Þrautin í gær snerist um skáldsögur og skáldsagnahöfunda. Reynið yður við hana hér.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvaða ár var myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða ár sökk farþegaskipið Titanic í Atlantshafi?
2. Hvað heitir dúkkan Barbie fullu nafni?
3. Hvaða þéttbýlisstaður er stærstur á austurströnd Eyjafjarðar?
4. Hvað heitir höfuðborgin í Líbanon?
5. Við hvern er flugvöllurinn við Liverpool kenndur?
6. Hvað heitir leiðin frá Svínahrauni til Þorlákshafnar?
7. Margrét Guðnadóttir lést árið 2018 eftir langan og gifturíkan feril sem ... hvað?
8. Hvaða skoski fótboltaþjálfari er gjarnan í gamni sagður hafa beitt „hárþurrkuaðferðinni“ þegar hann vildi skamma leikmenn sína fyrir leti, syfjandahátt, vanhæfni og vesaldóm?
9. Annika Sörenstam heitir kona ein sem settist í helgan stein árið 2008 en hafði þá um margra ára skeið verið langfremsta og sigursælasta konan í ákveðinni íþróttagrein. Hver var sú grein?
10. Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?
***
Seinni aukaspurning:
Hver sendi frá sér þá hljómplötu sem hér sést hluti af?

***
Svör við aðalspurningum:
1. 1912.
2. Barbara Millicent Roberts.
3. Grenivík.
4. Beirut.
5. John Lennon.
6. Þrengsli.
7. Læknir, veirufræðingur – hvorttveggja er rétt.
8. Ferguson.
9. Golf.
10. Heimaey.
***
Svör við aukaspurningum:
Mynd sú hin efsta var tekin árið 1956 – nánar tiltekið í Ungverjalandi.

Neðri myndin sýnir hluta af plötu Stevie Wonder, Songs in the Key of Life.
***
Athugasemdir