Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

Þrautin í gær snerist um skáldsögur og skáldsagnahöfunda. Reynið yður við hana hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ár sökk farþegaskipið Titanic í Atlantshafi?

2.   Hvað heitir dúkkan Barbie fullu nafni?

3.   Hvaða þéttbýlisstaður er stærstur á austurströnd Eyjafjarðar?

4.   Hvað heitir höfuðborgin í Líbanon?

5.   Við hvern er flugvöllurinn við Liverpool kenndur?

6.   Hvað heitir leiðin frá Svínahrauni til Þorlákshafnar?

7.    Margrét Guðnadóttir lést árið 2018 eftir langan og gifturíkan feril sem ... hvað?

8.   Hvaða skoski fótboltaþjálfari er gjarnan í gamni sagður hafa beitt „hárþurrkuaðferðinni“ þegar hann vildi skamma leikmenn sína fyrir leti, syfjandahátt, vanhæfni og vesaldóm?

9.   Annika Sörenstam heitir kona ein sem settist í helgan stein árið 2008 en hafði þá um margra ára skeið verið langfremsta og sigursælasta konan í ákveðinni íþróttagrein. Hver var sú grein?

10.   Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver sendi frá sér þá hljómplötu sem hér sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   1912.

2.   Barbara Millicent Roberts.

3.   Grenivík.

4.   Beirut.

5.   John Lennon.

6.   Þrengsli.

7.   Læknir, veirufræðingur – hvorttveggja er rétt.

8.   Ferguson.

9.   Golf.

10.   Heimaey.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynd sú hin efsta var tekin árið 1956 – nánar tiltekið í Ungverjalandi.

Neðri myndin sýnir hluta af plötu Stevie Wonder, Songs in the Key of Life.

***

Og að nýju er hér hlekkur á þrautina frá gærdeginum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár