***
Fyrri aukaspurning:
Hver er maðurinn sem stingur sér svo fagmannlega til sunds á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Let It Be?
2. En hvaða hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Let It Bleed?
3. Hvað heitir stærsta borgin í Suður-Afríku?
4. Hver er syðstur Vestfjarða?
5. Hvað af guðspjöllunum fjórum er almennt talið elst?
6. Rannveig mælti: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.“ Við hvern var Rannveig þessi að tala?
7. Vinsæll tölvuleikur er skammstafaður GTA. Fyrir hvað stendur þessi skammstöfun?
8. Hver var söngvari hljómsveitarinnar Trabant sem síðar ávann sér mikið orð sem myndlistarmaður? Þá er orðið myndlist notað í mjög víðum skilningi yfir gjörningalist ýmsa.
9. Hvað heitir persónan sem Emma Watson lék í myndunum um Harry Potter?
10. Hver var fyrsta íslenska konan sem vígð var prestur?
***
Síðari aukaspurning:
Hvaða skötuhjú eru þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Bítlarnir.
2. Rolling Stones.
3. Jóhannesarborg.
4. Patreksfjörður.
5. Markúsarguðspjall. Menn eru að vísu ekki alveg sammála um þetta en þetta er það sem flestir telja rétt.
6. Hallgerði langbrók.
7. Grand Theft Auto.
8. Ragnar Kjartansson.
9. Hermione Granger. Það dugar að hafa fornafn persónunnar rétt.
10. Auður Eir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni stingur Ásgeir Ágeirsson forseti sér til sunds.
Á neðri myndinni má sjá ameríska glæpaparið Bonnie og Clyde.
***
Athugasemdir