Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

209. spurningaþraut: Frankenstein, Himmler, þrír – og fleira

209. spurningaþraut: Frankenstein, Himmler, þrír – og fleira

Þraut gærdagsins er hér.

***

Athugið að fyrir mistök voru í fyrstu 11 aðalspurningar, tvær voru númer 6. Ég tók út þá seinni en nota hana síðar.

***

Fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan. Hver er karlmaðurinn á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti á dögunum að það væri að ljúka þróun bóluefnis við covid-19 í samvinnu við þýskt líftæknifyrirtæki. Hvað heitir þýska fyrirtækið?

2.   Hvað heitir ræningjarnir þrír í leikritinu um Kardimommubæinn?

3.   Hvað heitir forseti Brasilíu?

4.   Hvað hét höfundur fyrstu bókarinnar um doktor Frankenstein og skrímsli hans?

5.   Samfylkingin bauð fyrst fram sem kosningabandalag árið 1999 og hafði þá svonefndan talsmann fremur en formann. Hver var sá talsmaður?

6.   Nítján tungl í sólkerfinu eru nógu stór til að þyngdaraflið hafi gert þau alveg hnattlaga. Af þessum nítján stóru tunglum eru sautján hulin íshellu. Tunglið okkar er annað þeirra sem er ekki umlokið ís, en hvað heitir hitt?

7.   Hvað þýðir orðið "requiem", sér í lagi þegar átt er við tónverk?

8.   Kona nokkur fæddist árið 1947. Hún bar þá ættarnafnið Shand og tilheyrði yfirstéttinni á Bretlandi. Árið 1973 gekk hún í hjónaband með karli einum sem einnig tilheyrði yfirstéttinni, en hjónabandið var þó ekki hamingjusamt og varð fljótlega nafnið tómt. Konan skildi þó ekki við eiginmann sinn fyrr en 1995 og 2005 gekk hún aftur í hjónaband. Þessi seinni eiginmaður var víst sá sem hún hafði elskað allan tímann, og hafa þau verið lukkuleg æ síðan. Hvaða kona er þetta?

9.   Í júní 1950 var opnað nýtt útivistarsvæði í Reykjavík. Hvað nefnist það?

10.   Hver urðu örlög Heinrich Himmlers yfirmanns þýsku SS-sveitanna?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópulands eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   BioNTech.

2.   Kasper, Jesper og Jónatan.

3.   Bolsonaro.

4.   Mary Shelley.

5.   Margrét Frímannsdóttir

6.   Íó – við Júpíter

7.   Sálumessa.

8.   Camilla hertogaynja af Cambridge, áður Camilla Parker-Bowles.

9.   Heiðmörk.

10.   Hann svipti sig lífi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Heath Ledger.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Belgíu.

***

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár