Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

213. spurningaþraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brother

213. spurningaþraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brother

Þrautin frá í gær.

***

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Konan á myndinni varð móðir á síðasta ári og hefur ýmsu að sinna af þeim sökum, en á undanförnum vikum hefur líka komið í ljós að pólitísk áhrif hennar í heimalandi sínu eru meiri en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. Hvernig það birtist verður spurt um síðar, en í bili er spurningin einfaldlega: Hver er barnsfaðir konunnar?

***

Aðalspurningar:

1.   „Bollywood“ er orð sem notað hefur verið um indverska kvikmyndagerð. Hvernig er þetta orð hugsað?

2.   Hvaða viti stendur yst á Seltjarnarnesi?

3.   Sex fótboltalið frá London eru í ensku Úrvalsdeildinni, efstu deild fótboltans á Englandi. Hér eru hins vegar talin upp SJÖ lið: Arsenal, Chelsea, Crystal Palace, Fulham, Tottenham, West Bromwich Albion, West Ham. Hvað af þessum liðum er EKKI frá London?

4.   Hver skrifaði skáldsöguna Pride and Prejudice, sem nefnist Hroki og hleypidómar á íslensku?

5.   Hvað er algengasta ættarnafnið í hinum spænskumælandi heimi?

6.   Hver leikstýrði kvikmyndunum Á hjara veraldar (1983) og Svo á jörðu sem á himni (1993)?

7.   Ada Lovelace hét kona ein á Bretlandi sem fæddist 1815 en dó úr krabbameini aðeins 36 ára. Hún var lengst af kunnust fyrir að vera dóttir skáldjöfursins Byrons lávarðar, en rúmri öld eftir að hún dó tók athyglin að beinast að merkilegu starfi sem hún hafði unnið á tilteknu sviði. Lovelace er nú á dögum talin stórmerkilegur frumkvöðull við þróun tiltekinna hluta. Hvaða hlutir eru það?

8.   Á Mars er hæsta fjall sólkerfisins, það rís 21 kílómetra upp af yfirborði plánetunnar og er því þrisvar sinnum hærra en Everest-fjall á Jörðinni. Þá er átt við hæð þess frá sjávarmáli. Hvað heitir þetta volduga fjall á nágrannaplánetu vorri?

9.   Big Brother and the Holding Company heitir 55 ára gömul bandarísk hljómsveit sem enn er starfandi, þótt 21 ár sé frá síðustu stúdíóplötu hljómsveitarinnar. Plötur og tónleikaferðir undanfarinna áratuga hafa ekki beinlínis slegið í gegn á heimsvísu, og þessa sveit þekkja margir fyrst og fremst vegna tiltekins meðlims sem taldist til hljómsveitarinnar nokkur fyrstu árin. Hver var sá meðlimur Big Brother and the Holding Company?

10.   Hún varð drottning í ríki sínu ung að árum en ríkti fyrstu árin ásamt bróður sínum. Í odda skarst millum þeirra og með hjálp voldugs herforingja var bróðirinn settur af. Hann drukknaði svo á flótta. Hún ríkti þá um stund með öðrum bróður sínum, en er talin hafa eitrað fyrir honum. Hún ríkti síðan ein í ríkinu og þótt hún tæki sér voldugan ástmann fór ekkert milli mála að í sínu ríki réði hún. Hún var svo hrakin frá völdum eftir innrás frá útlöndum, og lést skömmu síðar aðeins 39 ára gömul. Hvað hét hún?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Nafni helstu kvikmyndaborgar Indlands, Bombay (sem nú heitir að vísu Mumbai), skeytt framan við Hollywood, amerísku kvikmyndabækistöðina.

2.   Gróttuviti.

3.   West Bromwich Albion.

4.   Jane Austen.

5.   García.

6.   Kristín Jóhannesdóttir.

7.   Tölvur.

8.   Olympos.

9.   Janis Joplin.

10.  Kleópatra drottning í Egiftalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri:

Konan heitir Carrie Symonds.

Unnusti hennar er Boris Johnson forsætisráðherra á þvísa landi Bretlandi.

Sú síðari:

Þarna mátti sjá skjáskot af hluta umslagsins utan um plötuna Wish You Were Here.

Sú plata er ein sú þekktasta sem gleðihljómsveitin Pink Floyd sendi frá sér.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár