Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

212. spurningaþraut: Hundar og börn Joe Bidens, nafnið á Mountbatten

Þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurning númer eitt:

Skoðið myndina hér að ofan. Hver átti svona fínan jakka?

***

Aðalspurningar:

1.   Í þáttunum um bresku konungsfjölskylduna kemur Mountbatten-fjölskyldan nokkuð við sögu. Filippus eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er til dæmis systursonur Mountbattens lávarðar, sem írskir hryðjuverkamenn myrtu. Faðir Mountbattens lávarðar var þýskur prins, sem gerðist breskur flotaforingi, og árið 1917 skipti hann um nafn, af því hans rétta nafn þótti of þýskt – sér í lagi þegar Bretland átti í hörðu stríði við Þýskaland. En hvað var hið upphaflega þýska nafn Mountbatten-ættarinnar?

2.   Rudy Guiliani er orðinn frægur sem aðsópsmikill lögmaður Donalds Trumps og þykir framganga hans með nokkrum ólíkindum. Fyrir tæpum 20 árum gegndi Guiliani hins vegar öðru starfi, og þá vakti hann reyndar mikið lof fyrir starf sitt og framkomu. Hvaða starf var það?

3.   Sigurður Ingi Jóhannsson er samgönguráðherra, en í titli hans er reyndar líka annað ráðuneyti nefnt til sögu. Hann er sem sagt samgöngu- og [hvað]ráðherra?

4.   Hvað heitir stærsti jökull á Íslandi?

5.   Hvaða dýr er frægt fyrir að stífla ár og koma sér upp einskonar greni í stíflunni?

6.   Hver er stærsta eyja Evrópu? 

7.   Hversu mörg börn hefur Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti eignast?

8.   Úr því minnst er á Joe Biden, þá á hann tvö hunda, Champ og Major, sem munu væntanlega flytja með honum í Hvíta húsið. Hundarnir eru báðir af sömu tegund. Hver er hún?

9.   Hvar var lýst yfir lýðveldi á Íslandi árið 1944?

10.   Niña, Pinta og ...? Hvaða nafn vantar hér?  

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða evrópsku borg er þetta nútímalistasafn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Battenberg.

2.   Borgarstjóri í New York.

3.    Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

4.   Vatnajökull.

5.   Bjórinn.

6.   Bretland.

7.   Fjögur. Aðeins tvö eru á lífi.

8.   Þýskir fjárhundar, Schäferhundar uppá þýsku.

9.   Á Þingvöllum.

10.   Santa Maria. Þetta voru skip Kristófers Kólumbusar í fyrsta leiðangrinum yfir Atlantshafið til Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum:

Borís Spasskí heimsmeistari í skák átti jakkann.

Listasafnið (Guggenheim) er í Bilbao á Spáni.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár