Ráðgefandi álit Umhverfisstofnunar, sem stofnunin veitti sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækinu Terra varðandi framleiðslu fyrirtækisins á moltu, verður ekki afturkallað, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi dreift hundruðum tonna af plastmengaðri moltu á svæði í Krýsuvík. Fyrirtækið, sem útnefnt var umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins í október, hefur verið tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi.
Terra dreifði um 1.500 rúmmetrum af moltu á svæði í Krýsuvík síðastliðið sumar, í samstarfi við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Í ljós kom að stór hluti moltunnar var plastmengaður og auk þess var að finna annað rusl í moltunni. Eftir því sem næst verður komist voru tveir þriðju hlutar moltunnar mengaðir með þessum hætti. Ástæðan fyrir því að moltan reyndist full af aðskotahlutum lá í þekkingarleysi og mistökum við vinnslu hennar, en net sem áttu að fanga aðskotahluti voru af allt of stórri möskvastærð.
„Eins …
Athugasemdir