Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

Þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurning númer eitt:

Skoðið myndina hér að ofan. Hver átti svona fínan jakka?

***

Aðalspurningar:

1.   Í þáttunum um bresku konungsfjölskylduna kemur Mountbatten-fjölskyldan nokkuð við sögu. Filippus eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er til dæmis systursonur Mountbattens lávarðar, sem írskir hryðjuverkamenn myrtu. Faðir Mountbattens lávarðar var þýskur prins, sem gerðist breskur flotaforingi, og árið 1917 skipti hann um nafn, af því hans rétta nafn þótti of þýskt – sér í lagi þegar Bretland átti í hörðu stríði við Þýskaland. En hvað var hið upphaflega þýska nafn Mountbatten-ættarinnar?

2.   Rudy Guiliani er orðinn frægur sem aðsópsmikill lögmaður Donalds Trumps og þykir framganga hans með nokkrum ólíkindum. Fyrir tæpum 20 árum gegndi Guiliani hins vegar öðru starfi, og þá vakti hann reyndar mikið lof fyrir starf sitt og framkomu. Hvaða starf var það?

3.   Sigurður Ingi Jóhannsson er samgönguráðherra, en í titli hans er reyndar líka annað ráðuneyti nefnt til sögu. Hann er sem sagt samgöngu- og [hvað]ráðherra?

4.   Hvað heitir stærsti jökull á Íslandi?

5.   Hvaða dýr er frægt fyrir að stífla ár og koma sér upp einskonar greni í stíflunni?

6.   Hver er stærsta eyja Evrópu? 

7.   Hversu mörg börn hefur Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti eignast?

8.   Úr því minnst er á Joe Biden, þá á hann tvö hunda, Champ og Major, sem munu væntanlega flytja með honum í Hvíta húsið. Hundarnir eru báðir af sömu tegund. Hver er hún?

9.   Hvar var lýst yfir lýðveldi á Íslandi árið 1944?

10.   Niña, Pinta og ...? Hvaða nafn vantar hér?  

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða evrópsku borg er þetta nútímalistasafn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Battenberg.

2.   Borgarstjóri í New York.

3.    Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

4.   Vatnajökull.

5.   Bjórinn.

6.   Bretland.

7.   Fjögur. Aðeins tvö eru á lífi.

8.   Þýskir fjárhundar, Schäferhundar uppá þýsku.

9.   Á Þingvöllum.

10.   Santa Maria. Þetta voru skip Kristófers Kólumbusar í fyrsta leiðangrinum yfir Atlantshafið til Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum:

Borís Spasskí heimsmeistari í skák átti jakkann.

Listasafnið (Guggenheim) er í Bilbao á Spáni.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu