221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

221. spurningaþraut: Hvað heitir Barbie fullu nafni og hver beitti hárþurrkuaðferðinni?

Þrautin í gær snerist um skáldsögur og skáldsagnahöfunda. Reynið yður við hana hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ár sökk farþegaskipið Titanic í Atlantshafi?

2.   Hvað heitir dúkkan Barbie fullu nafni?

3.   Hvaða þéttbýlisstaður er stærstur á austurströnd Eyjafjarðar?

4.   Hvað heitir höfuðborgin í Líbanon?

5.   Við hvern er flugvöllurinn við Liverpool kenndur?

6.   Hvað heitir leiðin frá Svínahrauni til Þorlákshafnar?

7.    Margrét Guðnadóttir lést árið 2018 eftir langan og gifturíkan feril sem ... hvað?

8.   Hvaða skoski fótboltaþjálfari er gjarnan í gamni sagður hafa beitt „hárþurrkuaðferðinni“ þegar hann vildi skamma leikmenn sína fyrir leti, syfjandahátt, vanhæfni og vesaldóm?

9.   Annika Sörenstam heitir kona ein sem settist í helgan stein árið 2008 en hafði þá um margra ára skeið verið langfremsta og sigursælasta konan í ákveðinni íþróttagrein. Hver var sú grein?

10.   Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver sendi frá sér þá hljómplötu sem hér sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   1912.

2.   Barbara Millicent Roberts.

3.   Grenivík.

4.   Beirut.

5.   John Lennon.

6.   Þrengsli.

7.   Læknir, veirufræðingur – hvorttveggja er rétt.

8.   Ferguson.

9.   Golf.

10.   Heimaey.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynd sú hin efsta var tekin árið 1956 – nánar tiltekið í Ungverjalandi.

Neðri myndin sýnir hluta af plötu Stevie Wonder, Songs in the Key of Life.

***

Og að nýju er hér hlekkur á þrautina frá gærdeginum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár