Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

228. spurningaþraut: Frægt skrímsli á Íslandi, og fleira

228. spurningaþraut: Frægt skrímsli á Íslandi, og fleira

Þrautin frá í gær.

***

Aukaspurningar eru tvær. Hér er sú fyrri:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Ljóð eitt mikið birtist fyrst á prenti á Ítalíu árið 1472. Purgatorio hét einn hluti þess. Hvað þýðir orðið „purgatorio“?

2.   Einhver vinsælasta kvikmynd Íslandssögunnar er Stuðmannamyndin Með allt á hreinu. Hver leikstýrði henni?

3.   Sóley Elíasdóttir varð fyrir nokkrum árum kunn fyrir framleiðslu á snyrti- og heilsuvörnum. Áður hafði hún leikið bæði í leikhúsum og bíói og fór með eitt af aðalhlutverkunum í annarri vinsælli íslenskri kvikmynd sem frumsýnd var 1992. Hvað hét sú mynd?

4.   Í Vesalingunum eftir Victor Hugo þarf söguhetjan Jean Valjean að sitja 19 ár fanginn fyrir að hafa stolið matarbita. Hvaða matarbita?

5.   Frægur hermaður í fyrri heimsstyrjöld hét Manfred von Richthofen. Hvað var viðurnefni hans?

6.   Árið 2007 var Segolene Royal fyrsta konan til að komast nærri forsetaembætti í ákveðnu landi, þótt hún byði að lokum lægri hlut í forsetakosningum. Í hvaða landi var þetta?

7.   Páll postuli var frá bænum Tarsus. Í hvaða landi er sá bær núna?

8.   Hvaða kjöt er notað í Vínarsnitsel?

9.   Hvers konar vín er snitselið annars kennt við?

10.   Katanes-dýrið var frægt skrímsli á Íslandi á ofanverðri 19. öld. En hvar er Katanes það sem dýrið var kennt við?

***

Síðari aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan þótti mikil sómamanneskja og þeim mun sorglegra að endalok hennar urðu svipleg og sorgleg. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hreinsunareldur.

2.   Ágúst Guðmudnsson.

3.   Sódóma Reykjavík.

4.   Brauði.

5.   Rauði baróninn.

6.   Frakklandi.

7.   Tyrklandi.

8.   Kálfakjöt.

9.   Vínarborg í Austurríki.

10. Í Hvalfirði.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni (kvikmyndunum) Matrix.

Á neðri myndinni er sænski utanríkisráðherrann Anna Lindh.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár