Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

225. spurningaþraut: Dante, Boccaccio, Ming – hvaða getiði hugsað ykkur betra?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu frá því um 1970 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1917 settist eiginleg ríkisstjórn að völdum á Íslandi í fyrsta sinn, en fram að því hafði verið aðeins einn ráðherra. Í þessari fyrstu ríkisstjórn voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ... hver var sá þriðji?

2.   Eyjaálfa er minnsta heimsálfan í ýmsum skilningi. Hversu mörg sjálfstæð ríki tilheyra Eyjaálfu? Hér má muna einu til eða frá.

3.   En hvaða heimsálfa er annars næstminnst? – og hér er átt við flatarmál.

4.   Í hvaða ríki stjórnaði Ming-ættin?

5.   Ítalska skáldið Dante Alighieri orti í byrjun 14. aldar þrjú mikil kvæði um helvíti, hreinsunareldinn og himnaríki. Hvað hefur bálkur Dantes verið kallaður í heilu lagi?

6.   Sá sem fann upp á þessu skemmtilega nafni á kvæðabálki Dantes var annað ítalskt skáld, sem hét Boccaccio. Hann er frægur fyrir mikið prósaverk er nefnist Decameron og hann lauk við 1353. Þar segja nokkur ungmenni hvert öðru skemmtilegar og lærdómsríkar sögur, meðan þau eru á flótta undan ... ja, undan hverju?

7.   Ein af aðalpersónum sjónvarpsseríunnar Ráðherrann var aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hún hét Hrefna, en hvaða leikkona túlkaði hana? Hér má sleppa föður-, móður- eða ættarnafni leikkonunnar.

8.   Í landi er borgin Kraków?

9.   En hvar er borgin Kharkiv?

10.  Árið 1959 var opnuð við Laugaveg í Reykjavík fyrsta raunverulega verslunarmiðstöðin hérlendis. Hvað nefndist hún?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona var einn færasti og frægasti arkitekt Íslands, þótt hún starfaði raunar erlendis mestan hluta ævinnar. Á Íslandi voru þó reist ýmis hús sem hún teiknaði og til dæmis frægt einbýlishús við Bakkaflöt í Garðabæ sem vakti athygli um víða veröld. Hún lést 2017, 88 ára gömul. Hvað hét hún? Eins og í spurningunni hér að ofan dugar skírnarnafn.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Atvinnumálaráðherra.

2.   Ríkin eru 14, svo allt frá 13-15 telst rétt.

3.   Evrópa.

4.   Kína.

5.   Gleðileikurinn guðdómlegi.

6.   Svarta dauða. „Einhverri farsótt“ telst ekki duga.

7.   Þuríður Blær. Hún er reyndar Jóhannsdóttir.

8.   Póllandi.

9.   Úkraínu.

10.   Kjörgarður.

***

Svör við aukaspurningum:

Sjónvarpsþættir hétu UFO eða FFH á íslensku.

Konan hét Högna, hún var Sigurðardóttir.

***

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár