast nærri forsetaembætti í ákveðnu landi, þótt hún byði að lokum lægri hlut í forsetakosningum. Í hvaða landi var þetta?
7. Páll postuli var frá bænum Tarsus. Í hvaða landi er sá bær núna?
8. Hvaða kjöt er notað í Vínarsnitsel?
9. Hvers konar vín er snitselið annars kennt við?
10. Katanes-dýrið var frægt skrímsli á Íslandi á ofanverðri 19. öld. En hvar er Katanes það sem dýrið var kennt við?
***
Síðari aukaspurning:
Konan á myndinni hér að neðan þótti mikil sómamanneskja og þeim mun sorglegra að endalok hennar urðu svipleg og sorgleg. Hvað hét hún?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Hreinsunareldur.
2. Ágúst Guðmudnsson.
3. Sódóma Reykjavík.
4. Brauði.
5. Rauði baróninn.
6. Frakklandi.
7. Tyrklandi.
8. Kálfakjöt.
9. Vínarborg í Austurríki.
10. Í Hvalfirði.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr kvikmyndinni (kvikmyndunum) Matrix.
Á neðri myndinni er sænski utanríkisráðherrann Anna Lindh.
***
Athugasemdir