Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

Þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurning númer eitt:

Skoðið myndina hér að ofan. Hver átti svona fínan jakka?

***

Aðalspurningar:

1.   Í þáttunum um bresku konungsfjölskylduna kemur Mountbatten-fjölskyldan nokkuð við sögu. Filippus eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er til dæmis systursonur Mountbattens lávarðar, sem írskir hryðjuverkamenn myrtu. Faðir Mountbattens lávarðar var þýskur prins, sem gerðist breskur flotaforingi, og árið 1917 skipti hann um nafn, af því hans rétta nafn þótti of þýskt – sér í lagi þegar Bretland átti í hörðu stríði við Þýskaland. En hvað var hið upphaflega þýska nafn Mountbatten-ættarinnar?

2.   Rudy Guiliani er orðinn frægur sem aðsópsmikill lögmaður Donalds Trumps og þykir framganga hans með nokkrum ólíkindum. Fyrir tæpum 20 árum gegndi Guiliani hins vegar öðru starfi, og þá vakti hann reyndar mikið lof fyrir starf sitt og framkomu. Hvaða starf var það?

3.   Sigurður Ingi Jóhannsson er samgönguráðherra, en í titli hans er reyndar líka annað ráðuneyti nefnt til sögu. Hann er sem sagt samgöngu- og [hvað]ráðherra?

4.   Hvað heitir stærsti jökull á Íslandi?

5.   Hvaða dýr er frægt fyrir að stífla ár og koma sér upp einskonar greni í stíflunni?

6.   Hver er stærsta eyja Evrópu? 

7.   Hversu mörg börn hefur Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti eignast?

8.   Úr því minnst er á Joe Biden, þá á hann tvö hunda, Champ og Major, sem munu væntanlega flytja með honum í Hvíta húsið. Hundarnir eru báðir af sömu tegund. Hver er hún?

9.   Hvar var lýst yfir lýðveldi á Íslandi árið 1944?

10.   Niña, Pinta og ...? Hvaða nafn vantar hér?  

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða evrópsku borg er þetta nútímalistasafn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Battenberg.

2.   Borgarstjóri í New York.

3.    Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

4.   Vatnajökull.

5.   Bjórinn.

6.   Bretland.

7.   Fjögur. Aðeins tvö eru á lífi.

8.   Þýskir fjárhundar, Schäferhundar uppá þýsku.

9.   Á Þingvöllum.

10.   Santa Maria. Þetta voru skip Kristófers Kólumbusar í fyrsta leiðangrinum yfir Atlantshafið til Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum:

Borís Spasskí heimsmeistari í skák átti jakkann.

Listasafnið (Guggenheim) er í Bilbao á Spáni.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár