Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vísindavefurinn: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn

Al­þingi á ekki að geta tek­ið ákvarð­an­ir um inni­hald stjórn­ar­skrár án skýrr­ar heim­ild­ar til þess frá al­menn­ingi, seg­ir í svari Jóns Ólafs­son­ar og Sæv­ars Ara Finn­boga­son­ar á Vís­inda­vefn­um.

Vísindavefurinn: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn
Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn Alþingi á ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald nýrrar stjórnarskrár án skýrrar heimildar frá almenningi, segir í svari á Vísindavefnum. Mynd: Áki Árnason

Íslenska þjóðin, almenningur í landinu, er bæði stjórnarskrárgjafinn og löggjafi. Vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning við samningu draga að stjórnarskrá árið 2011 og aukins áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum er því „erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Jóns Ólafssonar, prófessors við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og Sævars Ara Finnbogasonar, aðstoðarmanns og doktorsnema á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, við spurningunni „Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?“ sem þeir svara á Vísindavef Háskóla Íslands.

Í lýðræðisríkjum liggur valdið hjá almenningi sem veitir löggjafarsamkundu, Alþingi hér á landi, umboð milli kosninga. Þar sem þingmenn sækja umboð sitt til almennings, kjósenda, er mikilvægt að ákvarðanir þeirra og stefna endurspegli viðhorf kjósenda, ekki síst í stórum málum eins og stjórnarskrárbreytingum.

„Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi,“ segir í svarinu. Þar er tiltekið að slíka heimild megi fá með ýmsu móti. Ein leiðin til þess væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, önnur sé að krefjast aukins meirihluta á þingi en með því sé breið samstaða þingmanna líkleg til að endurspegla vilja meirihlutans úti í samfélaginu.

„Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna“

Á Íslandi er leiðin sú að Alþingi skuli samþykkja stjórnarskrárbreytingar tvisvar með kosningum á milli. Með þeim hætti gefist tími yfir til að bæði almenningur og kjörnir fulltrúar hafi gott tækifæri til að rökræða og hugleiða breytingar á stjórnarskrá. „Hún er því óbein leið til að stuðla að því að almenningur taki þátt í breytingunni.“

Munur á vinnunni 2011 og nú

Hins vegar, segir í svarinu, þykir mörgum óbein aðild engan vegin nægjanleg. Enn meiri hlutdeild almennings skapast við það að almennir borgarar fái tækifæri til að koma beint að stefnumótandi umræðum og ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar. Bent er á að Stjórnlagaráð, sem samdi drög að nýrri stjórnarskrá árið 2011, hafi opnað það ferli fyrir almenningi með virku samtali um þau drög sem unnið var að.

Í þeirri endurskoðun á stjórnarskránni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hefur samráð við almenning farið annars vegar fram með rökræðukönnun sem fól í sér stóra viðhorfskönnun til nokkurra atriða í stjórnarskránni og hins vegar með rökræðufundi þar sem 230 einstaklingar sem höfðu áður tekið þátt í viðhorfskönnuninni rökræddu þau sömu atriði og svöruðu að því loknu nýrri könnun um viðhorf til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga.

„Áherslan á þjóðina sem stjórnarskrárgjafa hefur hún öðlast aukið vægi vegna samráðs Stjórnlagaráðs við almenning og vaxandi áhuga á almenningssamráði á undanförnum árum. Það er því erfitt að sjá fyrir sér nú að nokkrum dytti í hug að breyta stjórnarskránni án þátttöku almennings við mótun tillagna,“ segir í svarinu á Vísindavefnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
5
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár