Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

215. spurningaþraut: „Mun þín skömm lengi uppi“

215. spurningaþraut: „Mun þín skömm lengi uppi“

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn sem stingur sér svo fagmannlega til sunds á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Let It Be?

2.   En hvaða hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Let It Bleed?

3.   Hvað heitir stærsta borgin í Suður-Afríku?

4.   Hver er syðstur Vestfjarða?

5.   Hvað af guðspjöllunum fjórum er almennt talið elst?

6.   Rannveig mælti: „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.“ Við hvern var Rannveig þessi að tala?

7.   Vinsæll tölvuleikur er skammstafaður GTA. Fyrir hvað stendur þessi skammstöfun?

8.   Hver var söngvari hljómsveitarinnar Trabant sem síðar ávann sér mikið orð sem myndlistarmaður? Þá er orðið myndlist notað í mjög víðum skilningi yfir gjörningalist ýmsa.

9.   Hvað heitir persónan sem Emma Watson lék í myndunum um Harry Potter?

10.   Hver var fyrsta íslenska konan sem vígð var prestur?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða skötuhjú eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bítlarnir.

2.   Rolling Stones.

3.   Jóhannesarborg.

4.   Patreksfjörður.

5.   Markúsarguðspjall. Menn eru að vísu ekki alveg sammála um þetta en þetta er það sem flestir telja rétt.

6.   Hallgerði langbrók.

7.   Grand Theft Auto.

8.   Ragnar Kjartansson.

9.   Hermione Granger. Það dugar að hafa fornafn persónunnar rétt.

10.  Auður Eir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni stingur Ásgeir Ágeirsson forseti sér til sunds.

Á neðri myndinni má sjá ameríska glæpaparið Bonnie og Clyde.

***

Hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár