Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

219. spurningaþraut: Mannfjöldinn á Íslandi, óvænt gjöf, Kim Kardashian, ættingi gíraffans

219. spurningaþraut: Mannfjöldinn á Íslandi, óvænt gjöf, Kim Kardashian, ættingi gíraffans

Hlekkur á þrautina í gær, hér má finna hann.

***

Aukaspurningar:

Hver málaði málvekið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kim Kardashian heitir bandarísk sjónvarpsstjarna. Hver er eiginmaður hennar?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Sofia?

3.   Gíraffar eiga aðeins einn náinn ættingja á lífi. Hvað nefnist sú dýrategund?

4.   Hvað er bar mitzvah?

5.   Við hvaða listgrein hefur Arnar Jónsson fengist í áratugi?

6.   Árið 1915 stóð fyrri heimsstyrjöldin sem hæst og þá sökkti þýskur kafbátur stóru bresku farþegaskipi í námunda við Írland og fjöldi manns fórst. Atburðurinn vakti sérstaka reiði Bandaríkjamanna því 128 landar þeirra voru meðal þeirra sem dóu. Hvað hét þetta skip?

7.   Í hvaða landi er dansinn (eða athöfnin) haka upprunnin?

8.  Hver var forsætisráðherra Íslands á fullveldisdaginn 1918?

9.   Á vefsíðu Hagstofu Íslands segir: „Hinn 1. janúar 2020 voru landsmenn ...“ Ja, hve margir voru þeir í byrjun þessa leiðinlega árs? Hér má muna rúmlega 4.000 manns til eða frá.

10.   Árið 1941 barst ríkisstjórn Íslands tilboð frá Sigurði Jónassyni forstjóra sem bauðst til að gefa íslenska ríkinu ákveðna eign í ákveðnu skyni. Í fyrstu voru ekki allir sammála um hvort boðinu skyldi tekið, en það varð þó að lokum ofan á. Hvað var það sem Sigurður gaf ríkinu? 

***

Og seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá frægan rithöfund. Hvað heitir rithöfundurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kanye West.

2.   Búlgaríu.

3.   Ókapí.

4.   Manndómsvígsla Gyðingadrengja. Það má alveg segja ferming. Bat mitzvah heitir samskonar athöfn sem stúlkur ganga í gegnum.

5.   Leiklist.

6.   Lusitania.

7.   Nýja Sjálandi.

8.   Jón Magnússon. Hann var að vísu frá störfum þann dag en sat nú í embættinu samt.

9.   Landsmenn voru 364.134 (sjá hér), og rétt telst vera allt frá 360.000 til 370.000.

10.   Bessastaðir.

***

Svör við aukaspurningum:

Pablo Picasso málaði myndina Ungfrúrnar í Avignon.

Rithöfundurinn heitir Margaret Atwood.

***  

Og þrautin í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu