Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borgin semur við Samtökin ´78

Borg­ar­ráð sam­þykkti í gær samn­ing við Sam­tök­in ´78 um þjón­ustu og fræðslu. Samn­ing­ur­inn ger­ir sam­tök­un­um kleift að halda áfram úti starf­semi en fjár­hags­staða þeirra hef­ur ver­ið mjög knöpp.

Borgin semur við Samtökin ´78
Samið við Samtökin Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir að samningurinn við Reykjavíkurborg sé áfangi á leið til að hægt verði að halda úti starfsemi samtakanna. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær samning við Samtökin ´78 um þjónustu og fræðslu. Samningurinn er til þriggja ára og greiðir Reykjavíkurborg samtökunum 8,7 milljónir árlega. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að samningurinn geri kleift að halda úti óbreyttri starfsemi, í það minnsta í byrjun næsta árs.

Samtökin ´78 sögðu upp öllum fjórum starfsmönnum sínum í lok september og einnig verktökum sem starfa fyrir samtökin. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri sagði þá að um neyðarráðstöfun væri að ræða þar eð samningar samtakanna við bæði borg og ríki væru að renna út og án þjónustusamninga væri rekstrargrundvöllur samtakanna brostinn.

Öllu léttara var yfir Daníel í gær þegar ljóst var að samningurinn við borgina væri í höfn. „Þetta þýðir að við getum allavega opnað í janúar en við erum enn þá að bíða eftir fleiri aðilum, forsætisráðuneytinu fyrst og fremst.“ Daníel segir þó að enn sem komið er treysti hann sér ekki til að draga til baka uppsagnir starfsfólks, meira þurfi að koma til. Hann segist bjartsýnn á að samningar við ríkið nái fram að ganga, úr forsætisráðuneytinu hafi komið skilaboð þess efnis að mikill vilji sé til að semja við samtökin. „Ég vona að ég verði kominn með svör fyrir miðjan desember.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár