Líf okkar er undirlagt af misfullum málningardósum, púðakaffi og pokaskyri, parketi og flísaprufum, steypuryki í vösum, hári á skóm, gluggakistum, í púða-kaffibollum og á mínum framtaksglöðustu dögum lekur grá steypuryksdrullan í hægum straumum úr nefinu á mér.
En byrjum á byrjuninni. Ekki alveg stórahvelli kannski, en einhvers staðar hóflega langt í fortíðinni þannig að eitthvert samhengi myndist. Kannski.
Enginn í skútunni
Sumarið 2019 keypti ég 50 feta skútu og sigldi henni ásamt vösku liði frá heitum höfnum Sikileyjar á Ítalíu alla leiðina í kalda og stormasama höfn Reykjavíkur og síðar aðeins minna stormasama höfn Hafnarfjarðar. Planið var sem sagt að afla tiltekinna leyfa til þess að hefja, sumarið 2020, mislangar siglingar með ferðamenn meðfram stórbrotnum ströndum Íslands. Svo gerðist …
Athugasemdir