Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í Namibíu

Út­gerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son og fyrr­ver­andi banka­mað­ur­inn, Elm­ar Svavars­son, keyptu tog­ara og leigja hann til hesta­makríls­veiða í Namib­íu. Um er að ræða fyrsta skip­ið í eigu ís­lenskra fjár­festa sem fer til veiða í Namib­íu eft­ir að Sam­herja­mál­ið kom upp í lok árs í fyrra.

Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í Namibíu
Með stærstu útgerðum Íslands Útgerð Jakob Valgeirs í Bolungarvík hefur í gegnum árin verið ein af þeim 20 stærstu í landinu miðað við kvótahlutdeild. Hann er kominn í útrás til Namibíu með togarann Erni sem veiðir hestmakríl.

Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, og Elmar Svavarsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka, eru byrjaðir að leigja út togara sem gerir út í Namibíu. Togarinn heitir Ernir og er skráður með heimahöfn í smáríkinu Belís í Mið-Ameríku. Fyrirtækið sem leigir skipið heitir Tunacor Fisheries og er namibískt útgerðarfélag. Þetta er sama útgerðarfélag og hefur keypt togarann Heinaste af Samherja. 

Jakob Valgeir og Elmar hafa stofnað saman félagið NFS ehf. til að halda utan um eignarhald togarans sem veiðir hestamakríl í Namibíu. Eignarhald NFS ehf. á togaranum er í gegnum spænskt félag, North Fish Seafood á Las Palmas á Kanaríeyjum. Stjórnarmenn í því félagi eru áðurnefndur Elmar og Hlynur Þórisson, samkvæmt gögnum um félagið úr spænsku hlutafélagaskránni. 

„Þetta er rétt, já, en við erum ekki að gera út skipið heldur leigðum við það út,“ segir Jakob Valgeir í samtali við Stundina.

Jakob Valgeir segir að til standi að skipið stundi veiðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár