Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn

211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn

Hershöfðingjaþrautin frá því í gær er hér!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver samdi píanóverkið Für Elise?

2.   Í hvaða innhafi eru Álandseyjar?

3.   Fjallgarður einn umlykur stóran hluta Tékklands eða Bæheims, eins og svæðið kallaðist einu sinni. Hvað heita fjöllin?

4.   Í hvaða þýsku borg fóru fram frægustu stríðsglæparéttarhöldin eftir síðari heimsstyrjöldina?

5.    Hve margir þingflokkar náðu kjöri á Alþingi fyrir þremur árum?

6.   Hvað heitir leikkonan sem leikur Diönu prinsessu í þeirri seríu sjónvarpsþáttanna The Crown sem nú er sýnd á Netflix?

7.   Hljómsveit ein hóf feril sinn í rappi í Los Angeles laust fyrir síðustu aldamót en hefur smátt og smátt fært sig yfir í aðeins poppaðri tónlist, þótt rappið sé aldrei fjarri. Hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi, hefur fengið tónlistarverðlaun í tonnatali og sent frá sér geysivinsæl lög á borð við RITMO (Bad Boys For Life), Where Is The Love? og I Gotta Feeling. Söngkonan Fergie var árum saman meðlimur í hljómsveitinni en reri síðan á eigin mið. Hvað heitir þessi hljómsveit?

8.   Shakira heitir ein vinsælasta söngkona heims, sér í lagi í hinum rómanska heimi. Eiginmaður hennar er líka þokkalega þekktur en hann spilar í vörninni í einu af frægasta fótboltaliði heims. Hvað heitir karl?

9.   Viktoríuvatn heitir eitt stærsta stöðuvatn í heimi og altént það stærsta í Afríku. Þrjú ríki eiga lönd að vatninu. Hver eru þau? Hér verður að hafa þau öll þrjú rétt.

10.   Hvaða hljómsveit sendi á sínum tíma frá sér plötuna Abbey Road?

***   

Síðari aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá valdamann einn á sínum yngri árum. Hvað heitir maðurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Beethoven. Heyrið verkið hér: 

2.   Eystrasalt.

3.   Súdetafjöll.

4.   Nürnberg.

5.   Átta.

6.   Emma Corrin.

7.   Black Eyed Peas. 

8.   Pique. Hann spilar með Barcelona.

9.   Kenía, Úganda og Tansanía.

10.   Bítlarnir.

***

Svör við aukaspurningum.

Sá sem málaði hina „nöktu Mayu“ á efri myndinni var spænski málarinn Goya.

Síðari aukaspurning:

Á myndinni er Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna 1963-1968.

***

Hver á eftir þrautina frá í gær? Hér má finna hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár