Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

219. spurningaþraut: Mannfjöldinn á Íslandi, óvænt gjöf, Kim Kardashian, ættingi gíraffans

219. spurningaþraut: Mannfjöldinn á Íslandi, óvænt gjöf, Kim Kardashian, ættingi gíraffans

Hlekkur á þrautina í gær, hér má finna hann.

***

Aukaspurningar:

Hver málaði málvekið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kim Kardashian heitir bandarísk sjónvarpsstjarna. Hver er eiginmaður hennar?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Sofia?

3.   Gíraffar eiga aðeins einn náinn ættingja á lífi. Hvað nefnist sú dýrategund?

4.   Hvað er bar mitzvah?

5.   Við hvaða listgrein hefur Arnar Jónsson fengist í áratugi?

6.   Árið 1915 stóð fyrri heimsstyrjöldin sem hæst og þá sökkti þýskur kafbátur stóru bresku farþegaskipi í námunda við Írland og fjöldi manns fórst. Atburðurinn vakti sérstaka reiði Bandaríkjamanna því 128 landar þeirra voru meðal þeirra sem dóu. Hvað hét þetta skip?

7.   Í hvaða landi er dansinn (eða athöfnin) haka upprunnin?

8.  Hver var forsætisráðherra Íslands á fullveldisdaginn 1918?

9.   Á vefsíðu Hagstofu Íslands segir: „Hinn 1. janúar 2020 voru landsmenn ...“ Ja, hve margir voru þeir í byrjun þessa leiðinlega árs? Hér má muna rúmlega 4.000 manns til eða frá.

10.   Árið 1941 barst ríkisstjórn Íslands tilboð frá Sigurði Jónassyni forstjóra sem bauðst til að gefa íslenska ríkinu ákveðna eign í ákveðnu skyni. Í fyrstu voru ekki allir sammála um hvort boðinu skyldi tekið, en það varð þó að lokum ofan á. Hvað var það sem Sigurður gaf ríkinu? 

***

Og seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá frægan rithöfund. Hvað heitir rithöfundurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kanye West.

2.   Búlgaríu.

3.   Ókapí.

4.   Manndómsvígsla Gyðingadrengja. Það má alveg segja ferming. Bat mitzvah heitir samskonar athöfn sem stúlkur ganga í gegnum.

5.   Leiklist.

6.   Lusitania.

7.   Nýja Sjálandi.

8.   Jón Magnússon. Hann var að vísu frá störfum þann dag en sat nú í embættinu samt.

9.   Landsmenn voru 364.134 (sjá hér), og rétt telst vera allt frá 360.000 til 370.000.

10.   Bessastaðir.

***

Svör við aukaspurningum:

Pablo Picasso málaði myndina Ungfrúrnar í Avignon.

Rithöfundurinn heitir Margaret Atwood.

***  

Og þrautin í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu