Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

227. spurningaþraut: Stærsti hver heims heitir Steikarpönnuvatn. Hvar er hann?

227. spurningaþraut: Stærsti hver heims heitir Steikarpönnuvatn. Hvar er hann?

Hér er 226. spurningaþrautin.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðaspurningar:

1.   Í hvaða landi er höfuðborgin Varsjá?

2.   Hver býr í turninum í Kardimommubæ?

3.   Hver er stærsti þéttbýliskjarninn á Fljótsdalshéraði?

4.   Stærsti hver heimsins kallast Steikarpönnuvatn og er nærri fjórir hektarar að stærð. Í hvaða landi er þessi geysistóri hver?

5.   Í hvaða landi var Knútur ríki upphaflega konungur?

6.   Hvaða mynd hvarf úr Louvre-safninu í París árið 1911?

7.   Hver sendi frá sér plötuna Blackstar árið 2016, rétt fyrir andlát sitt?

8.   Um 1530 verður fyrst vart við leik nokkurn suður á Ítalíu sem kallaðist „Il Giuoco del Lotto d'Italia“. Hann var þá ekki ósvipaður því sem við köllum nú lottó, en þegar leikurinn fluttist til Frakklands var bætt við spilum, táknum og tölum. Leikurinn þróaðist svo töluvert í Frakklandi, en tók á sig nútímamynd sína í Bandaríkjunum fyrir tæpum 100 árum. Í Atlanta var leikurinn spilaður með baunum og þær eru taldar hafa gefið leiknum nafn, þótt í nokkuð afbökuðu formi sé. Eitt sérkenni leiksins er að fjöldi þátttakenda er í raun ótakmarkaður. Hvað heitir þessi leikur?

9.   Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður í félagi nokkru eða samtökum, og hún fagnaði nýlega hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að rannsókn færi fram á skjólstæðingum hennar og félagsmönnum. Hvar er Þuríður Harpa formaður?

10.   Á hvaða vatni gekk Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn guðspjallanna?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Póllandi.

2.   Tóbías.

3.   Egilsstaðir.

4.   Á Nýja-Sjálandi.

5.   Danmörku.

6.   Mona Lisa.

7.   David Bowie.

8.   Bingó.

9.   Öryrkjabandalags Íslands.

10.   Genesaret-vatni, öðru nafni Galíleuvatni.

***

Svör við aðalspurningum:

Bogi Ágústssoní upphafi fréttamannsferilsins.

Á fyrri myndinni, hér efst, má sjá kvikmyndastjörnuna Bette Davis.

Á neðri myndinni sést hluti af andliti Boga Ágústssonar fréttamanns.

***

Þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár