Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

214. spurningaþraut: Katrín af Aragóníu, Margaríta af Savoy og Ugla að norðan

214. spurningaþraut: Katrín af Aragóníu, Margaríta af Savoy og Ugla að norðan

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan? Hann var listamaður og sjálft nafn hans hans er nú orðið eins konar tákn fyrir flókna og illviðráðanlega þætti, bæði í samfélaginu og sálarlífinu.

***

Aðalspurningar:

1.   Katrín hét kona og jafnan kennd við ættland sitt Aragóníu. En hún varð hins vegar drottning í öðru landi. Í hvaða landi varð Katrín af Aragóníu drottning?

2.   Árið 1195 kom Páll Jónsson til Íslands, nývígður biskup í Skálholti. Hann þótti höfðingi mikill og lagði sig fram um að bæta og skreyta kirkjuna í Skálholti. Þar á meðal hafði hann með sér til landsins hluti sem hann, eða öllu heldur kirkjan, hafði fengið að gjöf frá Absalon biskup á Sjálandi. Þetta voru dýrir og torfengnir hlutir í þá daga og höfðu aldrei sést á Íslandi áður, og urðu reyndar ekki algengir fyrr en löngu seinna. Hvaða hlutir voru þetta?

3.   The Boring Company heitir fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum og nafnið vísar ekki til þess að fyrirtækið sé leiðinlegt, heldur er hlutverk þess ekki síst að bora jarðgöng af öllu tagi, og reyndar byggja allskonar fleiri samgöngumannvirki. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er einn hugmyndaríkasti en um leið umdeildasti viðskiptajöfur samtímans, en hann hefur gífurlegan áhuga á samgöngumálum – bæði um skemmri og ekki síður lengri (mun lengri) vegalengdir. Hvað heitir þessi eigandi The Boring Company?

4.   Hvað heitir höfuðborgin á Kúbu?

5.   Í hvaða skáldsögu segir frá Uglu, bóndadóttur að norðan sem kemur til Reykjavíkur?

6.   Hvað heitir langstærsta stöðuvatn heims, sem er reyndar brimsalt?

7.   Hvaða ár hófst heimsstyrjöldin síðari?

8.   Í hvaða borg er hið upprunalega Circus Maximus?

9.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í bandarísku kvikmyndinni Pretty Woman frá 1990?

10.   Árið 1889 komu Umberto Ítalíukonungur og drottning hans, Margaríta af Savoy, í heimsókn til Napólí-borgar. Þeim var tekið með kostum og kynjum. Drottningin var þá tæplega fertug og naut virðingar fyrir góðgerðastörf og þess háttar. Að einu leyti hafði þessi heimsókn Margarítu til Napólí mjög óvæntar og afdrifaríkar afleiðingar. Hverjar voru þær?

***

Seinni aukaspurning:

Hver leikstýrði þeirri kvikmynd frá 1971 sem sjá má skjáskot úr hér að neðan? Sá átti nú aldeilis eftir að láta að sér kveða næstu áratugina og er enn að.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Englandi. Hún var fyrsta eiginkona Hinriks 8.

2.   Glergluggar.

3.   Musk.

4.   Havana.

5.   Atómstöð Halldórs Laxness.

6.   Kaspíhaf.

7.   1939.

8.   Róm.

9.   Julia Roberts.

10.   Helsti pizzagerðarmaður Napólí fann upp á nýrri pizzategund í ítölsku fánalitunum sem hann nefndi eftir drottningu. Pizza Margaríta hefur æ síðan verið vinsælasta pizza heims.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni er rithöfundurinn Franz Kafka.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Duel, sem Steven Spielberg leikstýrði.

***

Og hlekkur á þrautina gærdaxins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár