***
Fyrri aukaspurning:
Myndin að ofan er hluti af grafíkmynd sem gerð var eftir málverki J.L.Gerome og hún sýnir Napoleon Bonaparte í herferð einni árið 1798. Hvað er Napoleon að horfa á á myndinni?
***
Aðalspurning:
1. Courtney Cox heitir bandarísk leikkona, sem fór með hlutverk í vinsælli sjónvarpsmyndaseríu á árunum 1994-2004. Hvað hét serían?
2. Courtney Love heitir jafnaldra hinnar fyrrnefndu, hún hefur líka fengist við leik en er þó fyrst og fremst þekkt fyrir tónlist. Love þekkja vissulega ýmsir sem eiginkonu eins helsta „grunge“ tónlistarmanns sögunnar, hins skammlífa söngvara Nirvana, en hún hélt í 13 ár úti merkilegri rokkhljómsveit á eigin vegum. Hvað hét sú hljómsveit Courtney Love?
3. Og meðal annarra orða, hvað hét þessi skammlífi söngvari Nirvana?
4. Hvað kallast hóll sá á Kili þar sem talið er að Reynistaðabræður hafi látið lífið?
5. En hvenær dóu þeir bræður? Var það 1480, 1580, 1680, 1780 eða 1880?
6. Hver var forsætisráðherra í vinstri stjórninni 1971-1974?
7. Hvað heitir forsætisráðherra Finnlands?
8. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Doha?
9. Í hvaða kvikmyndum kemur Miss Moneypenny fram?
10. Guðný Guðmundsdóttir heitir kona ein. Allt frá 1974 til 2010 gegndi hún starfi einu með miklum sóma, en það fól í sér að hún leiddi hóp annarra. Hvað kallast þetta starf?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi glaðsinna kona með spagettí-hattinn?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Friends.
2. Hole.
3. Kurt Cobain.
4. Beinahóll.
5. 1780.
6. Ólafur Jóhannesson.
7. Sanna Marin. Hvort heldur fornafn eða eftirnafn dugar.
8. Katar.
9. James Bond-myndunum.
10. Konsertmeistari (aðalfiðluleikari) Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni horfir Napoleon á sfinxinn í Egiftalandi. Ef þið hafið svarað „píramídana“ þá gef ég líka rétt fyrir það, enda snýst spurningin í raun um Egiftaland.

Síðari myndin sýnir Margaret Thatcher sem þarna var ekki orðin forsætisráðherra Bretlands.
***
Athugasemdir