Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

224. spurningaþraut: Kolmunni, Stóri bróðir, Mið-Asía, Tyrkland, sushi

224. spurningaþraut: Kolmunni, Stóri bróðir, Mið-Asía, Tyrkland, sushi

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað sýnir ljósmyndin hér að ofan, eða var að minnsta kosti talin sýna um skeið?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað nefndi hann sig, maðurinn sem varð forseti Tyrklands á þriðja áratugnum, sat til dauðadags 1938 og gerbylti tyrknesku samfélagi?

2.   Hvað er kolmunni?

3.   Í hvaða skáldsögu kom fyrirbrigðið „Stóri bróðir“ fyrst fram? 

4.   Í Mið-Asíu eru nú nokkur sjálfstæð ríki sem áður voru hlutar Sovétríkjanna. Hve mörg eru þau?

5.   Hvað hét síðari eiginkona John Lennons Bítils?

6.   En sú fyrri?

7.   Nona Gaprindasvíli frá Georgíu (sem þá tilheyrði Sovétríkjunum) varð heimsmeistari kvenna í tiltekinni grein árið 1962. Hún hélt þeim titli til 1978 þegar landa hennar Maya Chiburdanize tók við og var heimsmeistari til 1991. Í hvaða grein voru þær heimsmeistarar?

8.   Galdhöpiggen heitir hæsti fjallstindur í Norður-Evrópu. Í hvaða landi er hann?

9.   Í hvaða landi er sushi upprunnið?

10.   Rugila hét kóngur einn á mótum Evrópu og Asíu sem ríkti til ársins 425 e.Kr. eða þar um bil. Þegar hann dó tóku við tveir bróðursynir hans. Annar hét Bleda en hann dó eftir um það bil 20 ár á valdastóli, og sögðu fornir höfundar að félagi hans og bróðir á valdastóli hefði látið drepa Bleda. Eftir það ríkti bróðirinn einn í tæp tíu ár, en dó svo árið 453. Þá mun feginsstuna hafa farið um stóran hluta Evrópu. Hvað hét þessi illskeytti bróðir hans Bleda?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir leikkonan á þessari mynd hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ataturk.

2.   Fiskur.

3.   1984.

4.   Fimm. Þau eru Kasakstan, Úsbekistan, Tajikistan, Kyrgyzstan og Turkmenistan en ekki er nauðsynlegt að þekkja nöfnin.

5.   Yoko Ono.

6.   Cynthia.

7.   Skák kvenna.

8.   Noregi.

9.   Japan.

10.   Atli, konungur Húna.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Loch Ness-skrímslið. Myndin er þó vitaskuld fölsuð.

Á neðri myndinni er Cameron Diaz.

***

Hér er þraut gærdagsins, já, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár