Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

224. spurningaþraut: Kolmunni, Stóri bróðir, Mið-Asía, Tyrkland, sushi

224. spurningaþraut: Kolmunni, Stóri bróðir, Mið-Asía, Tyrkland, sushi

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað sýnir ljósmyndin hér að ofan, eða var að minnsta kosti talin sýna um skeið?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað nefndi hann sig, maðurinn sem varð forseti Tyrklands á þriðja áratugnum, sat til dauðadags 1938 og gerbylti tyrknesku samfélagi?

2.   Hvað er kolmunni?

3.   Í hvaða skáldsögu kom fyrirbrigðið „Stóri bróðir“ fyrst fram? 

4.   Í Mið-Asíu eru nú nokkur sjálfstæð ríki sem áður voru hlutar Sovétríkjanna. Hve mörg eru þau?

5.   Hvað hét síðari eiginkona John Lennons Bítils?

6.   En sú fyrri?

7.   Nona Gaprindasvíli frá Georgíu (sem þá tilheyrði Sovétríkjunum) varð heimsmeistari kvenna í tiltekinni grein árið 1962. Hún hélt þeim titli til 1978 þegar landa hennar Maya Chiburdanize tók við og var heimsmeistari til 1991. Í hvaða grein voru þær heimsmeistarar?

8.   Galdhöpiggen heitir hæsti fjallstindur í Norður-Evrópu. Í hvaða landi er hann?

9.   Í hvaða landi er sushi upprunnið?

10.   Rugila hét kóngur einn á mótum Evrópu og Asíu sem ríkti til ársins 425 e.Kr. eða þar um bil. Þegar hann dó tóku við tveir bróðursynir hans. Annar hét Bleda en hann dó eftir um það bil 20 ár á valdastóli, og sögðu fornir höfundar að félagi hans og bróðir á valdastóli hefði látið drepa Bleda. Eftir það ríkti bróðirinn einn í tæp tíu ár, en dó svo árið 453. Þá mun feginsstuna hafa farið um stóran hluta Evrópu. Hvað hét þessi illskeytti bróðir hans Bleda?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir leikkonan á þessari mynd hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ataturk.

2.   Fiskur.

3.   1984.

4.   Fimm. Þau eru Kasakstan, Úsbekistan, Tajikistan, Kyrgyzstan og Turkmenistan en ekki er nauðsynlegt að þekkja nöfnin.

5.   Yoko Ono.

6.   Cynthia.

7.   Skák kvenna.

8.   Noregi.

9.   Japan.

10.   Atli, konungur Húna.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Loch Ness-skrímslið. Myndin er þó vitaskuld fölsuð.

Á neðri myndinni er Cameron Diaz.

***

Hér er þraut gærdagsins, já, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár