Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

Þrautin í gær snerist um skáldsögur og skáldsagnahöfunda. Reynið yður við hana hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ár sökk farþegaskipið Titanic í Atlantshafi?

2.   Hvað heitir dúkkan Barbie fullu nafni?

3.   Hvaða þéttbýlisstaður er stærstur á austurströnd Eyjafjarðar?

4.   Hvað heitir höfuðborgin í Líbanon?

5.   Við hvern er flugvöllurinn við Liverpool kenndur?

6.   Hvað heitir leiðin frá Svínahrauni til Þorlákshafnar?

7.    Margrét Guðnadóttir lést árið 2018 eftir langan og gifturíkan feril sem ... hvað?

8.   Hvaða skoski fótboltaþjálfari er gjarnan í gamni sagður hafa beitt „hárþurrkuaðferðinni“ þegar hann vildi skamma leikmenn sína fyrir leti, syfjandahátt, vanhæfni og vesaldóm?

9.   Annika Sörenstam heitir kona ein sem settist í helgan stein árið 2008 en hafði þá um margra ára skeið verið langfremsta og sigursælasta konan í ákveðinni íþróttagrein. Hver var sú grein?

10.   Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver sendi frá sér þá hljómplötu sem hér sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   1912.

2.   Barbara Millicent Roberts.

3.   Grenivík.

4.   Beirut.

5.   John Lennon.

6.   Þrengsli.

7.   Læknir, veirufræðingur – hvorttveggja er rétt.

8.   Ferguson.

9.   Golf.

10.   Heimaey.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynd sú hin efsta var tekin árið 1956 – nánar tiltekið í Ungverjalandi.

Neðri myndin sýnir hluta af plötu Stevie Wonder, Songs in the Key of Life.

***

Og að nýju er hér hlekkur á þrautina frá gærdeginum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár