Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í Namibíu

Út­gerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son og fyrr­ver­andi banka­mað­ur­inn, Elm­ar Svavars­son, keyptu tog­ara og leigja hann til hesta­makríls­veiða í Namib­íu. Um er að ræða fyrsta skip­ið í eigu ís­lenskra fjár­festa sem fer til veiða í Namib­íu eft­ir að Sam­herja­mál­ið kom upp í lok árs í fyrra.

Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í Namibíu
Með stærstu útgerðum Íslands Útgerð Jakob Valgeirs í Bolungarvík hefur í gegnum árin verið ein af þeim 20 stærstu í landinu miðað við kvótahlutdeild. Hann er kominn í útrás til Namibíu með togarann Erni sem veiðir hestmakríl.

Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, og Elmar Svavarsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka, eru byrjaðir að leigja út togara sem gerir út í Namibíu. Togarinn heitir Ernir og er skráður með heimahöfn í smáríkinu Belís í Mið-Ameríku. Fyrirtækið sem leigir skipið heitir Tunacor Fisheries og er namibískt útgerðarfélag. Þetta er sama útgerðarfélag og hefur keypt togarann Heinaste af Samherja. 

Jakob Valgeir og Elmar hafa stofnað saman félagið NFS ehf. til að halda utan um eignarhald togarans sem veiðir hestamakríl í Namibíu. Eignarhald NFS ehf. á togaranum er í gegnum spænskt félag, North Fish Seafood á Las Palmas á Kanaríeyjum. Stjórnarmenn í því félagi eru áðurnefndur Elmar og Hlynur Þórisson, samkvæmt gögnum um félagið úr spænsku hlutafélagaskránni. 

„Þetta er rétt, já, en við erum ekki að gera út skipið heldur leigðum við það út,“ segir Jakob Valgeir í samtali við Stundina.

Jakob Valgeir segir að til standi að skipið stundi veiðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár