Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu frá því um 1970 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1917 settist eiginleg ríkisstjórn að völdum á Íslandi í fyrsta sinn, en fram að því hafði verið aðeins einn ráðherra. Í þessari fyrstu ríkisstjórn voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ... hver var sá þriðji?

2.   Eyjaálfa er minnsta heimsálfan í ýmsum skilningi. Hversu mörg sjálfstæð ríki tilheyra Eyjaálfu? Hér má muna einu til eða frá.

3.   En hvaða heimsálfa er annars næstminnst? – og hér er átt við flatarmál.

4.   Í hvaða ríki stjórnaði Ming-ættin?

5.   Ítalska skáldið Dante Alighieri orti í byrjun 14. aldar þrjú mikil kvæði um helvíti, hreinsunareldinn og himnaríki. Hvað hefur bálkur Dantes verið kallaður í heilu lagi?

6.   Sá sem fann upp á þessu skemmtilega nafni á kvæðabálki Dantes var annað ítalskt skáld, sem hét Boccaccio. Hann er frægur fyrir mikið prósaverk er nefnist Decameron og hann lauk við 1353. Þar segja nokkur ungmenni hvert öðru skemmtilegar og lærdómsríkar sögur, meðan þau eru á flótta undan ... ja, undan hverju?

7.   Ein af aðalpersónum sjónvarpsseríunnar Ráðherrann var aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hún hét Hrefna, en hvaða leikkona túlkaði hana? Hér má sleppa föður-, móður- eða ættarnafni leikkonunnar.

8.   Í landi er borgin Kraków?

9.   En hvar er borgin Kharkiv?

10.  Árið 1959 var opnuð við Laugaveg í Reykjavík fyrsta raunverulega verslunarmiðstöðin hérlendis. Hvað nefndist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona var einn færasti og frægasti arkitekt Íslands, þótt hún starfaði raunar erlendis mestan hluta ævinnar. Á Íslandi voru þó reist ýmis hús sem hún teiknaði og til dæmis frægt einbýlishús við Bakkaflöt í Garðabæ sem vakti athygli um víða veröld. Hún lést 2017, 88 ára gömul. Hvað hét hún? Eins og í spurningunni hér að ofan dugar skírnarnafn.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Atvinnumálaráðherra.

2.   Ríkin eru 14, svo allt frá 13-15 telst rétt.

3.   Evrópa.

4.   Kína.

5.   Gleðileikurinn guðdómlegi.

6.   Svarta dauða. „Einhverri farsótt“ telst ekki duga.

7.   Þuríður Blær. Hún er reyndar Jóhannsdóttir.

8.   Póllandi.

9.   Úkraínu.

10.   Kjörgarður.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættir hétu UFO eða FFH á íslensku.

Konan hét Högna, hún var Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu