Borgin semur við Samtökin ´78

Borg­ar­ráð sam­þykkti í gær samn­ing við Sam­tök­in ´78 um þjón­ustu og fræðslu. Samn­ing­ur­inn ger­ir sam­tök­un­um kleift að halda áfram úti starf­semi en fjár­hags­staða þeirra hef­ur ver­ið mjög knöpp.

Borgin semur við Samtökin ´78
Samið við Samtökin Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir að samningurinn við Reykjavíkurborg sé áfangi á leið til að hægt verði að halda úti starfsemi samtakanna. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær samning við Samtökin ´78 um þjónustu og fræðslu. Samningurinn er til þriggja ára og greiðir Reykjavíkurborg samtökunum 8,7 milljónir árlega. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að samningurinn geri kleift að halda úti óbreyttri starfsemi, í það minnsta í byrjun næsta árs.

Samtökin ´78 sögðu upp öllum fjórum starfsmönnum sínum í lok september og einnig verktökum sem starfa fyrir samtökin. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri sagði þá að um neyðarráðstöfun væri að ræða þar eð samningar samtakanna við bæði borg og ríki væru að renna út og án þjónustusamninga væri rekstrargrundvöllur samtakanna brostinn.

Öllu léttara var yfir Daníel í gær þegar ljóst var að samningurinn við borgina væri í höfn. „Þetta þýðir að við getum allavega opnað í janúar en við erum enn þá að bíða eftir fleiri aðilum, forsætisráðuneytinu fyrst og fremst.“ Daníel segir þó að enn sem komið er treysti hann sér ekki til að draga til baka uppsagnir starfsfólks, meira þurfi að koma til. Hann segist bjartsýnn á að samningar við ríkið nái fram að ganga, úr forsætisráðuneytinu hafi komið skilaboð þess efnis að mikill vilji sé til að semja við samtökin. „Ég vona að ég verði kominn með svör fyrir miðjan desember.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár