Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu frá því um 1970 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1917 settist eiginleg ríkisstjórn að völdum á Íslandi í fyrsta sinn, en fram að því hafði verið aðeins einn ráðherra. Í þessari fyrstu ríkisstjórn voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ... hver var sá þriðji?

2.   Eyjaálfa er minnsta heimsálfan í ýmsum skilningi. Hversu mörg sjálfstæð ríki tilheyra Eyjaálfu? Hér má muna einu til eða frá.

3.   En hvaða heimsálfa er annars næstminnst? – og hér er átt við flatarmál.

4.   Í hvaða ríki stjórnaði Ming-ættin?

5.   Ítalska skáldið Dante Alighieri orti í byrjun 14. aldar þrjú mikil kvæði um helvíti, hreinsunareldinn og himnaríki. Hvað hefur bálkur Dantes verið kallaður í heilu lagi?

6.   Sá sem fann upp á þessu skemmtilega nafni á kvæðabálki Dantes var annað ítalskt skáld, sem hét Boccaccio. Hann er frægur fyrir mikið prósaverk er nefnist Decameron og hann lauk við 1353. Þar segja nokkur ungmenni hvert öðru skemmtilegar og lærdómsríkar sögur, meðan þau eru á flótta undan ... ja, undan hverju?

7.   Ein af aðalpersónum sjónvarpsseríunnar Ráðherrann var aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hún hét Hrefna, en hvaða leikkona túlkaði hana? Hér má sleppa föður-, móður- eða ættarnafni leikkonunnar.

8.   Í landi er borgin Kraków?

9.   En hvar er borgin Kharkiv?

10.  Árið 1959 var opnuð við Laugaveg í Reykjavík fyrsta raunverulega verslunarmiðstöðin hérlendis. Hvað nefndist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona var einn færasti og frægasti arkitekt Íslands, þótt hún starfaði raunar erlendis mestan hluta ævinnar. Á Íslandi voru þó reist ýmis hús sem hún teiknaði og til dæmis frægt einbýlishús við Bakkaflöt í Garðabæ sem vakti athygli um víða veröld. Hún lést 2017, 88 ára gömul. Hvað hét hún? Eins og í spurningunni hér að ofan dugar skírnarnafn.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Atvinnumálaráðherra.

2.   Ríkin eru 14, svo allt frá 13-15 telst rétt.

3.   Evrópa.

4.   Kína.

5.   Gleðileikurinn guðdómlegi.

6.   Svarta dauða. „Einhverri farsótt“ telst ekki duga.

7.   Þuríður Blær. Hún er reyndar Jóhannsdóttir.

8.   Póllandi.

9.   Úkraínu.

10.   Kjörgarður.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættir hétu UFO eða FFH á íslensku.

Konan hét Högna, hún var Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár