211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn

211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn

Hershöfðingjaþrautin frá því í gær er hér!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver samdi píanóverkið Für Elise?

2.   Í hvaða innhafi eru Álandseyjar?

3.   Fjallgarður einn umlykur stóran hluta Tékklands eða Bæheims, eins og svæðið kallaðist einu sinni. Hvað heita fjöllin?

4.   Í hvaða þýsku borg fóru fram frægustu stríðsglæparéttarhöldin eftir síðari heimsstyrjöldina?

5.    Hve margir þingflokkar náðu kjöri á Alþingi fyrir þremur árum?

6.   Hvað heitir leikkonan sem leikur Diönu prinsessu í þeirri seríu sjónvarpsþáttanna The Crown sem nú er sýnd á Netflix?

7.   Hljómsveit ein hóf feril sinn í rappi í Los Angeles laust fyrir síðustu aldamót en hefur smátt og smátt fært sig yfir í aðeins poppaðri tónlist, þótt rappið sé aldrei fjarri. Hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi, hefur fengið tónlistarverðlaun í tonnatali og sent frá sér geysivinsæl lög á borð við RITMO (Bad Boys For Life), Where Is The Love? og I Gotta Feeling. Söngkonan Fergie var árum saman meðlimur í hljómsveitinni en reri síðan á eigin mið. Hvað heitir þessi hljómsveit?

8.   Shakira heitir ein vinsælasta söngkona heims, sér í lagi í hinum rómanska heimi. Eiginmaður hennar er líka þokkalega þekktur en hann spilar í vörninni í einu af frægasta fótboltaliði heims. Hvað heitir karl?

9.   Viktoríuvatn heitir eitt stærsta stöðuvatn í heimi og altént það stærsta í Afríku. Þrjú ríki eiga lönd að vatninu. Hver eru þau? Hér verður að hafa þau öll þrjú rétt.

10.   Hvaða hljómsveit sendi á sínum tíma frá sér plötuna Abbey Road?

***   

Síðari aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá valdamann einn á sínum yngri árum. Hvað heitir maðurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Beethoven. Heyrið verkið hér: 

2.   Eystrasalt.

3.   Súdetafjöll.

4.   Nürnberg.

5.   Átta.

6.   Emma Corrin.

7.   Black Eyed Peas. 

8.   Pique. Hann spilar með Barcelona.

9.   Kenía, Úganda og Tansanía.

10.   Bítlarnir.

***

Svör við aukaspurningum.

Sá sem málaði hina „nöktu Mayu“ á efri myndinni var spænski málarinn Goya.

Síðari aukaspurning:

Á myndinni er Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna 1963-1968.

***

Hver á eftir þrautina frá í gær? Hér má finna hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár