Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

209. spurningaþraut: Frankenstein, Himmler, þrír – og fleira

209. spurningaþraut: Frankenstein, Himmler, þrír – og fleira

Þraut gærdagsins er hér.

***

Athugið að fyrir mistök voru í fyrstu 11 aðalspurningar, tvær voru númer 6. Ég tók út þá seinni en nota hana síðar.

***

Fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan. Hver er karlmaðurinn á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti á dögunum að það væri að ljúka þróun bóluefnis við covid-19 í samvinnu við þýskt líftæknifyrirtæki. Hvað heitir þýska fyrirtækið?

2.   Hvað heitir ræningjarnir þrír í leikritinu um Kardimommubæinn?

3.   Hvað heitir forseti Brasilíu?

4.   Hvað hét höfundur fyrstu bókarinnar um doktor Frankenstein og skrímsli hans?

5.   Samfylkingin bauð fyrst fram sem kosningabandalag árið 1999 og hafði þá svonefndan talsmann fremur en formann. Hver var sá talsmaður?

6.   Nítján tungl í sólkerfinu eru nógu stór til að þyngdaraflið hafi gert þau alveg hnattlaga. Af þessum nítján stóru tunglum eru sautján hulin íshellu. Tunglið okkar er annað þeirra sem er ekki umlokið ís, en hvað heitir hitt?

7.   Hvað þýðir orðið "requiem", sér í lagi þegar átt er við tónverk?

8.   Kona nokkur fæddist árið 1947. Hún bar þá ættarnafnið Shand og tilheyrði yfirstéttinni á Bretlandi. Árið 1973 gekk hún í hjónaband með karli einum sem einnig tilheyrði yfirstéttinni, en hjónabandið var þó ekki hamingjusamt og varð fljótlega nafnið tómt. Konan skildi þó ekki við eiginmann sinn fyrr en 1995 og 2005 gekk hún aftur í hjónaband. Þessi seinni eiginmaður var víst sá sem hún hafði elskað allan tímann, og hafa þau verið lukkuleg æ síðan. Hvaða kona er þetta?

9.   Í júní 1950 var opnað nýtt útivistarsvæði í Reykjavík. Hvað nefnist það?

10.   Hver urðu örlög Heinrich Himmlers yfirmanns þýsku SS-sveitanna?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópulands eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   BioNTech.

2.   Kasper, Jesper og Jónatan.

3.   Bolsonaro.

4.   Mary Shelley.

5.   Margrét Frímannsdóttir

6.   Íó – við Júpíter

7.   Sálumessa.

8.   Camilla hertogaynja af Cambridge, áður Camilla Parker-Bowles.

9.   Heiðmörk.

10.   Hann svipti sig lífi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Heath Ledger.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Belgíu.

***

Og aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu